blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUJ ISEMBER 2006 Gaddavír í Þjóðmenningarhúsi Sigurjón Magnússon rithöfundur les upp úr skáldsögu sinni Gaddavír í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu i dag klukkan 12:15. Upplestur- inn er liður í upplestraröðinni Jólahrollur í hádeginu. blaöiö Skáldaspírur i Iðu Skáldaspírukvöld fer fram í bókaversluninni Iðu í kvöld klukkan 20. Fram koma rithöfundarnir Benedikt Lafleur, Kristin Ómarsdóttir og Gísli Þór Ólafsson sem les úr fyrstu Ijóðabók sinni. Hvað ertu að lesa? Fjallkirkjan á borðinu Ég var að ljúka við að lesa Fjall- kirkjuna eftir Gunnar Gunnarsson sem er kannski ekki alveg á toppn- umájólabóka- flóðinu. Fyrir utan það er ég aðallega að lesa leik- ritið sem ég er að fara að leika í núna sem heitir Treasure Is- lands og verð- ur sett upp í Kassanum í Þjóðleikhús- inu eftir áramótin. Annars er fullt af bókum sem mann langar að glugga í og ég er að vona að Bragi Ólafsson komi í pakk- ann hjá mér. Hann er einn af mín- um uppáhalds íslenskum höfund- um sem eru að skrifa núna þannig að ég bíð spenntastur eftir því. Ef nýja bókin verður ekki síðri en það sem hann hefur skrifað hingað til þá verður maður ekki fyrir von- brigðum. Frá Bukowski yfir í Sjón Ég hef satt að segja ekki getað hugsað um neitt annað en vinnuna allan sólarhringinn þannig að það hefur verið fátt um bæk- ur. Ég bíð bara eftir að komast í nátt- sloppinn og fara að lesa þegar törnin er búin. Fyrir stut- tu var ég þó að lesa Ég stytti mér leið framhjá dauðanum, nýjustu bókina hans Einars Más. Svo las ég um daginn nýjustu bókina hans Hugleiks, Kötturinn Kisi og hnakkarnir, sem er dálítið mögnuð. Annars hef ég mjög fjölbreyttan smekk og les allt frá Bukowski yf- ir í Sjón og Braga. Ég og Sigtryggur Baldursson vorum einu sinni á leið að fara að spila í brúðkaupi og skipt- umst á að lesa Skugga-Baldur eftir Sjón hvor fyrir annan og hlógum mikið að henni. Hjálmar Hjálmars- son leikari Færslur skipstjóra á náskipi Eflaust kunna leikmenn, eins og sá sem þetta skrifar, að fá það á tilfinninguna við lestur skáldsögunnar Undir himninum eftir Eirík Guðmundsson að hún sé einhvers konar töfrateningur Rubics fyrir íslenska bókmennta- fræðinga eða þá gestaþraut fyrir þá sem lifa og hrærast í heimi menn- ingarelítunnar hér á landi - sé sá heimur yfirhöfuð til. En þegar allt kemur til alls skiptir sú tilfinning engu máli þar sem Eiríki hefur tek- ist að skrifa magnað verk sem ger- ir þá kröfu til lesandans að hann gefi sér langan tíma til að melta það. Þetta er fyrst og fremst sagá um tilfinningar og það hvernig sú kynslóð sem höfundurinn lýsir er dæmd til að leita svara við hinum stóru spurningum í veröld sem er á gráu svæði raunveruleikans og ímyndunar. Auk þess er sagan fjári skemmtileg og fyndin. í stuttu máli fjallar sagan um út- varpsmanninn E sem er í leyfi frá störfum frá RÚV sem hann ætlar og nota til skrifta. E á erfitt með að gera greinarmun á raunveruleika og skáldskap og ef til vill fer það eftir lesandanum hvort er óraun- verulegra: tíðar ferðir hans í sól- baðsstofuna Smart og heimsóknir í búð sem selur notaða geisladiska eða þá sú staðreynd að lífi hans er stolið í kjölfar þess að leiðindagaur kemst yfir handrit hans. En lýsing- ar Eiríks á öðrum þáttum lífs E ættu að vefjast fyrir fæstum þeim sem eru staddir einhvers staðar á fjórða tug ævi sinnar. E virðist vera maður sem getur ekki tengst neinum nema sjálfum sér og hann á í samskiptum við fólk sem á við sama vanda að stríða - afleiðingin er að mörkin milli hins raunveru- lega lífs og hugarheims þurrkast algjörlega út. Þetta kann að þykja póstmódernísk nálgun en í sjálfu sér er jafn réttlætanlegt að telja að sögumaður sé að vísa í Franz Kafka - 21. aldar Kafka sem býr í vesturbæ norðlægrar borgar þar sem ekkert gerist nema það að veðrið er misvont og lífsgleðin jafn sjaldséð og góðviðrisdagar. Það er aðeins eitt bjánalegra en að vera póstmódernískur lslendingur og það er að vera kafkaískur Islend- ingur. Þessi tvíhyggja gerir það að verkum að E höfðar til lesandans sem rómantísk hetja sem forlögin berjast gegn en að sama skapi sem bara þessi venjulegi maður sem kúldrast kvenmannslaus undir súð, hugsanlega þjáður af vænisýki, og lesandi getur gengið að vísum í Melabúðinni um sexleytið á degi hverjum í Melabúðinni. Þrátt fyrir að E geti ekki gert greinarmun á hugarburði og raunveruleika tekst Eiríki að sýna að það séu einmitt örlög flestra. Þrátt fyrir að Undir himninum sé ekkert léttmeti í sínum innsta kjarna kann Eiríkur þá list að vera bráðsnjall penni, fyndinn og næm- ur. Og hann er eins langt frá því að vera uppskrúfaður í hugsun og hugsast getur. Lestri sögunnar má líkja við að hlusta á það besta sem Frank Zappa, sá merkilegi maður, sendi frá sér á sínum tíma. Þetta er margrætt, djúpt, skemmtilegt og galdurinn í verkinu felst í þvi að höfundurinn gerir þá skilyrð- islausu kröfu að maður megi alls ekki setja sig í stellingar gagnvart verkinu. Örn Arnarson Hefur eitthvað að segja við sam tímasinn. Sökum brots bókarinnar þolir hún illa langan lestur á bakinu uppi í rúmi. Undir himninum Eftir Eirík Guðmundsson Bækur ★★★★ UNDIR HIMENINtui5 CUDMUNDSSON Fyndinn og næmur Eiríkur kann þá list að vera bráðsnjall penni, fyndinn og næmur og hann er eins langt frá því aó vera uppskrúfaður í hugsun og hugsast getur, se- gir Örn Arnarson í dómi sinum. ■K ^ Mynd'tyþór HPI SAVAGE X RTR, FJ ARSTÝRT BENSÍN TORFÆRII-TRYLLITÆKi. OPIO ALLA DAGA TIL JÓLA. Tómstundahúsið • Nethyl 2 • S. 587 0600 • www.tomstundahusid Brautryöj endaverk um hernað á íslandi Eftir á að hyggja er furðulegt að þessi bók skuli ekki hafa verið skrifuð fyrir löngu. Hér er rak- in saga hernaðar á íslandi frá því á ofanverðum dögum þjóðveldisins og fram yfir siðaskipti og þrátt fyrir alla söguritun Islendinga fyrr og síð- ar get ég ekki séð að svona bók hafi verið tekin saman áður. Hér er sagt frá „vopnabúnaði landsmanna, hern- aðarmannvirkjum, herútboðum, landvörnum, hersköttum, herskipu- lagi, hernaðaraðferðum, þróun og eðli hernaðarátakanna, samfélags- legum áhrifum og síðast en ekki síst er atburðasagan rakin á lifandi og skýran hátt“, eins og segir í frétta- tilkynningu útgáfunnar og má til sanns vegar færa. hernaðarsaga ÍSLANÐS ‘í Þótt Birgir hefði vel mátt byrja sögu sína fyrr og taka einnig fyrir hernað á víkinga- og landnámsöld, þá er verulegur fengur að því sem hann segir frá. Stór hluti bókarinn- ar fer, eins og vænta mátti, í hernað Sturlungaaldar, en mér fannst nú samt meiri nýlunda að ýmsu því sem Birgir hefur grafið upp um aldirnar sem á eftir fylgdu og almenningi eru kannski ekki eins vel kunnar. Margt kemur þar verulega á óvart um hversu mikill hernaðarviðbúnaður var í landinu. Birgir greinir vel og skilmerkilega frá, mikill fjöldi korta og skýringa- mynda eykur gildi bókarinnar veru- lega og ljósmyndir og teikningar sömuleiðis. Það má setja örlítið út á 'T Hernaðarsaga íslands Birgir Loftsson Bækur ★★★★★ frágang og vinnslu á myndefni, og sömuleiðis hefði á stöku stað mátt yf- irfara texta Birgis betur, þótt hann sé yfirleitt skýr og læsilegur - en þetta eru smávægilegir agnúar á mjög greinargóðu og nauðsynlegu brautryðjendaverki. Illugi Jökulsson

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.