blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 21

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 21
blaöift ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 21 Þegar andskotinn hljóp í svínin Þingflokkur Framsóknar minnir nú sterklega á frásöguna úr Biblí- unni þegar andskotinn hljóp í svínin. í kjölfarið hlupu svínin fyrir björg og spurðist aldrei til þeirra meir. í biblíulegum skilningi er Fram- sóknarflokkurinn orðinn að svína- hjörð. Hann má varla sjá pólitískt þverhnípi án þess að gera einbeitta tilraun til að fleygja sér fyrir það. Um þetta eru allmörg nýleg dæmi. Undir þinglok varð gervöll grísa- hjörð þingflokksins svo undirlögð af demóni pólitískrar sjálfseyðingar að hún nánast krafðist þess að fá að fórna sér opinberlega fyrir heimsku- legt frumvarp menntamálaráðherra um einkavæðingu RÚV. Fyrir Fram- sóknarflokkinn jafngildir það því að fleygja sér fyrir pólitísk björg. Enginn gekk þar jafn harkalega fram og Hjálmar Árnason. Hann er formaður þingflokks Framsóknar. Hjó þar sá, er hlífa skyldi - að minnsta kosti Framsóknarflokknum. landsmanna. Hann fær ekki einu sinni að sitja á friðarstóli síðasta spöl sinn á þingi. Hjálmar er að leika hættulegan leik. Tapi hann, sem ég geri fastlega ráð fyrir, þá munu andstæðingar úr öðrum flokkum geta bent á þá aug- ljósu staðreynd, að hann hafi sjálfur með framboði sínu lýst þeirri skoðun, að Framsókn eigi ekki möguleika á nema einum manni í kjördæminu. Því sé engin ástæða til að kjósa lista Framsóknar - Guðni sé vitaskuld ör- uggur sem efsti maður. Bröltið í Hjálmari mun því leiða til þess að besta von Suðurnesjamanna til að eignast öflugan þingmann verður að slá skjaldborg um Guðnýju Hrund Karlsdóttur, sem er í fjórða sæti á lista Samfylkingarinnar. Það er þingsæti í dag, og allir Suðurnesja- menn vita hverskonar framtíðarefni hún er - og þurfa ekki nema skoða í henni genin til að skilja það. Óafvitandi er því Hjálmar búinn að leggja öðrum flokkum til lurka til að lemja Framsókn með í kosningunum í vor - og leggja Samfylkingunni upp í hendurnar sterkt sóknarfæri gegn honum sjálfum og Framsóknar- flokknum á Suðurnesjum. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Umrœðan Framboð Hjálmars gegn varaformanni Össur Skarphéðinsson Nú hefur Hjálmar Árnason enn lagt lóð á vogarskálar þeirra, sem vilja koma Framsóknarflokknum fyrir kattarnef. Forystumaðurinn Hjálmar hefur lýst stríði á hendur öðrum forystumanni flokksins, og þeim vinsælasta, varaformanninum Guðna Ágústssyni. Atlaga Hjálmars gegn Guðna sem oddamanni framboðsíistans í Suður- kjördæmi felur í sér hörð og opinber átök milli varaformanns og þing- flokksformanns í aðdraganda þing- kosninga. Það er um það bil besta jóla- gjöfin sem andstæðingar Framsóknar gátu hugsað sér. Ástæðurnar eru margar, og líklega allar jafnaugljósar. í fyrsta lagi endurspeglar það djúpan skort forystu flokksins á sjálfstrausti, því framboð Hjálmars í fyrsta sætið gegn Guðna er ekki hægt að túlka öðruvísi en svo, að formaður þingflokks Framsóknar telji að flokks- ins bíði slíkt afhroð í kosningunum í vor að í Suðurkjördæmi fái Framsókn ekki nema einn mann kjörinn. Fram- boð hans er yfirlýsing um að eina leið hans til að halda þingsæti sé að verða í efsta sæti listans. f öðru lagi undirstrikar framboð Hjálmars að eldarnir sem loguðu víða um flokksskipið hafa nú læst sig í stýr- ishúsið. Opin, logandi átök hafa brot- ist inn í raðir forystunnar sjálfrar, þar sem þeir tveir, sem gegna valdamestu embættum að formanni frátöldum, takast á í hatrömmum átökum. í þriðja lagi munu átök svo valda- mikilla manna korteri fyrir kosningar tæta burt það litla traust á flokknum, sem eftir lifði meðal kjósenda. Þó litlar líkur séu á því að Hjálmari takist að berja köttinn Guðna úr tunnunni mun atlaga hans verða smiðshöggið sem lemur af henni síðustu gjörðina svo stafirnir þeytast einsog sprek um víðan völl þegar kemur í kosningar. Heift Halldórs Ásgrimssonar gagn- vart Guðna Ágústssyni virðist ætla að lifa lengur en allt annað orðspor hans í íslenskum stjórnmálum - að frátöldum afglöpum hans gagnvart írak. Hjálmar var helsti lautinant Halldórs, og framboð hans gegn Guðna verður ekki túlkað öðruvísi en sem áframhaldandi sókn gömlu flokkseigendaklíkunnar, sem ætlar ekkert til að spara til að koma Guðna úr stjórnmálum. Því hvernig sem úr- slit verða, þá er alveg ljóst, að atlagan veikir eina stjórnmálamann Fram- sóknar sem nýtur vinsælda meðal Fyrir veiðimanninn í fjölskyldunni þinni veidihornid.is Jólatil boð aðeins 38.995.. Simms Classic Guide vöðlusett. Simms Classic Guide Gore-tex vöðlur. Áralöng frábær reynsla veiðileiðsögumanna á Islandi tryggir gæðin. Simms Freestone skór með filtsóla. Sterkir skór með góðum ökklastuðningi. Simms Freestone vöðlusett. Simms Freestone öndunarvöðlur. Mest keyptu öndunar- vöðlurnar á markaðnum. Simms Freestone skór með filtsóla. Sterkir skór með góðum ökklastuðningi. Jólatilb oð aóeins 27.995. Scierra Blackwater vöðlusett. Scierra Blackwater vöðlurnar hafa reynst frábærlega vel við íslenskar aðstæður. Scierra skór með filtsóla. Léttir og sterkir skór. Vöðlutaska Ron Thompson öndunarvöðlusett. Ron Thompson Aquasafe öndunarvöðlur. Ron Thompson vöðluskór með filtbotni. Vatnsheldur Ron Thompson Aquasafe jakki með útöndun. Jólatilb oð ^óejns 28.995,- Erfitt að velja? Gefðu gjafabréf í stærstu veiðiverslun landsins. Þar er úrvalið Þú sérð jólatiiboðin iíka á veidihornid.is - Opið alla daga - Sfðumúli 8

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.