blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006
blaóiö
Öbærileg spenna!
Hér er ekki vakin einföld spenna um
spurningu eins og hver framdi glæp, heldur
hvað sé glæpur... Djúpskyggn átakasaga.
- Hörður Bergmann, kistan.is
Á ég að gceta systur minnar? er virkilega áhrifarík saga...
Þýðingin er prýðisvel unnin ... Bók sem erfitt er að leggja frá sér
eftir að lestur er einu sinni hafinn.
- Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðið 26. nóv.
Bókin á erindi við nútímann, hún er um efni sem skiptir máli
og sem geta komið upp í náinni framtíð. Þýðing Ingunnar
Ásdísardóttur er til fyrirmyndar. Hörkugóð bók sem ég mæli
hiklaust með.
- Gunnar Hersveinn, Lesbók Mbl. 2. des.
Einstök skemmtun!
Ný bók eítir Flosa
Ólafsson eru tíðindi fyrir
þá sem taka sjálfa sig og
aðra ekki of hátíðlega.
Sem fyrr er honum
ekkert heilagt, engum
er hlíft og ekkert stenst
eitrað háðið.
Líklega besta bók Flosa
til þessa.
Skemmtilegasta
bók ársins!
Glæsileg hestabók!
Stórkostleg ljósmyndabók um íslenska hestinn. Bókin hefur
fengið frábærar viðtökur og má enginn hestamaður láta hana
fram hjá sér fara. Fæst einnig á ensku og þýsku.
SKRUDDA
Eyjarslóð 9 -101 R. - skrudda@akrudda.is
■ .
INNLENT
Hundur fjarlægður
Lögreglan á Selfossi fjarlægði hund sem olli ónæði í garði þar sem
hann var bundinn fastur. Hundurinn hafði gelt langa hríð, nágrönnum
til mikillar mæðu. Lögreglan fékk hundaeftirlitsmann til að fjarlægja
dýrið en eigandinn reyndist ekki vera heima. Hann sótti svo hundinn
lögreglustöð þar sem hann lét í Ijósi ánægju með aðgerðir lögreglu.
Við heimili Stephens
Lögreglumenn girtu húsið
af meðan fjölmiðlafólk
þyrptist að því.
Morð á vændiskonum í Ipswich:
Einfari grunaður
um morðin fimm
■ Þekkti allar hinar látnu ■ Leitaði til vændiskvenna eftir að hjónabandi lauk
Eftir Atla ísleifsson
atlii@bladid.net
Breska lögreglan handtók í gær 37
ára gamlan mann, Tom Stephens,
vegna gruns um morðin á fimm
vændiskonum í Ipswich.
Lík kvennanna voru öll án klæða
og fundust í nágrenni Ipswich á
tíu daga tímabili í byrjun mánaðar-
ins. Stephens var handtekinn í gær-
morgun á heimili sínu í smábænum
Trimley, þrettán kílómetrum suð-
austur af Ipswich. Hann var fluttur
á lögreglustöð og yfirheyrður þar
en lögregla vildi ekki gefa upp
hvar.
Lýsti sakleysi í viðtali
Viðtal birtist við Stephens í
breska götublaðinu Sunday Mirror
á sunnudaginn þar sem hann seg-
ist hafa þekkt konurnar og verið
yfirheyrður af lögreglu fjórum
sinnum vegna málsins. Stephens
sagði að lýsingar á meintum morð-
ingja gætu óneitanlega átt við hann
sjálfan, en lögregla taldi morðingj-
ann vera hvítan karlmann á aldr-
inum 25 til 40 ára sem þekkti vel
til í nágrenni Ipswich og ynni utan
venjulegs vinnutíma. Auk þess
hafi lík tveggja kvennanna fundist
í grennd við heimili hans.
Sunday Mirror lýsir Stephens
sem einfara sem hafi snúið til
vændiskvenna eftir að átta ára
hjónabandi hans lauk fyrir einu og
hálfu ári. Stephens sagðist í viðtal-
inu hafa þekkt allar látnu vændis-
konurnar. Hann segist hafa verið
eins konar verndari kvennanna og
hafa í raun haft tækifæri til að fram-
kvæma glæpinn þar sem konurnar
treystu honum. „Ég var vinur þe-
irra allra og ég er ekki með neinar
fjarvistarsannanir. Ég hef þó ekki
áhyggjur af því að verða ákærður.
Ég er saklaus.“
Nánastur tveimur hinna látnu
Hann segist hafa verið nánastur
Taniu og Gemmu. „Þær voru falleg-
astar af þeim konum sem stunduðu
vændi í Ipswich. Hinar fimm látnu
voru í raun þær fimm fallegustu.
Síðustu mánuði hef ég kynnst flest-
öllum vændiskonunum og ef þær
eru taldar saman eru þær um fimm-
tíu talsins.“
Lögregla greindi í gær frá nið-
urstöðum dánardómstjóra um
hvernig dauða kvennanna bar að.
Svo virðist sem Clennell hafi lát-
ist af völdum þrýstings á háls og
að Alderton hafi verið kyrkt. Enn
liggur ekki endanlega fyrir hvað
olli dauða hinna þriggja, en réttar-
rannsókn er ekki lokið.
R Tom Stephens Segist hafa
leitað til vændiskvenna eftir
að átta ára hjónabandi hans
! lauk fyrir átján mánuðum.
5'íf rý:
Anneli Alderton
24 ára
Hvarf: 3. desember.
Fannst látin: 10.
desember.
Byrjaði að misnota
Krakk fjórtán ára
gömui. Er móðirfimm
ára drengs og var ólétt
þegar hún lést.
Gemma Adams
25 ára
Hvarf: 15. nóvember.
Fannst látin: 2.
desember.
Fyrrverandi trygginga-
sölumaður, en missti
starfið fyrir tveimur
árum vegna fíkniefna-
neyslu sinnar.
Annette Nichols
29 ára
Hvarf: 7. desember.
Fannst látin: 12.
desember.
Einstæð móðir og
menntaður snyrti-
fræðingur. Vildi opna
eigin stofu. Neytti
heróíns.
Tania Nicol
19 ára
Hvarf: 30. október.
Fannst látin: 8.
desember.
Ólst upp í Ipswich.
Byrjaði að neyta fíkni-
efna sextán ára gömul.
Hafði stundað vændi I
hálft ár.
Paula Clennell
24 ára
Hvarf: 10. desember.
Fannst látin: 12.
desember.
Kom fram í sjónvarp-
sviðtali og lýsti hræðslu
sinni eftir að Gemma
fannst látin. Byrjaði að
neyta fíkniefna 16 ára.