blaðið - 03.03.2007, Page 23

blaðið - 03.03.2007, Page 23
Atvinnuauglýsingar Auglýsingasíminn er 510 3728 Veitingahúsið Lækjarbrekka Lækjarbrekka óskar eftir aðstoðafólki í veitingasal um kvöld og helgar. Reynsla er kostur en ekki skilyrði. Kennsla í framkomu og vinnubrögðum fyrir óvana. Allar upplýsingar eru veittar á staðnum á milli klukkan 14:00 - 17:00 eða í síma 551-4430. mmggm ---*———- Námskeið í gerð áhættumats Vinnueftirlitið býður upp á námskeið í gerð áhættumats Á námskeiðinu verður farið yfir gerð skriflegrar áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað skv. reglugerð nr. 920/2006 og kennd aðferð sem nýtist við verkið. Námskeiðið er fyrir atvinnurekendur, öryggisnefndir og aðra sem hafa áhuga á að fræðast um gerð áhættumats. Námskeiðið ertvö skipti með viku millibili, þrír tímar í senn. Sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins www.vinnueftirlit.is Ví VINNUEFTIRLITIÐ Eykt óskar eftir verkefnastióra Hjá Eykt eru mörg fjölbreytt verkefni framundan. Má þar nefna uppbyggingu Höfðatorgs, byggingu fjölbýlishúss að Helluvaði og við Norðurbakka. Orkuver 6 í Svartsengi og flutningur Strætó er einnig á döfinni að ógleymdri nýbygging Kaupþings í Borgartúni og stækkun Hótel Cabin. Starfssvið • Stjórnun og eftirlit með framkvæmdum Eyktar • Samningagerð og innkaup • Kostnaðareftirlit og uppgjör • Samskipti við viðskiptavini Eyktar Menntunar- og hæfniskröfur • Byggingaverk- eða tæknifræði • Góðir samskiptahæfileikar • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum Umsóknum skal skilað á skrifstofu Eyktar að Lynghálsi 4,110 Reykjavík. Einnig er hægt að sækja um á heimasíðu fyrirtækisins, www. eykt.is Allar upplýsingar gefur Páll Daníel Sigurðsson, sviðsstjóri framkvæmdarsviðs Eyktar, palld@eykt.is eða í síma 822-4422. Eykt ehf. Lynghálsi 4 110 Reykjavík Sími: 595 4400 ■ Fax: 595 4499 Netfang: eykt@eykt,is www.eykt.is EYKT. ÞEKKINGARFYRIRTÆKI í BYGGINGARIÐNAÐI Skemmtilegasta fólk í heimi leitar að starfsfélaga Starfið felst í að vera skemmtileg/ur og hress allan daginn og fá fyrir hað himinhá lann Umsóknir sendist á vesteinn@dagskra.is __________________________ SJÁVARRANNSÓKNAR5ETURVIÐ BREIÐAFJÖRÐ Marine Research Centerat Breiðafjörður LÍFFRÆDINGUR VÖR Sjávarrannsóknarsetur við Breiðafjörð auglýsir eftir líffræðingi eða starfsmanni með sambærilega menntun til starfa við rannsóknarverkefnið: "Vöktun umhverfísþátta og framvindu svifþörunga í Breiðafirði." Vinnan er aðallega fólgin í sýnatöku á svifþörungum, greiningu og talningu svifþörunga sem og gagnaúrvinnslu.Viðkomandi tekur þátt í sýnatökuleiðöngrum í náttúruperlunni Breiðafirði, á öllum árstímum. Starfið er nákvæmnisvinna og krefst þolinmæði. Um er að ræða fullt starf til þriggja ára og æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Allar nánari upplýsingar gefur Erla Björk Örnólfsdóttir í síma 436-6926 eða 897-4356. Umsóknarfrestur er 15. mars, 2007. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fýrri störf berist VÖR Sjávarrannsóknarsetri við Breiðafjörð, Norðurtanga, 355 Ölafsvík eða í netpósti: erla@sjavarrannsoknir.is VÖR leggur áherslu á rannsóknir á vistkerfi Breiðaf|arðar.Vöktun umhverfisþátta og framvindu svifþörunga leggur grunn að rannsóknum á flæði orku um faeðuvef vistkerfisins. Athygli nýbakaðra doktora I sjávarlíffræði og skyldum greinum er vakin áVÖR sem gestgjafastofnun fyrir þá sem vilja tengja rannsóknir sinar við vöktunarverkefni Varar. Líffræðingar sem áhuga hafa á vistfræðilegri nálgun rannsókna á dýrasvifi, svifþörungum, bakteríum, veirum, botndýrum, fiskivistfræði, samspili botns og vatnsbols eða áhrifum strauma á llfrlkið eru hvattir til að hafa samband við Erlu Björk. www.sjavarrannsoknir.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.