blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 16
16 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006
ÞAU SÖGÐU
EKKI AFTUR UNDIR DANAKÓNG
Það er enginn að tala um varanlega
viðveru herafla hér á landi.“
GRÉTAR MÁR SIGURÐSSON, RÁÐUNEYTISSTJÓRII UTANRIKISRAÐUNEYTINU, (
MORGUNBLAÐINU FYRIR VIÐRÆÐUR VIÐ DANI UM VARNARMAL.
f UPPHAFI SKYLDI ENDINN SKOÐA
Þetta er ofvaxin lítil mynd sem óvart varð að sextíu manna veislu með stórleikurum,
JJeldri borgumm, bömum og endalausu magni afíslenskum kökum og brauðtertum/
ÍSOLD UGGADÓTTIR sem gerði STUTTMYNDINA góðir gestir sem var valin
TIL SÝNINGA A SUNDANCE-KVIKMYNDAHAtIÐINNI IVIÐTALIIMORGUNBLAÐINU.
4
Síðasta setning Fermats og
Um sársauka annarra
V.
Rakin saga lögmáls í stærðfræði, um að til væri dásamleg
sönnun þess. f söguna fléttast ástir og örlög, en líka
stórkostleg för mannsandans um ævintýraheima
stærðfræðinnar. Rakin er glíma stærðfræðinga við
lausn gátunnar. Metsölubók - lofuð í senn fyrir að
vera grípandi reyfari og góð fræði.
Ahorfandi að hörmungum og sársauka annarra - í öruggri
fjarlægð heima í stofu. Tættir líkamar, logandi bílhræ,
glerbrot og blóð, aftökur í beinni, fjöldagrafir, pyntingar,
húsarústir og varnarlaust fólk grátandi. Hvað skilja svona
myndir eftir? Samúð? Andúð? Hefndarhug? Hvetur
reynslan til umhugsunar eða deyfir hún okkur og slævir?
Hið íslenska bókmenntafélag
Skeifunni 3b • Sími 588 9060 • Netfang: hib@ islandia.is • Heimasíða: www.hib.is
J
Bætum nýjum vörum við daglega!
f/r'ir
Barnafatnaður
Jakkaföt
Stakir jakkar
Frakkar
Buxur
Skyrtur
Bindi
Bolir
Peysur
Kápur
Blússur
Pils
Kjólar
Toppar
Sokkar
Hanskar
Treflar
Vettlingar
Húfur
Nærfatnaður
m
w
Sængurfatnaður
og handklæði
á gjafverði!
V/zaí ZZaíA SAAaíA
Opið virka daga 11-19 laugardaga og sunnudaga 12-18
Oryggi a Keflavikurflugvelli Orygg-
isfyrirtæki eru ósátt við að fá ekki
endurnýjaða samstarfssamninga vegna
öryggisgæslu á Keflavíkurflugvelli. Ver-
ið er að vinna að heildstæðri mynd og
von á niöurstöðum eftir áramót.
umaaœuammb,.. ■ Hi
Öryggisgæsla á Keflavíkurflugvelli:
Á silfurfati til
sýslumanns
■ Samið án útboðs ■ Þjónusta einkaaðila ódýrari
Eftir Trausta Hafsteinsson
trausti@bladid.net
„Að mínu mati eru þessi vinnu-
brögð út í hött. Úttektir sýna fram
á að þjónusta einkafyrirtækjanna
er ekki aðeins helmingi ódýrari
heldur fékk hún líka hæstu ein-
kunn. Þarna er einfaldlega verið að
afhenda sýslumanni þetta verk á
silfurfati,“ segir Sigurður Jónsson,
framkvæmdastjóri Samtaka versl-
unar og þjónustu.
Um mitt sumar var gerður hálfs
árs samningur við öryggisfyrir-
tækin Securitas og Öryggismiðstöð-
ina vegna aukinnar kröfu um örygg-
isgæslu á Keflavíkurflugvelli. Um
áramótin renna þeir samningar út
og utanríkisráðherra hefur ákveðið
að óska ekki eftir frekara sam-
starfi við fyrirtækin. Þess í stað
hefur hann falið sýslumanninum
á Keflavíkurflugvelli að sjá um
alla öryggisgæslu, án útboðs. Jón
Egill Egilsson, skrifstofustjóri varn-
armálaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, bendir á að aldrei hafi
farið fram útboð á öryggismálum.
„Hvorki fyrr né síðar hefur farið
fram útboð á öryggiseftirliti á Kefla-
víkurflugvelli. Það var ekki þegar
þessi fyrirtæki voru ráðin og ekki
núna heldur," segir Jón Egill.
Vísar á ríkisstjórnina
Jóhann R. Benediktsson, sýslu-
maður á Keflavíkurflugvelli, segir
öryggisfyrirtækin hafa verið ráðin
tímabundið til þess að leysa ákveð-
inn vanda gagnvart flugfarþegum
til og frá Bandaríkjunum. Nú sé
búið að leysa þá stöðu. „Það var
ríkisstjórnin sem ákvað að færa öll
verkefnin til okkar og á sama tíma
er hún að fara heildstætt yfir þessi
mál. I þessu tilviki á útvistunar-
stefnan alls ekki við,“ segir Jóhann.
„Hér er verið að gera flókinn hlut
Rikisstjórninni
verði gefinn timi
til að klára sína
vinnu
Jóhann R. Benediktsson,
sýslumaður á
Keflavíkurflugvelli
einfaldan. Þær tölur sem nefndar
hafa verið eru fjarstæðukenndar
og ég mæli með því að ríkisstjórn-
inni verði gefinn tími til að klára þá
vinnu sem framundan er.“
Engin svör
Guðmundur Arason, fram-
kvæmdastjóri Securitas, er ósáttur
við að fá engin svör frá þeim ráðu-
neytum sem bera ábyrgð á sam-
komulaginu við sýslumanninn á
Keflavíkurflugvelli.
WHann segir þjónustu sýslu-
mannsins tæplega helmingi dýrari
en hjá Securitas. „Þarna er algjör-
lega farið á svig við stefnu ríkis-
stjórnarinnar og þrjú ráðuneyti
sameinast um brotin. Við höfum
leitað eftir svörum frá þeim en
engin haldbær rök fengið,“ segir
Guðmundur. „Málið virðist vera
mjög viðkvæmt hjá ráðuneytunum
og ég er mjög ósáttur við fyrirkomu-
lagið allt saman.“
Skýr stefna
Jón Egill ítrekar að verið sé að
vinna að heildstæðri mynd í ör-
yggismálum sem verði öllum til
hagsbóta.
„Þegar fyrirtækin voru ráðin
urðum við að bregðast bratt við
breyttum aðstæðum. Breytingin
núna er alls ekki vegna þess að
þau hafi staðið sig illa í þessu. Nú
er búið að skipa nefnd og ég reikna
með niðurstöðum fljótlega upp úr
áramótum. Eftir engu er að bíða
og málið komið í ákveðinn farveg,“
segir Jón Egill.
alla miðvikudaga
Auglýslngaslmlnn er 5103744 blaðið=