blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 10
LISTMUNASALA
-i-.
10 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006
blaAiö
Gjafakarfa sælkerans
eilsuhúsið
Margar tegundir af gjafakörfum
með spennandi sælkeravörum.
Skólavörðustlg, Kringlunni, Smáratorgi, Lágmúla & Selfossi
NOREGUR
UTAN ÚR HEIMI
Olíurisi verður til
Norska olíufélagið Statoil mun taka við olíu- og gasframleiðslu Norsk
Hydro og verður stofnað nýtt félag um framleiðsluna. Reiknað er með
að yfirtökunni verði lokið um mitt næsta ár og mun norska ríkið eiga
62,5 prósenta hlut í félaginu sem verður rekið undir nýju nafni. Eftir
sameiningu mun félagið framleiða 1,9 milljónir tunna á dag.
Útboð á tíðnisviði:
Þriðja kynslóð
væntanleg
Póst- og fjarskiptastofnun mun
innan skamms bjóða út tíðnisvið
fyrir þriðju kynslóð farsíma.
Hagsmunaaðilar munu hafa frest
þar til á morgun til að skila inn
umsögnum og athugasemdum
en áætlað er að tíðnisviðum
verði úthlutað í apríl á næsta ári.
Fjórum aðilum verður út-
hlutað tíðnum og verður gerð
lágmarkskrafa til hvers tíðni-
rétthafa um að þjónustan nái til
að minnsta kosti 6o prósenta
íbúa í öllum landsfjórðungum.
Þriðja kynslóð farsíma tryggir
neytendum hraðari gagnaflutn-
ing en hefðbundin GSM-far-
símaþjónusta býður upp á.
Ráðuneyti ein mega nota Ráðherrabústað:
Jaðrar við skít-
kast hjá Merði
Brettapakkar
20% afsláttur
UTILIF
SMÁRALIND SÍMI 545 1550 o GL/ESIB/E SÍMI 545 1500 o KRINGLUNNI SÍMI 545 1580
■ Ráðherrar pöntuðu veislu Halldórs
■ Framsókn hluti af ríkisvaldinu
Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur
ingibjorg@bladid.net
„Mér finnst þetta jaðra við ómerkilegt
skítkast hjá Merði að vera að velta sér
upp úr þessu,“ segir Hjálmar Árna-
son, þingflokksformaður Framsókn-
arflokksins. I haust hélt þingflokk-
urinn kveðjuhóf til heiðurs Halldóri
Ásgrímssyni, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu. Samkvæmt svari for-
sætisráðherra við fyrirspurn Marðar
Árnasonar, þingmanns Samfylking-
arinnar, eru ráðuneytum heimil af-
not af Ráðherrabústaðnum með því
skilyrði að gestaboð eða fundir séu
haldnir af ráðherra.
„Mér finnst þetta mál sýna að þing-
flokkur Framsóknarflokksins sé far-
inn að líta á sjálfan sig sem hluta af
ríkisvaldinu,“ segir Mörður.
í svari forsætisráðherra kemur
einnig fram að ráðuneyti þurfi ekki
að borga fyrir afnot af Ráðherrabú-
staðnum en að kostnaður og við-
hald greiðist af forsætisráðuneyti.
Sérstakur kostnaður, sem stofnað
er til vegna afnota ráðuneyta af bú-
staðnum, greiðist af viðkomandi
ráðuneyti.
Að sögn Hjálmars voru það ráð-
herrar í ríkisstjórn Islands, eins og
hann orðar það, sem pöntuðu bústað-
inn til kveðjuhófsins þar sem þing-
flokkurinn gat það ekki reglum sam-
kvæmt. Hann segir þingflokkinn
einnig hafa greitt fyrir kveðjuhófið,
það sé alveg á hreinu. Um það hvort
Þingfíokkurínn
greiddi
Hjálmar
Árnason, þingmaður
Framsóknarflokksins
Kvaddurmeð
stæl
Halldór
Ásgrímsson, fyrrver-
andi forsætisráðherra
ráðuneytið hafi þurft að greiða fyrir
veisluna og þingflokkurinn síðan
ráðuney tinu segir þingflokksformað-
urinn: „Það er bara praktísk útfærsla.
Kjarninn er sá að það er þingflokkur-
inn sem borgar. Þetta fellur ekki á
ríkissjóð."
„Ég tel á engan hátt óeðlilegt að
haldið sé kveðjuhóf í Ráðherrabú-
staðnum til heiðurs einstaklingi sem
er búinn að vera í þjónustu þjóðar-
innar í 32 ár, þar af sem ráðherra í rík-
isstjórn í um 20 ár, án þess að kostn-
aðurinn falli á ríkissjóð," leggur
Hjálmar áherslu á.
mng 1
Galleríi Fold
Opi& til kl. 22
Tryggvi Ólafsson
Verk eftir fjölmarga listamenn gallerísins
Vaxtalaus lán til listaverkakaupa
jÁ . Ét&uU
Kjartan Guöjónsson
Kringlunni, 2. hæS, sími 5680400
Rauðarárstíg 14, sími 5510400 ■ www.myndlist.is
Gallerí Fold • Rauðarárstíg og Kringlunni