blaðið - 03.03.2007, Síða 2

blaðið - 03.03.2007, Síða 2
2 LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 blaöiö VEÐRIÐ I DAG Urkoma Rigning eða slydda sunnan- og aust- anlands, en él eða dálítil snjókoma norðvestantil. Hægt hlýnandi veður og hiti 0 til 5 stig. ÁMORGUN Skýjað Suðlæg átt, 3 til 8 m/s og skýjað með köflum, en skúrir eða slydduél vestanlands. Hiti 0 til 5 stig við ströndina, en annars vægt frost. VlÐA UM HEIM | Algarve 16 Amsterdam 7 Barcelona 20 Berlín 6 Chicago 6 Dublin 8 Frankfurt 9 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 7 New York S Orlando -1 Osló 4 Palma 11 París 16 Stokkhólmur -7 Þórshöfn 12 22 s 20 11 2 3 Á FÖRNUM VEGI HVAÐÁAÐGERA UM HELGINA? Alda Ýr Guðmundsdóttir, nemi Ég er að fara á SAMFÉS í kvöld. Ingvar Óli Eymundsson, nemi Ég ætla að djamma með bróður mínum. Hann á afmæli. Steinunn Hákonardóttir, nemi Ég ætla að vinna og læra alla helgina. Emelía Heimisdóttir, nemi Ég er að fara í bústað í Munaðarnesi. Eva Alfreðsdóttir, nemi Ég ætla að vera heima og slappa af. Grunur um samráð Einn þeirra staða sem S Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá var Terra Nova en forsvarsmenn fyrirtækisins vísa því alfarið á bug að hafa átt þátt í óiög- mætri starfsemi. Samkeppniseftirlitið gerði húsleit hjá ferðaskrifstofum: Grunaðar um ólöglegt samráð 11 Kom algjörlega upp úr þurru ■ Vísa ásökunum alfarið á bug Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net „Við erum bara rétt að átta okkur á þessu enda kom húsleitin algjör- lega upp úr þurru,“ segir Þorleifur Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Starfsmenn Samkeppniseftirlitsins gerðu í gærmorgun húsleit á skrifstofum samtakanna auk tveggja ferða- skrifstofa innan þeirra. Ástæðan er grunur um að ólöglegt samráð hafi átt sér stað milli ferðaskrifstof- anna sem hafi haft hamlandi áhrif á samkeppni. Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, staðfesti í samtali við Blaðið í gær að húsleit hefði verið gerð á þremur stöðum, hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, Ferðaskrifstofu íslands sem meðal annars rekur Úrval-Útsýn og Plús- ferðir og Heimsferðum og Terra Nova. Páll sagði að athugunin hafi verið gerð vegna gruns um ólöglegt samráð en vildi að öðru leyti ekki tjá sig frekar um efni rannsóknar- innar á þessu stigi. Hann segir að farið verði yfir gögn málsins og ákvörðun um framhaldið verði tekin í kjölfarið. Þorleifur segir að starfsmenn á vegum Samkeppniseftirlitsins hafi komið um níuleytið í gærmorgun, um það bil sem skrifstofur samtak- anna voru opnaðar. „Þeir komu með dómsúrskurð og leitarheimild og eru búnir að taka af- rit úr öllum tölvum og fara í gegnum alla pappíra. Þeir eru komnir ansi aft- arlega í sögu Sambands veitinga- og gistihúsa sem stofnað var 1945.“ Þor- leifur furðar sig á rökstuðningi Sam- keppniseftirlitsins sem hann segir vera byggðan á misskilningi. „Þeir telja að þeir hafi fundið vísbendingar um ólöglegt samráð, meðal annars með því að við höfum setið í vinnu- hópum á vegum samgönguráðuneyt- isins þar sem samræmdir leiguskil- málar bílaleiga voru gerðir. Síðan kölluðum við ferðaskrifstofur saman til fundar til að ræða hugmyndir Neytendastofu um hvað hægt væri að gera til að koma skýrar fram með gengisbreytingar sem voru umræðu- efni í fyrra. Þar að auki sendum við ferðaskrifstofum lítið reikniforrit til að hjálpa til við að reikna út verð- HAthugunin var gerð vegna gruns um ólög- legtsamráð Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppnlseftirlltsins Þetta kom al- gjörlega upp úr þurru Þorleifur Jónsson, hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar breytingar vegna breytinga á virð- isaukaskatti. Það er náttúrlega graf- alvarlegt mál að við séum að hjálpa okkar félagsmönnum að reikna rétt.“ Heimsferðir og Terra Nova sendu í gær frá sér tilkynningu þar sem öllum ákökunum um ólögmæta háttsemi er vísað alfarið á bug. Segir þar jafnframt að starfsfólk fyrirtækj- anna hafi reynt eftir fremsta megni að aðstoða starfsólk Samkeppniseft- irlitsins við rannsóknina. Ekki náð- ist í forsvarsmenn Ferðaskrifstofu Islands í gær. Helmingi fleiri nauðungarsölur Nauðungarsölum á fast- eignum í Reykjavík hefur fjölgað um fimmtíu og þrjú prósent. Það sem af er árinu eru þær þrjá- tíu talsins en á sama tíma í fyrra voru þær sextán, samkvæmt Feldísi Óskarsdóttur, aðstoðar- deildarstjóra fullnustudeildar hjá sýslumanninum í Reykjavík. Þrjátíu og fimm af þeim hundrað og tuttugu einstak- lingum sem voru á lista lögreglu yfir þá sem hafa hunsað boðanir sýslumanns vegna fjárnáms höfðu komið til embættisins seinnipartinn i gær. Á sama tíma á fimmtudag voru það tutt- Réðust inn í Liechtenstein Um 170 manna herdeild í sviss- neska hernum marseraði óvart inn í nágrannjm'kið Liechten- stein fyrr í vikunni. Herdeildin var við æfing|r í myrkri og hafði marserað rúrnan kílómetra inn í smáríkið áður en mistökin uppgötvuðust og snúið var aftur heim. Hermennirnir voru vopnaðir árásarrifflum, en án skotfæra. Talsmaður innanríkisráðu- neytis Liechtenstein segir að ekk- ert verði athafst vegna málsins. „Það er ekki eins og þeir hafi ruðst inn með þyrlur og skrið- dreka. ‘ Um 34 þúsund manns búa í smáríkinu, sem er um 160 ferkílómetrar að stærð. búkollubás settu kassaveigarnar íverðugan búning! Einstök gjafavara. Falleg stílhrein hönnun, danskt hugvit. Fœst í svörtu, rauðu og hvítu. Húsgagnahöllin Tékk Kristall Kringlunni Fœst einnig í helstu gjafavöruverslunum um land allt. HEILDSÖLUDREIFING ZANEX ehf Fyrriim kennari á Akranesi í níu mánaða fangelsi: Er háður barnaklámi Héraðsdómur Vesturlands dæmdi í gær karlmann á sextugsaldri í 9 mánaða fangelsi fyrir vörslu á barna- klámi. Maðurinn játaði sök og hafði ekki gerst brotlegur við lög áður, en fullnustu 6 mánaða af refsingunni var frestað og fellur niður haldi hann almennt skilorð. 1 dómnum kemur fram að maður- inn hafi leitað til sálfræðings vegna sjúklegrar klám- fíknar en hins vegar var mann- inum virt til refsi- þyngingar það gríðarlega magn af myndefni sem hann hafði í fórum sínum, en í vörslu hans mmzL íú,íz- vpfl f}i fífí y, - Kennarinn er farinn burt af Skaganum Blaðið 26. október 2006 fundust alls 11.382 ljósmyndir og 10 hrey fimyndir sem sýndu börn á kyn- ferðislegan og klámfenginn hátt. Maðurinn var kennari í Brekku- bæjarskóla á Akranesi um 27 ára skeið og var af flestum vel liðinn í samfélaginu. Það var samkennari hans sem kom auga á myndirnar og tilkynnti skólayfirvöldum. I kjölfarið gerði lögregla húsleit hjá honum þar sem myndirnar fundust og var hann handtekinn í skólanum eftir að venjulegum skólatíma lauk. I viðtali við Blaðið þann 26. október síðastliðinn sagði maðurinn að hann hefði aldrei gert börnunum mein heldur hafi þetta dvalið í höfð- inu og tölvunni. Hann kvaðst vera háður barnaklámi og hugðist leita sér meðferðar.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.