blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 34

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMB: blaöiö Verð nú 11.950,- Allt að 50% afsláttur af völdum fiskabúrum, fuglabúrum, hamstrabúrum og kanínubúrum. Gildir til jóla. pYRALA/S^) Mjódd - Kringlan- Spöng 587-0711 588-0711 587-0744 Islensk hönnun Einstakt íslenskt handverk og hönnun Kristínar S. Garðarsdóttur. Karafla og þrjár stærðir af glösum í þremur mögnuðum litum. ■%5*-ss Nýr vefur um vísindi Menntagátt hefur sett upp sérstakan vef um vísindi á vefslóðinni menntagatt.is/visindi. Þar er meðal annars að finna aðgengilegar upp- lýsingar um félög, stofnanir og viðburði sem tengjast náttúruvísindum og kennsluefni. menntun menntun@bladid.net Tölvunámskeið á Seychelles-eyjum Seychelles-eyskir kennarar kenna hver öðrum. Á námskeiðunum voru kennd grunnatriði í ritvinnslu, tölvuvinnu og notkun kennsluforrits Hildigunnar Halldórsdóttur frá Námsgagnastofnun. Gamlar tölvur koma i góðar þarfir Hafnfirskar tölvur til Seychelles-eyja Vigfús Hallgrímsson, þró- unarfulltrúi grunnskóla á Skólaskrifstofu Hafnar- fjarðar, og Hildigunnur Halldórsdóttir, tölvunar- fræðingur hjá Námsgagnastofnun, eru nýkomin úr tveggja vikna ferð til Seychelles-eyja þar sem þau héldu námskeið í tölvunotkun fyrir grunnskólakennara. Með í för voru einnig Guðmundur Hólmsteinsson sem hefur haldið utan um verk- efnið og eiginkona hans, María Thoroddsen. Tildrög ferðarinnar má einmitt rekja til einstaklings- framtaks Guðmundar sem safnaði 230 notuðum tölvum, aðallega úr grunnskólum Hafnarfjarðar, og sendi til eyjanna síðastliðið vor eft- ir að þær höfðu verið uppfærðar og yfirfarnar. „Á þessum eyjum eru 23 skólar fyr- ir börn á aldrinum sex til ellefu ára og verkefnið gengur út á að tölvu- væða þá alla. Nú eru komnar íslensk- ar tölvur í níu skóla af þessum 23 og svo á að halda uppbyggingunni áfram á næsta ári,“ segir Vigfús. Vigfús Hallgrímsson Vigfúsi fannst mjög skemmtilegt, fróölegt og gef- andi aö taka þátt i verkefninu. Bætir úr brýnni þörf Tölvugjöfin frá Islandi bætir úr brýnni þörf en gjaldeyrisskortur hefur hamlað tölvuvæðingu skóla- kerfisins á Seychelles-eyjum. „Það hefur ekki verið á dagskrá í menntakerfi þeirra að hafa tölvur í barnaskólum. Þeir eru aðeins með tölvur í unglingaskólunum og þeir eru í raun og veru búnir að breyta sínum áherslum vegna þessara gjafa frá íslandi. Þeir eru farnir að leggja áherslu á að börnin læri fyrr á tölvur og kennarar nýti tölvurnar meira til kennslu, meðal annars í stærðfræði og ensku," segir Vigfús. Lítið ævintýri Vigfús hélt námskeið um grunnat- riði í ritvinnslu og tölvuvinnu fyrir kennara en Hildigunnur kenndi notkun 15 kennsluforrita sem hún hefur búið til og þýtt á ensku. Að sögn Vigfúsar voru kennararn- ir mjög ánægðir með námskeiðið og áhugasamir. „Þeir voru mjög mis- jafnlega undirbúnir. Sumir höfðu ekkert unnið á tölvur á meðan aðrir höfðu aðeins fengist við _þí|*r,“ segir Vigfús sem lætur sjálfur vel af ferð- inni. „Mér fannst mjög skemmti- legt, fróðlegt og gefandi að taka þátt í þessu. Þetta var eins og lítið ævin- týri,“ segir hann. Verkefninu er þó ekki lokið því að eftir áramót stendur til að senda aðra sendingu af tölvum til eyjanna og er stefnt á að tölvuvæðingu allra skólanna verði lokið árið 2008. Háskólanám á Spáni Þeim sem hafa áhuga á að stunda nám á Spáni er bent á að spænsk stjórnvöld bjóða fram styrki til náms á Spáni sumarið 2007 og skólaárið 2007-2008. Meðal annars er um að ræða styrki til framhalds- náms í spænsku og menningu Spán- ar í háskóla á Spáni. Styrkirnir eru ætlaðir nemendum sem lokið hafa BA-prófi og hafa ekki spænsku að móðurmáli. Einnig er hægt að sækja um mán- aðarstyrki til sumarnáms í spænsku og menningu Spánar og starfandi spænskukennarar eiga kost á að sækja um þriggja mánaða styrki. Nám á Spáni Islendingar eiga nú kost á aö sækja um styrki til háskóla- náms á Spáni. Þá eru í boði styrkir fyrir erlenda sendifulltrúa og þá sem lokið hafa háskólaprófi til náms í alþjóðasam- skiptum við Escuela Diplomática de Madrid. Frestur til að skila inn umsókn- um rennur út 22. og 29. desember eftir því hvaða styrki er sótt um. Umsókn um styrki fyrir erlenda sendifulltrúa þarf að berast sendi- ráði Spánar í Osló fyrir 16. febrúar á næsta ári. Eyðublöð og nánari upplýsingar um styrkina má nálgast á vefnum becasmae.es. Einnig veitir Margrét Jónsdóttir, vararæðismaður Spánar á Islandi og dósent við Háskólann í Reykjavík, nánari upplýsingar. \

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.