blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 36

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 36
44 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 blaöið Gleöileg jól á nokkrum tungumálum Albanska:Gezur KrísMnjden Arabíska: Milad Majid Brasilíska: Feliz Natal Kínverska (Mandarínska) Kung His Hsin Nien bing Chu Shen Tan ferðalö Króatíska: Sretan Bozic Danska: Glædelig Jul Hollenska: Vrolijk Kerstfeest en een Ge- lukkig Nieuwjaar! or Zalig Kerstfeast Esperanto: Gajan Kristnaskon Færeyska: Gledhilig jol og eydnurikt nyggjar! Gríska: Kala Christouyenna! Hebreska: Mo’adim Lesimkha. Chena tova Hindi: Shub Naya Baras Filippseyska: Maligayan Pasko! Pólska: Wesolych Swiat Bozego Narodzen- ia or Boze Narodzenie Rússneska: Pozdrevlyayu s prazdnikom Rozhdestva is Novim Godom Spænska: Feliz Navidad Taílenska: Sawadee Pee Mai or souksan wan Christmas Víetnamska: Chung Mung Giang Sinh ferdalog@biadid.net Jólin í Betlehem Það eru margir sem leggja leið sína til Betlehems til að upplifa jól á þeim stað þar sem þau fyrstu áttu sér stað. Kristin heimili í Betlehem merkja hurðir sínar með krossi og margir hafa búið til uppstillingu af Jesúbarninu í jötu sem stendur fyrir utan heimilið. Stór stjarna er fest upp á aðaltorgi bæjarins til að minn- ast betlehemsstjörnunnar sem leiddi vitringana á áfangastað. Mikil hátíðarmessa er haldin í Fæðingarkirkju Jesú Krists á að- fangadagskvöld. Á hverjum jólum er kirkjan skreytt með fánum og skrauti. Kirkjan er sögð standa á fæðingarstað Jesú Krists og í kirkjunni eru stigar sem leiða gesti niður undir gólf kirkjunnar. Þar er að finna lítinn hellisskúta þar sem frelsarinn á að hafa fæðst. Á jólunum er silfurstjarna hengd þar upp til að minnast fæðingar hans. Á aðfangadagskvöld safnast mikill fólksfjöldi saman við kirkjuna til að fylgjast með árlegri skrúðgöngu. Menn á hestum leiða gönguna og þeir bera krossa, á eftir koma prestar og embættismenn. Skrúð- gangan endar inni í kirkjunni þar sem styttu af Jesúbarninu er komið fyrir við altarið. SMÁAUGLÝ SINGAR blaöið— SMAAUGLYSINQAR@BLADID.NET Mikið að gera í innanlandsflugi fyrir jólin Akureyrar á föstudag Fyrir hátíðarnar eykst álag- ið í innanlandsflugi þar sem margir taka flug til að geta dvalið með fjölskyldu ogvinumyfirjólin. „Það eru mikið námsmenn sem fljúga heim til sín, bæði frá Reykja- vík og Akureyri. Síðan er fólk sem er að fljúga til fjölskyldu sinnar úti á landi og sömuleiðis til Reykjavík- ur, þannig að straumurinn liggur í báðar áttir,“ segir Inga Birna Ragn- arsdóttir, sölu og markaðsstjóri Flugfélags íslands. Inga Birna segir að það hafi orð- ið fjölgun á farþegum sem kjósa að fljúga innanlands frá því í fyrra. Ástæðuna segir hún meðal annars vera þá umræðu sem búin er að vera um slæma færð á vegum landsins. „Veðrið er líka búið að vera okkur hagstætt í desember og lítið um að flug falli niður vegna veðurs. Flug- ið veltur alltaf á veðrinu, ef veðrið leikur vel við okkur getum við flog- ið hvert sem er.“ segir Inga og bæt- ir við að spáin fyrir hátíðarnar sé mjög hagstæð og ef hún helst munu áætlanir á flugi standast. Síðustu tveir dagarnir fyrir jól eru alltaf annasamastir og búið er að bæta við ferðum til að svara því álagi sem þeim fylgja. „Við fljúgum til Ákureyrar, Egils- staða, Isafjarðar og Vestmannaeyja frá Reykjavík. Síðan er flogið frá Ak- ureyri til Vopnafjarðar, Grímseyjar og Þórshafnar. Á föstudeginum fyr- ir jól eru n ferðir áætlaðar til Akur- eyrar og 8 á Þorláksmessu. Það eru aðeins færri ferðir til Egilsstaða og 3-4 ferðir verða farnar til ísafjarðar. Það er líka mikið að gera á milli jóla og nýárs. „Við höfum lokað á jóladag en byrjum á fullum krafti á öðrum degi jóla. Það er líka mik- ið að gera á milli jóla og nýárs því að fólk vill þá kannski komast aftur heim til sín og eins til að dvelja hjá vinum og ættingjum yfir nýárið.” Síðustu flugvélarnar á aðfanga- dag taka á loft um hádegi þannig að allir ættu að komast til sinna áfanga- staða í tæka tíð til að halda gleðileg jól. Ellefu ferðir til <Sípx PÓSTURINN pakkana Síðasti öruggi skiladagur á jólakortum og -pökkum innanlands er miðvikudagurinn 20.12. Finndu pósthúsið næst þér á www.postur.is Komdu tímanlega með jólakortin og ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.