blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 blaðiö VETUR SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17. Sími 568 5100. Innrás ferðamanna og útrás tónlistarfólks Þessu til viðbótar er einnig gaman að geta þess að útrásar- stefna okkar á sviði afþreyingar og tónlistar ber mikinn ávöxt þessa dagana. Við þekkjum frægð- arferðir margra góðra tónlistar- manna. Björk og Sigur Rós koma vitaskuld fyrst upp í hugann. Og yngri og nýrri tónlistarmenn eru farnir að láta að sér kveða úti í hinum stóra heimi. Má nefna hljómsveitina BangGang sem er að gera athyglisverða hluti í Banda- ríkjunum og má lesa um á heima- síðu hljómsveitarinnar. Og síðast en ekki síst er ástæða til að vekja athygli á þeirri athygl- isverðu staðreynd að sjálft Latabæj- arlagið er nú komið í 4. sæti breska vinsældarlistans. Þetta er góður árangur og í takt við vaxandi sölu íslenskrar tónlistar. Þetta eru allt dæmi um framtak fólks sem hefur Island í farteskinu og haslar sér völl á erlendri grund á vettvangi þar sem samkeppni er hörð og mikil. Þetta er ánægju- legur árangur á sviðum sem eru að verða enn meira gildandi um allan heim og marka núna mikil spor í íslenskt atvinnulíf og samfélag. Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Það gleður hjarta gamals for- manns Ferðamálaráðs að sjá fréttir af heimasíðu Ferðmálastofu um fjölgun ferðamanna hingað til lands. Ef skoðaðar eru tölur fyrir fyrstu 11 mánuði ársins þá nemur fjölgunin 9,4% og aukningin ein, sem er 32 þúsund farþegar, er samsvarandi komum allra ferðamanna hingað til lands í maímánuði. Þetta eru sannar- lega uppörvandi tölur. Og ef við skoðum allra nýjustu töl- urnar þá eru þær enn meira sláandi. I vetur hefur mikil aukning ferða- manna orðið milli ára. Þannig var fjölgunin í október 18,6% og fjölg- unin-36,4% í nóvember miðað við sömu mánuði í fyrra. Þetta sýnir okkur góðan og mik- inn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu. 36,4% fjölgun er ævintýralega góður árangur þó að við vitum að einn mánuður er ekki nægjanlegur sem mælikvarði einn og sér á árangur. Það sem er sérlega athyglisvert er að aukningin er svo mikil að vetrarlagi. Einmitt á því tímabili ársins sem við vildum gjarnan sjá aukningu. Þetta þýðir nefnilega lengingu ferða- mannatímabilsins og bætta nýtingu á fjárfestingum í farartækjum, hót- elum, veitingahúsum og afþreyingu. Á heimasíðu Ferðamálastofu svarar Ársæll Harðarson, forstöðu- maður markaðssviðs Ferðamála- stofu, því hver sé ástæða þessarar aukningar. Hann segir: „I fyrsta lagi er frekar lítið um að erlendir Einar K. Guðfinnsson starfsmenn séu farnir til síns heima á ný, og okkar talning er brottfarar- talning sem fer fram við brottför í Keflavík. I öðru lagi er vitað um þó nokkurn fjölda erlendra starfs- manna sem hafa farið í frí til síns heima undanfarið og hafa þeir flestir farið beint frá Egilsstöðum í flugi, en brottfarartalningin nær ekki yfir aðra flugvelli en í Keflavík. En auðvitað eru einhverjir erlendir verkamenn í tölunum, þó þeir skipti ekki þúsundum.“ Mikið um leikreglur - minna um siðferði og dómgreind Silfur Egils var á sínum stað um helgina og var ég þar mættur að þessu sinni. Tvennt vakti sérstaklega athygli í þættinum. í fyrsta lagi af hve miklum ákafa Illugi Gunnars- son, Sjálfstæðisflokki og Hjálmar Árnason, Framsóknarflokki, töl- uðu um hið frábæra samstarf flokka sinna á undangengnum hálfum öðrum áratug. Var greinilegt að þeir vilja öllu öðru framar að framhald verði þar á að afloknum næstu kosningum. Illugi virtist jafnvel enn ákafari í bónorðum og ástarjátningum en Hjálmar. Það var þess vegna ekki út í loftið hjá Kristrúnu Heimis- dóttur, Samfylkingu, að segja að at- kvæði greitt Sjálfstæðisflokki væri atkvæði greitt Framsókn! Það er augljóst að nú eru að teiknast upp línurnar fyrir komandi kosningar en þar verða átakafletirnir á milli stjórnar og stjórnarandstöðu. Hitt sem vakti athygli í þættinum voru áherslur flokkanna varð- andi einkavæðinguna. Kristrún Heimisdóttir fór skilmerkilega yfir hvernig óeðlilega hefði verið staðið að einkavæðingu íslenskra aðalverktaka. Þar hefðu leikreglur verið brotnar að hennar mati. Krist- rún sá ástæðu til að taka sérstaklega fram að hún væri ekki á sama báti og Vinstrihreyfingin - grænt fram- Ástarbrími og orðfærí í opin- berrí umræðu Ögmundur Jónasson boð varðandi einkavæðinguna. Hún væri ekki andvíg henni heldur sneri gagnrýni hennar að því að ekki hefði verið farið að settum leikreglum. Allt væri þetta spurning um leikregl- urnar. Ég nefndi það í þættinum að hugtakanotkunin segði sína sögu. Reglurnar skipta vissulega máli en hvað um sjálfan leikinn? Er hann í lagi? Er í lagi að gera Landssíma Is- lands að fjárfestingarfyrirtæki sem þjónustar íandsmenn í samræmi við þann arð sem hvert viðvik gefur? Er í lagi að umbrey ta þjóðfélagi okkar og gefa það markaði og græðgi á hönd? Skiptir engu máli að í landinu skuli nú stefna í átt til aukins misréttis, meðal annars vegna einkavæðingar- fársins? Skyldu fátækir landsmenn orna sér við þá tilhugsun að millj- arðamæringar maka nú krókinn sem aldrei fyrr? Gæti verið að auk þess að tala um leikreglur ættu full- trúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknar- flokks og Samfylkingar að fara að dæmi okkar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði og tala líka um stefnuna sem slíka og þá einnig um pólitíska dómgreind og siðferði? Er það ekki umhugsunarefni að á sama tíma og menn forðast umræðu um einkavæðingarstefnuna og vilja beina henni einvörðungu að leikregl- unum þá skuli æ sjaldnar heyrast minnst á hugtök á borð við siðferði og dómgreind? Höfundur er þingmaðurVinstri hreyfing- arinnar - græns framboðs (Reykjavík.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.