blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 28
kolbrun@bladid.net Greinasafn Þorsteins Hjá Heimskringlu, háskóla- forlagi Máls og menningar, er komin út bókin Sál og mál eftir Þorstein Gylfason. Ritstjóri er Hrafn Ásgeirsson. Þorsteinn Gylfason var einn snjallasti rithöfundur þjóðar- innar. Fáum lét betur að setja hugsanir sínar í orð á greinar- góðan og skemmtilegan hátt, enda náðu skrif hans um heim- speki miklum vinsældum meðal almennings. Þessir eiginleikar koma berlega í Ijós í þessu greinasafni sem hann hafði lagt drög að þegar hann lést í ágúst 2005. í ritinu hefur umfjöllun um sálarfræði forgang þótt víðar sé komið við, ekki síst í málspeki með áherslu á sannleika og skilning. Það er safn tólf greina og skiptist í þrjá hluta. Nefnist sá fyrsti Sál, annar Mál og sá þriðji Sál og mál. í viðauka eru þrír fyrirlestrar sem Þorsteinn hélt á ensku og hafa þeir ekki verið birtir áður, auk þess sem þrjár greinanna eru áður óbirtar. Inngang ritar Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki, en ritstjóri safnsins er Hrafn Ásgeirsson, doktorsnemi í heim- speki. Þorsteinn Gylfason var pró- fessor í heimspeki við Háskóla (slands. Hann ritaði margt um fræði sín og önnur málefni og var auk þess mikilvirkur Ijóða- þýðandi. Hann hlaut stílverðlaun Þórbergs Þórðarsonar árið 1994. Hjá Heimskringlu hafa áður komið út bækur hans Tilraun um heiminn, Að hugsa á íslensku, sem hlaut Islensku bókmenntaverðlaunin 1996, og Réttlæti og ranglæti. Ferðasaga á hjóli Bókaútgáfan Ormstunga hefur gefið út bókina Með skör járntjaldsins - Hugsað upphátt á rafleiðinni frá Gdansk til Istanbúl eftir Jón Björnsson sálfræðing. Þar lýsir hann ferðalagi sínu á hjóli frá strönd Póllands suður í Miklagarð. Jón hjólaði upp með ánni Vislu norðan frá Eystrasalti suður að Karpatafjöllum og svo áfram suður yfir fjöllin, niður með Dóná og allar götur til Istanbúl, borgarinnar á enda Evrópu. Leiðin lá um Pólland, Slóvakíu, Ungverjaland, Króatíu, Serbíu, Búlgaríu og Tyrkland. [ bókinni bregður Jón upp myndum af ferðalaginu og fléttar inn í frásögnina hvers kyns fróðleik. Ragna Aðalsteinsdóttir „Ég hef alltaf verið sjálfstæð. Ég missti móð ur mína þegar ég var átta ára og þá varð ég að standa mig." Hef alltaf verið sjálfstæð llt bendir til þess að Ljósið í djúpinu, ævi- saga Rögnu Aðalsteins- dóttur á Laugabóli eftir Reyni Traustason verði söluhæsta ævisaga þessa árs. Ragna ólst upp á Laugabóli við Isafjarðardjúp og tók við búskap af föður sínum. Ævi hennar hefur sannarlega ekki verið áfallalaus, því Ragna hefur misst marga sér nákomna, þar á meðal börn og barnabörn í snjóflóðum og slys- um. „Reynir tók viðtal við mig fyrir tíu árum, eftir Súðavíkurslysið. Eftir það sagði ég alltaf að ef ein- hver skrifaði bók um mig þá yrði það Reynir því mér fannst eins og ég hefði alltaf þekkt hann. Hann er persónuleiki sem maður gleymir ekki,“ segir Ragna. „Ég heyrði síð- an ekkert frá honum fyrr en um síðustu áramót þegar hann kom vestur og við ákváðum að skrifa bók.“ Engin skömm í þunglyndi Ragna hefur lifað mikla harma, af þremur börnum hennar er einungis eitt á lífi, tvö fórust í snjóflóði, einnig missti hún tvö barnabörn. „í öllum tilvikum kom dauðinn mjög snögglega," segir hún. „Dauði nákominna er alltaf erfiður og ekki léttari þegar hann kemur eins og snöggt högg. Það er erfitt að takast á við sorgina og erfiðast í byrjun. Þetta er sorg sem maður ber alla ævi en maður verður samt að takast á við hana. Ég lagðist inn á geðdeild. Ég átti engra annarra kosta völ því mér var kastað út af spítalanum á ísa- firði þar sem ríkti það gamla við- horf að fólk ætti ekki að leita sér hjálpar í þunglyndi. Margir halda að inni á geðdeild sé bara ruglað fólk en það er ekki þannig, þar er fólk sem er til dæmis að takast á við veikindi, skilnað eða dauða ást- vina. Það er engin skömm að því að þjást af þungíyndi." Hef orðið að standa mig Ragna eignaðist þrjú börn en hefur aldrei gengið í hjónaband: „Ég er mjög rómantísk en ég tók þá ákvörðun að ganga ekki í hjóna- band en eignast samt börn. Ég hef alltaf verið sjálfstæð. Ég missti móður mína þegar ég var átta ára og þá varð ég að standa mig. Þegar maður giftir sig ekki þá er annað hvort að duga eða drepast. Maður tekst á við tvöfalda ábyrgð og það herðir mann. Maður hefur engan að treysta á annan en sjálfan sig Ragna hefur í áratugi tekið að sér börn og ógæfumenn, eins og lýst er í ævisögunni. „Ég hef gert þetta af innri þörf,“ segir hún. „Ég hafði mikla þörf fyrir að hafa krakka í kringum mig og mér fannst alltaf eins og ég ætti öll þessi börn. En ég tók ekki að mér börn á sama tíma og ég var með ógæfumenn og drykkjumenn á heimilinu. Það er ekki hægt að bjóða börnum upp á slíkt. Ég reyndi að tala um fyrir drykkjumönnunum sem höfðu við- komu hjá mér, það er alltaf léttara að ræða slíkt við ungt fólk en þá eldri sem koma og fara og falla aft- ur og aftur.“ Ragna segist ánægð með met- sölubókþeirra Reynis: „Mér finnst bókin góð og ég er líka ánægð með Reyni. Það er alltaf hægt að segja meira en gert er í bókinni, en er ekki bara betra að láta fólk geta í eyðurnar?“ menningarmolinn n Edith Piaf fæðist Á þessum degi árið 1915 fæddist hin heimsþekkta franska söngkona Edith Piaf í París. Móðir hennar var táningsstúlka sem glímdi við eitur- lyfjavanda og faðir hennar, sem var götufimleikamaður og helmingi eldri en barnsmóðir hans, barðist á þessum tíma á vígstöðvunum. Móðir Edithar yfirgaf hana þegar hún var ungbarn og Edith ólst upp hjá ömmu sinni. Á táningsaldri hóf hún að syngja með föður sínum en faðir hennar var myrtur árið 1935. Edith var tvítug og sá fyrir sér með vændi og götusöng. Árið 1936 kom hún fram í útvarpi og tæpum ára- tug seinna var hún orðin ein ástsæl- asta söngkona Frakka. Hún var heimsfræg þegar hún lést árið 1963 og hafði þá glímt við eiturlyfjavanda og átt stormasamt einkalíf.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.