blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 8
blaöið ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 Eru að tapa stríðinu Colin Powell, fyrrum utanríkísráöherra Bandaríkjanna, segir aö Bandaríkja- menn séu að tapa stríðinu í (rak og efast um að möguleg fjölgun hermanna í Irak myndi einhverju skila. Hann segir þörf á nýrri hernaðaráætlun, enda ástandið mjög alvarlegt og fari sífellt versnandi. Hlíðarsmára 11 • Kópavogi Opnunartímar: Mán-föst 10-18 Laugard 11-16 Frá 14. des Mán-föst 10-22 Lagöi í bílastæði fyrir fatlaða: Dæmdur til iðrunar Ragheem Smith, 29 ára maður frá Suður-Karólínuríki í Bandaríkj- unum, hefur verið dæmdur til að standa fyrir utan búð með skilti þar sem hann biðst alla afsökunar á framferði sínu eftir að hafa lagt bílnum sinum ólöglega í stæði fyrir fatlaða. Á skiltinu sem hann þarf að bera stendur: „Ég er ekki fatlaður. Ég lagði bara bílnum hérna. Ég biðst afsökunar.“ Smith sagði dóm- aranum að hann hefði ekki efni á að borga sektina eða því vinnutapi sem þrjátíu daga fangelsi hefði í för með sér og fann dómarinn því þessa leið. Smith segist hafa lært sína lexíu. índland: Féllá kynjaprófi Santhi Soudarajan, sem vann til silfurverðlauna í 800 metra hlaupi kvenna á Asíumótinu í frjálsum íþróttum, féll á kynja- prófi eftir hlaupið um helgina. Keppendur fara ekki allir í kynjapróf á leikunum en hægt er að senda keppendur í slíkpróf telji mótsstjórn þörf á slíku. 1 bréfi mótsstjórnar til indverska frjálsíþróttasambandsins segir að Soudarajan, sem er 25 ára og frá Indlandi, „skorti líkamleg einkenni kvenmanns". Kepp- andinn var sendur heim eftir niðurstöðu prófsins, missti silfurverðlaunin og missti þátt- tökuréttinn í 1.500 metra hlaupi mótsins. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Meðferðarheimilið Byrgið hefur fengið árlegar fjárveitingar úr ríkis- sjóði þrátt fyrir að úttekt á vegum utanríkisráðuneytisins árið 2002 leiddi í ljós mikla fjármálaóreiðu. Þrátt fyrir að stjórnvöld vissu hvernig málum var háttað var ekk- ert aðhafst. „Ég kannast ekkert við þessa skýrslu," segir Einar Már Sigurð- arson, þingmaður Samfylking- arinnar og nefndarmaður í fjár- laganefnd Alþingis síðan 1999. í skýrslunni eru gerðar alvarlegar athugasemdir við fjármál meðferð- arheimilisins. Segir meðal annars að fjármálin hafi verið í molum og er mælst til þess að fjármálastjóri verði ráðinn sem myndi skila árit- uðum uppgjörum á hálfs árs fresti. Ekkert slíkt var gert og Byrgið fékk áfram styrki úr ríkissjóði. Frá upphafi nema þeir styrkir um 200 milljónum króna. 1 fréttaskýringaþættinum Komp- ási, sem sýndur er á Stöð 2, var fjallað um meint kynlífshneyksli tengt Byrginu og fjármálaóreiðu. Þar er Guðmundur Jónsson for- stöðumaður sakaður um að hafa misnotað stöðu sina gróflega gagn- vart konum i meðferðinni. Hann er einnig sakaður um að hafa mis- notað opinbert fé sem hann fékk til þess að reka Byrgið. I þættinum neitar hann alfarið ásökununum en ekki náðist tal af honum við vinnslu fréttarinnar. „Það er grafalvarlegt mál ef skýrslan var gerð og aldrei kynnt fyrir nefndinni," segir Einar Már Þetta er grafal- varlegt mál Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar Frétti fyrst af skýrslunni á mánudag Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra og bætir við að það hafi komið fyrir að meirihlutinn byggi yfir meiri vitneskju en minnihlutinn. Hann segir það með ólíkindum að fjárlaganefnd hafi veitt opinbera styrki án þess að búa yfir þessum upplýsingum eða vita yfirhöfuð um tilvist skýrslunnar. „Ég vissi fyrst af þessari skýrslu í morgun," segir Magnús Stefáns- son félagsmálaráðherra þegar rætt var við hann í gær. Hann segir að skýrslan hafi borist til félags- málaráðuneytis árið 2002 en þá var Páll Pétursson félagsmálaráð- herra. Magnús hefur óskað eftir fundi með stjórn Byrgisins en Guðmundur Jónsson er formaður stjórnarinnar. Þá óskaði félagsmálaráðuneytið eftir stjórnsýsluúttekt i nóvember. Aðspurður hvers vegna ekki var notast við fyrri skýrslu eða úttekt framkvæmd fyrr, segist Magnús ekki geta svarað þvi en hann tók við embætti á síðasta ári. Ekki náðist í Pál Pétursson, þá- verandi félagsmálaráðherra. veidikortid.is 2 9vatnasvæði fyrir aðeins 5000 krónur! Handbók með ítarlegum upplýsingum, kortum o.fl. fylgir! Fæst á ESSO, í veiðivöruverslunum og á www.veidikortid.is Höfum opnað nýja búð fulla af glæsilegum vörum að Hlíðarsmára 11, Kópavogi Persónuleg og góo þjónusta, meóan þú verslar þá leikur barnið sér í leikhorninu hjá okkur, alltaf heitt á könnunni.. Sætir þungum ásökunum Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins, hefur verið borinn þungum sökum í sjónvarpsþættinum Kompási en þar er því haidið fram að hann hafi I misnotað skjólstæðinga og sé sekur um fjármáiaóreiðu. Ráðuneyti hunsaði skýrslu um Byrgið: Styrktir þrátt fyrir óreiðuna ■ Málið grafalvarlegt ■ Skýrslu haldið leyndri ■Félagsmálaráðherra óskar eftir fundi

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.