blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 42

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 42
ÞRIÐJUDAGUR 'ER 2006 Lelegasta kynlífslýsing i skáldsögu „Ég legg hendur mínar utan um andlit hennar og byrja að kyssa hana vandlega. Hún rennir öðrum af grönnum fótum sínum milli fóta minna Ó Jón, hvað hún stundi nú með þroskaðan líkama sinn upp að mínum og klof hennar þétt við bungandi buxur mínar..(Úr Twentysomet- hing eftir lain Hollingshead.) blaðið Stærð klósettpappírs Klósettþaþpír er tiltölulega ný uppfinning. Fyrstu rúllurnar komu á markað árið 1871 og með tvöföldu lagi ekki fyrr en 1942. Stærð klósettrúllunnar er miðuð við flatarmál lófans en ýmsar kenningar eru þó uppi um það hvers vegna I Frakklandi máfinna minni kló- settrúllur en annars staðar og í Bandaríkjunum þær stærstu. Spólað til baka... í skjóli Guðs Fylgdist agndofa með hinum íslenska frétta- skýringaþætti Kompás í fyrrakvöld. Þar var afhjúpaður Guðmundur Jónsson, for- stöðumaður meðferðar- heimilisins og að því virðist sértrúarsafnaðarins Byrgis- ins, en hann er sakaður um að misnota stöðu sína og hvetja ber- skjaldaðar ungar stúlkur til grófra kynlífsathafna. Fjöldi heimildar- manna bar upp á hann sakir og er ótrúlegt að slíkt framferði, ef satt og rétt er greint frá, hafi við- gengist í fjölda ára án þess að nokkuð hafi verið sagt eða gert. í fyrsta lagi vekur það furðu mína og hefur alltaf gert að slíkt meðferðarheimili hafi hlotið rík- isstyrki án þess að nokkuð hafi verið kannað hvort meðferðin sem boðið er upp á ber tilætl- aðan árangur. Væri ekki nær að ríkið tæki sig frekar til og færi að greiða niður þann mikla kostnað sem felst í því að leita til sálfræð- ings eftir að fíkniefnaneytandi hefur hlotið viðeigandi meðferð innan ríkisspítalanna eða á öðrum viðurkenndum stofnunum. í öðru lagi finnst mér undar- legt að maður sem þykist vera sendiboði Guðs og segist geta fyrir hönd almættisins fyrirgefið syndir og læknað sjúka, hafi frjálsar hendur í viðkvæmum málum sem þessum og enginn fylgist með. Ekki að ég sé á móti því að fólk leiti eftir styrk í trúnni heldur set ég spurningarmerki við það að fólki sé frekar boðið upp á slík meðferðarform en þau sem sýnt hefur verið fram á að beri árangur. Á heimasíðu Byrgisins er að finna tölur um fjölda karla og kvenna sem leita til Byrgisins, meðalaldur og lengd dvalar- tíma en ég get ekki séð neinar tölur sem sýna hvort það eru sömu einstaklingar sem þurfa á endurteknum meðferðum að halda. Ef svo er þá er ekki hægt að segja að Byrgið gegni því hlutverki sem því er ætlað að gegna, enda kannski ekki skrýtið ef forstöðumaðurinn eyöir tíma sínum í að fá skjólstæðinga sína til lags við sig með vægast sagt vafasömum hætti. V. Hilda Cortez Hvenær er hentugt að ferðast Þegar kötturinn er sofandi, hann er feitur og stór og alltaf í fúlu skapi. Staðhættir Frekar ömurlegir, feiti kötturinn minn stjórnar öllu heima hjá mér og hefur gert það undanfarin ár. Allur frítími minn fer I að gefa honum mat, klappa honum og baða hann. Hvað þarf að hafa með í för Það skiptir engu máli, það verður allt frekar ömurlegt. Kannski bara sólgleraugu með gulu gleri svo hlutirnir virðist ögn bjartari. Siðir og venjur Að læðast um þegar kötturinn er sofandi, það má ekki vekja hann. Að gefa honum að borða. Að klappa honum þegar hann skipar mér að vera þægur. Fleira í þessum dúr. Samfélag & menning It/ljög sorglegt allt saman. Ég skil eiginlega ekki hvað ég er að gera hérna. Heilsa Afar slöpp, ég er aðframkominn af þreytu. Ég er sorgmæddur. Ég vildi stundum bara óska þess að kötturinn minn leyfði mér að vera i friði. Hættur Úff... látum okkur sjá. Gat á stofugólfi. Hár Vert að sjá Það er nú lítið eftir I íbúðinni minni, dagarnir snúast meira og minna um köttinn og að strjúka á honum mallakútinn. Kannski græni matar- dallur kattarins eða rúm hans sem flutt er inn frá Bandaríkjunum. a\\ þröskuldur. Risastór köttur sem étur allt. Matur og menning Brekkies, Whiskas, vatn og rjómi, snöggsoðin ýsa, kattarn- ammi, heimalöguð önd með brúnuðum kartöflum. Næturlff Ekkert. Kötturinn sefur illa og minnsta múkk vekurhann. Ég ligg því yfirleitt hreyfingarlaus á köldu gólfinu og býð eftir deginum, en þá fær hann morgunbað ið sitt. Dýralíf Á föstudögum býður kötturinn vinum sínum yfir I póker og sitja þeir yfirleitt aö langt fram á nótt. Maður er þá I því að gefa þeim Brekkies og annað til að narta í. r Óttar M. Norðfjörð er þræll 1 kattar sins. Þeir búa saman i Norð- urmýrinni. Óttar gefur okkur vegvísi að íbúð sinni þessa vikuna en hann hefur ný- lega gefið út 1. bindi veglegrar ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, Nóttinerblámamma. A Furðulegar nýjungar Það má segja að allt sem til er í heimi fáist hór á landi enda hægt að fá nán- ast hvað sem hugurinn girnist og ekki fjarri lagi að markaðurinn sé orðinn nokkuð mettaður, að minnsta kosti af nauðsynjum. Engu að síður er ekkert lát á streymi nýrra vara á markaðinn hvort sem vörurnar sinna þörfum neytenda eða ekki. Framleiðendur eru greinilega að verða uppiskroppa með hugmyndir og þess vegna líta furðu- legar og jafnvel gagnslausar vörur dagsins Ijós á degi hverjum. s Scentuek ítsa- Ertu ekki í stuði? Þefaðu þá af úlnliönum og komdu þér í gang. Eitt nýjasta kynlífs- hjálþartækið kallast Scentuelle Libido Patch og er sérstaklega hannað fyrir þá eða þær sem hafa ekki kynhvöt upp á marga fiska. Plásturinn inniheldur engin lyf- seðilsskyld efni heldur er eingöngu um að ræða jurtir sem örva kynhvöt- ina. Plásturinn er settur á úlnliðinn sem er svo borinn að vitunum öðru hverju og fer þá allt í gang. Gleymirðu alltaf pillunni? Lyfjafyrirtækið Warner Chilcott kynnti nýlega getnaðarvarn- arpillu með myntuþragði sem kallast Femcon Fe. Pilluna má tyggja og njóta sem ferskrar myntu og er hugmyndin víst sú að konur eigi að fá að njóta þess að taka þilluna, hvort sem það er nauðsynlegt eða ekki. Leiðist þér strætóbiðin? Fyrirtækið Arcade Marketing hefur hafið framleiðslu á strætóstoþpi- stöðvum sem ilma. Hugmyndin er útfærð í samvinnu við California Milk Processor Board í þeim tilgangi að auka neyslu á mjólkurvörum og kveikja löngun I mjólkursopann. Umræddar bið- stöðvar anga því af súkkulaðiþitakökum en eins og allir vita þá er langbest að fá sér eins og eitt mjólkurglas með þeim. Fyrstu stöðvarnar verða fimm talsins og verða staðsettar á víð og dreif um San Francisco. Viltu breyta til? Fyrir þá sem hafa sérstök áhugamál þá hefur verið hannað tæki sem kallast Cele- brity Buttplugs og er ætlað til þess aö auka fjölbreytni í kynlífi. Þeir viðkvæmu lesi ekki lengra, en fyrir hina þá gerir þessi litla græja fólki kleift að setja eftirlíkingu þekktrar manneskju upþ i óæðri endann en þetta er hægt að fá í mismunandi útfærslum. Hingaðtil hafa vinsælustu böttplöggin verið í líki George Bush (líklega eftir að fylgi hans fór að dala) en það kallast George W. Tush en einnig hefur leikarinn Mel Gibson eða Smell Gibson og rugludallurinn Paris Hilton verið eftirsótt. Þeir sem hafa sérstakan áhuga á þessari iðju geta svo látið sérhanna fyrir sig slíkt tæki en þá þarf að senda góða mynd svo hægt sé að sníða viðkomandi tæki til. Hin upprunalegu Ijós LASSEN-TABLEWARE „Gemini"

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.