blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 19.12.2006, Blaðsíða 20
blaðið blaðiö !1JW- Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúar: Ár og dagurehf. Sigurður G. Guðjónsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Elín Albertsdóttirog JanusSigurjónsson Ekki allt sem sýnist „Ekki er allt sem sýnist,“ sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson, frétta- stjóri fréttastöðvar Stöðvar 2, er hann las upp og útskýrði rekstur og kynlífsfíknir Guðmundar Jónssonar, forstöðumanns meðferðarheim- ilisins Byrgisins. Þátturinn Kompás var sýndur á Stöð 2 í fyrrakvöld. í fréttaþættinum var útskýrt hvernig ríflega tuttugu manns lýsa óhefðbundnu kynlífi Guðmundar með ungum konum sem hafa leitað til Byrgisins til að losna undan fíkn í eiturlyf og áfengi. Einnig kom fram, en fór minna fyrir, að utanríkisráðuneytið lét fara yfir starfsemi meðferðarheimilisins; bókhald og fjölda fíkla í meðferð árið 2001. í skýrslu ráðuneytisins stendur að fjármál Byrgisins séu í molum. Skammtímaskuldir miklar og upplýsingar um fjármálaleg málefni, eins og ráðuneytið nefnir, á veikum grunni. Skil milli per- sónulegs bókhalds og Byrgisins séu óskýr. „Ég er ekki á háum launum. Ég get hins vegar staðfest að á hverju ári, til að núlla félagið, hef ég tekið persónuleg lán og borgað,“ sagði Guðmundur. Þegar skýrslan var rituð hafði Byrgið í tvö ár stundað starfsemi sína í Rockville, húsi varnarliðsins á Miðnesheiði. Þrátt fyrir skýrsluna, sem aldrei var gerð opinber, segir frá því að ríkið keypti Ljósafoss í Grímsnesi undir meðferðarheimilið fyrir 118 milljónir króna árið 2003. Samkvæmt tölum sem Blaðið fékk frá félagsmálaráðuneytinu fékk Byrgið 7,2 milljónir á fjárlögum og rúmar tólf á aukafjárlögum, sam- tals 19,2 milljónir, árið 2001. Það fékk 12,4 milljónir ári síðar, þrjátíu milljónir árið 2003 og svo stighækkanir frá því ári upp í rúmar 37 milljónir í ár. Ríkið fór einnig, samkvæmt tölunum, að greiða húsa- leigu fyrir meðferðarheimilið eftir að Byrgið flutti upp í Grímsnes, sem hlýtur að teljast afar sérstakt þar sem ríkið keypti sjálft jörð- ina. Á næsta ári er gert ráð fyrir 38 milljónum króna á fjárlögum til meðferðarheimilisins. Hafði ekki hugsað mér að gera lítið úr meintu siðleysi Guðmundar með því að líta á hina hlið málsins, fjármálaóreiðuna. Hvaða ábyrgð ber ríkisstjórnin á henni? Þarf hún eícki að útskýra hvers vegna ráðu- neytið kærði aldrei fjármálaóreiðuna til lögreglunnar? Þarf hún ekki að útskýra af hverju var ekki farið fram á traustara bókhald? Þarf hún ekki að útskýra af hverju skýrslunni var haldið leyndri eða var það ein- ungis á ábyrgð þáverandi utanríkisráðherra, Halldórs Ásgrímssonar? Getur verið að fjármálaóreiðan hafi þótt ásættanlegt svo ekki þyrfti að móta heildstæða stefnu í meðferðarmálum á landinu? Það flögr- aði að mér þegar önnur konan sagði engan hafa brugðist við í Byrg- inu. Meðvirkni, útskýrði hún og bætti við: „Fólk hafði ekki annað að leita.“ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aöalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins ‘full tmo aj nyjum vorum Tráfoœr verð og gœcfí - ‘PersónuCegýjónust'd Mán-fös 11-17 Lau 11-16 I flÉll BPin Hamraborg 7, Kópavogi, Sími 544 4088 lltsölustaðir: Esar Húsavík, Dalakjör Búðardal, Snyrtivöruverslunin Nana Lóuhólum, Heimahornið Stykkishólmi, Sælukjallarinn Patreksfirði, Efnalaugin Vopnafirði, Pex Reyöarfirði 20 ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 2006 EG- HvLp nv >Ftrfl SÁ MÁLifi VfíLQ-mpuk. — N'>KKVR VFpiMÚ S/trvfr PilLí NN »& víc> amjivt TeHGit> Vif E'k??6Pu5flivlBA'N»fí>. NeMA ETfOtr Sft/Mr íF HoWu/vT. Rrív 3* Meintum Alþýðubanda lagsþingmanni svarað Það er vont hlutskipti að standa upp frá ströngu og erfiðu verki og finna að það er forgefins unnið. Þannig er þó líðan margra íslenskra sósíalista sem mann fram af manni hafa unnið að sameiningu allra svo- kallaðra vinstriflokka landsins en standa ævinlega í sömu sporum. Mér varð það á í grein hér i Blað- inu fyrir skömmu að benda á það, sem hverju mannsbarni er raunar ljóst, að Samfylkingin er að verða al- veg eins og gamli Alþýðuflokkurinn meðan Vinstri grænir gegna með prýði uppreistarhlutverki Alþýðu- bandalags og þar áður Sósíalista- flokks íslands. Einar Már Sigurðs- son, þingmaður Samfylkingarinnar, á bágt með að kyngja þessum veru- leika og gerir tilraun til að svara greinarkorni mínu í síðustu viku en ferst það heldur óhönduglega. Skiptir máli hvernig menn eru markaðir? Þingmaðurinn byrjar grein sína á að mæra sagnagleði mína, sem ég sé ekki alveg að komi þessu máli við, en þakka hólið. Hann hnýtur svo um þá setningu mína sem er raunar hálfgert aukaatriði þessa máls að síðustu Alþýðubandalagsþingmenn- irnir eru nú á förum úr þingflokki Samfylkingarinnar. Einar hendir hér það sama og margt barnið í lestrarprófum í gamla daga að lesa fullhratt og orðið Alþýðubandalags- þingmaður skreppur saman í Ál- þýðubandalagsmaður og hann rifjar síðan upp að margir af núverandi þingmönnum Samfylkingar hafi verið í Alþýðubandalaginu. Sleppir reyndar í þeirri upptalningu Össuri sem þó var hæst settur allra núver- andi Samfylkingarþingmanna í Al- þýðubandalaginu en gekk reyndar yfir í Alþýðuflokkinn áður en nafn- inu var breytt! Viðhorf Bjarni Harðarson Það að einhverjir núverandi þing- menn hafi á æskuárum tyllt fæti í Alþýðubandalaginu eins og til dæmis Hjálmar vinur minn Árna- son gerði líka, breytir engu í verald- arsögunni. Við ritun greinarinnar var mér reyndar fullkunnugt um að Einar Már var um skeið vara- þingmaður Alþýðubandalagsins en ég hef einfaldlega ekki litið svo á að varaþingmenn tilheyri þingflokki með sama hætti og alþingismenn. Eða fremur hvar þeir marka sér bás? 1 umræddri grein um Samfylk- inguna vakti ég fyrst og fremst athygli á að Samfylkingin hefur smám saman fært sig yfir á margt það versta sem gamli Alþýðu- flokkurinn stóð fyrir og Alþýðu- bandabandalagið barðist enda hatrammlega gegn. Þetta á við um þá stefnu frá í vor að vilja rústa íslenskum landbúnaði með einu pennastriki. í Evrópumálum er flokkurinn löngu orðinn jafn kaþ- ólskur og harðasta liðið í kringum Jón Baldvin Hannibalsson á sínum tíma. Flokkur þessi stendur fyrir grimulausri borgríkisstefnu þar sem engin áhersla er lengur lögð á viðgang landsbyggðarinnar. Stefnan er köld raunhyggja reikni- stokksins og helsta mótvægi innan flokks við þessa stefnu er sem fyrr heiðurskonan Jóhanna Sigurðar- dóttir. Það hefur einfaldlega ekk- ert breyst. Ég vakti athygli á að nýleg ræða Ingibjargar Sólrúnar væri staðfest- ing á þessari hægrisinnuðu stefnu flokksins. Þar er á mannamáli boðað að Samfylkingin eigi nú að láta af öllum óstjórntækum Al- þýðubandalagsstælum en verða ábyrg og hægrisinnuð eins gamli Alþýðuflokkurinn var. Um þennan hluta greinar minnar vill fyrrver- andi Alþýðubandalagsvaraþing- maður auðvitað ekkert tala! Höfundur er bóksali á Selfossi og sækist eftir öðru sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi Klippt & skorið Það er erfitt að ímynda sér að þeir Egill Helgason og Björn Bjarnason geti deilt sömu gangstétt hvað þá meir, en undanfarnar vikur hafa skotin gengið á milli þeirra á vefsíðum þeirra. Þannig nefndi Egill það síðastliðinn fimmtudag, að Björn hefði skrifað að Björn Ingi Hrafns- son hafi í Kastljósi ekki látið þá Dag B. Eggertsson og Helga Seljan „eiga neitt inni hjá sér". Svo hélt Egill áfram: „Þetta er reyndar hugtak sem Björn notar oft - „að láta ekki eiga inni hjá sér". Hvers konar pólitík er það annars?" spyr Egill. En við nánari athugun með aðstoð Google og ámóta leitartækja kemur í Ijós að þetta er ekki rétt athugað hjá Agli: Björn hafði aldrei notað þetta hugtak í skrifum sínum síðan hann opn- aði vef sinn fyrir tæpum tólf árum fyrr en f fyrr- greindri færslu um Kastljós. Þrátt fyrir samningaumleitanir innan Frjálslynda flokksins lítur út fyrir að umrædd sátt endist ekki jólin, en Margrét Sverrisdóttir og stuðningsmenn hennar tala um að Jón Magnússon, hæstaréttar- lögmaður, oghansfólksé að reyna „fjandsamlega yfirtöku" á flokknum. En kannski aðrir þurfi að ótt- ast slíktmeiraen Margrét. Á Kúbu liggur Fídel Kastró fyrir dauðanum og bollaleggja menn þar í landi mjög hvað taki við að honum gengnum. Hver skyldi hins vegar hafa ákveðið að halda til Kúbu um jólin - hvort sem þeim verður frestað að þessu sinni eður ei - nema margnefndur Jón Magnússon? Raúl Kastró, næstráðanda Fídels bróður síns, er því sjálfsagt hollast að vera var um sig. Og meira um íslandstengingar einræð- isherra: Mörgum lesendum Morg- unblaðsins brá í brún á laugardag þegar þeir opnuðu miðopnu blaðsins þar sem við blasti flennistór mynd af foringja þriðja ríkisins, Adolf Hitler. Ekki minnkaði undrunin þegarmynda- textinn var lesinn, en hann greindi lesendum frá því að þetta væri Jóhannes Zoéga, fyrr- verandi hitaveitustjóri. Hitler hvarf sem kunnugt er í lok síðari heims- styrjaldar og hafa ýmsar kenningar verið uppi um afdrif hans, þó flestir fallist á að hann hafi fyrirfarið sér. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.