blaðið - 03.03.2007, Side 29
blaðið
LAUGARDAGUR 3. MARS 2007 29>
Þegar klámumræðan
spratt upp nú fyrir -
skömmu, eins og
hún gerir alltaf með
reglulegu millibili, þá
slökkti ég á útvarpi
og sjónvarpi. Á sínum
tíma reyndi ég að gera mitt til að
koma þessari umræðu á vitrænt
plan og árangurinn af því er minni
en enginn. Forpokunin og forræð-
ishyggjan hefur aldrei verið meiri
en nú. Okkur hefur farið aftur ef
eitthvað er," segir Davíð Þór Jóns-
son, þýðandi, leikari, rithöfundur
og dómari í Gettu betur. Davíð var
ritstjóri tímaritsins Bleikt og blátt
í fjögur ár, frá 1997-2001. „Þegar ég
ritstýrði Bleiku og bláu þurfti ég að
sverja það af mér að vera hlynntur
vændi og barnaklámi. Ég tók alla
þessa umræðu. Nú finnst mér gott
að geta slökkt á útvarpi og sagt:
„Þetta kemur mér ekki við“. Fólk má
velta sér upp úr þessari forpokuðu
umræðu eins og svín í flagi, ef því
finnst það svona afskaplega gaman.
Ég hef annað við líf mitt að gera.“
hafa frumkvæði að kynlífi og njóta
þess, þær rísi upp gegn kúgandi kyn-
ímyndum og siðgæðishugmyndum
feðraveldisins. Þar er líka sterkt afl
sem heldur því fram að bann við
vændi sé enn ein aðferð feðraveldis-
ins til að kúga þá sem minnst mega
sín, því verið sé að taka afverst stöddu
konunum þaðeinasemþærgeta hugs-
anlega gert sér til lífsviðurværis og
þær gerðar að glæpamönnum fyrir
það. Ástralskir femínistar tala oft um
formæður sínar. Ástralía var fanganý-
lenda og fyrir hvaða glæp voru konur
sendar þangað? Það var að sjálfsögðu
vændi. Þessar konur voru að stórum
hluta hórur sem fína fólkinu á Eng-
landi þótti vont að hafa fyrir framan
nefið á sér.
Tvískinnungurinn í þessum
málum er mikill og ég segi bara:
Sá yðar sem syndlaus er... Hver sá
karlmaður sem einhvern tíma hefur
skoðað mynd af allsberri konu eða
farið inn á vafasama síðu á Netinu
hefur lagt sitt af mörkum til við-
gangs kynlífsbransans. Það sama á
við um konur. Ef þú ætlar að segja
mér að allir þeir karlmenn og allar
þær konur sem höfðu hæst í tilefni
af þessum fundi hafi aldrei gerst sek
um neitt slíkt þá þykir mér það afar
ósennilegt. Ég held að hver einasti
þokkalega náttúraður karlmaður
hafi einhvern tíma á ævinni skoðað
mynd af allsberri konu sér til ánægju.
Ég get ekki talað fyrir konur en eftir
að hafa talað við vinkonur mínar veit
ég ekki um nokkra stelpu sem átti
Barbí og Ken á sínum tíma og lét þau
ekki einhvern tíma lifa kynlífi."
Heigulsháttur og popúlismi
Vinstri grœnir töluðu nokkuð
einum rómi í þessu máli. Styður þú
ekki þann flokk?
„Þrátt fyrir þá móðursýki sem
grasseraði vegna klámumræðunnar
og Vinstri grænir tóku þátt í þá tel
ég mig tilheyra þeim flokki. Afstaða
til umhverfismála og utanríkismála
ræður mínu atkvæði. 1 raun og
veru eru allir flokkar jafn sekir um
heimsku í umræðunni um klámið og
stjórnmálamenn sýndu af sér heiguls-
hátt og popúlisma. Reyndar hafði gáf-
aða fólkið í Vinstri grænum vit á því
að þegja, láta ekki hafa neitt eftir sér
því það vildi ekki láta bendla sig við
þessa heimsku. Ég nefni engin nöfn.
Það er áhugavert að eftir því sem
fleira fólk kemur saman þeim mun
heimskara verður það. Eitt kvöldið í
vikunni horfði ég á fræðslumynd um
amerískan kúltúr, beat-kynslóðina
og hippana sem börðust fyrir frelsi,
frjálsum ástum, frjálsri hugsun og
frjálsri sköpun. Hver var árangur-
inn? George Bush!
Láttu drauminn rœtast
Hugsanalögregla og ritskoðun
eru allt í einu orðin helstu baráttu-
mál gömlu pönkaranna. Það er
eins og allar tilraunir til að mjaka
þjóðfélaginu eitt skref í rétta átt
skili því að farin eru tvö skref í
ranga. Þjóðfélagið er eins og asni
sem gerir allt þveröfugt við það
sem reynt er að fá hann til að gera.
Það eina jákvæða sem hefur gerst
á breiðum skala í íslensku þjóðfé-
lagi undanfarin ár eru viðbrögðin
við Le Pen-isma Frjálslyndra. Það
er eina skiptið sem myndast hefur
breið þverpólitísk samstaða sem
var vitræns eðlis. Samstaða sem
byggði á mannúð en ekki forpok-
aðri forræðishyggju. Af hverju? Af
því að það var þveröfugt við það
sem reynt var að ná fram.“
Framhald á næstu síðu
Reglur réttarríkisins
Hópifólks var meinað að koma til
landsins vegna þess að það tengist
klámiðnaði. Hver erskoðun þín áþví
oghvernigfannstþér umræðan?
„Þegar fréttist að klámlið væri
að koma til íslands til að hittast þá
brást fólk við með gaggi og fjaðra-
foki, það er eins og minkur hafi
komist í hæsnakofann. Öllum er svo
mikið í mun að það sjáist að þeir séu
á móti klámi að.þeir tyggja upp að
klám sé ógeðslegt og að það eigi að
banna það. Fólk gleymir að það býr
í réttarríki og þar gilda ákveðnar
reglur. Einstaklingar njóta ferða-
frelsis, óháð þyí hversu geðfellt
okkur finnst starf þeirra. Það gleym-
ist að skerðing á tjáningarfrelsi,
prentfrelsi, fundafrelsi og ferðafrelsi
hefur aldrei hjálpað málstað kúgaðs
hóps eða minnihlutahóps heldur að-
eins hjálpað harðstjórum. Engum
öðrum.
Ef við viljum búa í þjóðfélagi þar
sem ákveðið frelsi er við lýði þá
verðum við að sætta okkur við það
með kostum þess og göllum. Það á
að stöðva eftirlýsta ofbeldismenn og
eiturlyfjasala svo ég vísi til dönsku
mótorhjólabullnanna sem ætluðu
sér að koma hingáð til lands. Annað
á við um fólk sem er að vinna við
störf sem eru lðgleg í nágranna-
löndum okkar. Þessum ákveðna
hópi var meinað að koma til lands-
ins vegna þess að hann tengist kyn-
lífsiðnaði. Við getum eins bannað
fólki sem vinnur í Vegagerðinni
að hittast vegna þess að börn eru í
þrælkunarvinnu við vegalagningu á
Indlandi.
Við viljum bera okkur saman við
Vestur-Evrópu og Norðurlöndin
í pólitískri umræðu, nema þegar
þegar mál eins og þetta kemur upp.
Þá er eins og ekki sé hægt að sækja
nein viðmið þangað. Svo er öllum
viðbjóðnum blandað inn í umræð-
una, barnaklámi og kynlífsþrælkun.
Fólk sem getur ekki hugsað um
myndir af fólki í samförum öðruvísi
en að upp í huga þess komi barna-
klám og kynlífsþrælkun á náttúr-
lega bara bágt. Svo er haldið fram
gamla lygaþvættingnum, sem er
margbúið að afsanna, að fylgni sé á
milli ofbeldis gagnvart konum og að-
gengis að klámi. Hvar er aðgangur
að klámi bestur? Á Vesturlöndum
og í Japan. Hvar er aðgangur að
klámi erfiðastur og verstur? Það er
í Sádi-Arabíu og Afganistan."
Forpokaður
forræðishyggjufemínismi
Nú er sagt að klám einkennist af
kvenfyrirlitningu.
„Það eru alls ekki allir á einu máli
um það. Það er eins og tslendingar
hafi bara fengið forpokaða forræð-
ishyggjufemínismann til sín. Úti í
hinum stóra heimi eru starfandi fem-
ínistasamtök sem eru hlynnt klámi
og líta á klámdrottningar sem fyrir-
myndir. Þær séu ekki fórnarlömb í
kynlífi heldur gerendur, þær þori að
frábcer fermingartilboö á
rúmum & svefnssófum
Doris 1 20 x 200cm
Verð. 39.900,- áöur 61.800,-
Rafmagnsrúm verð áður 101.600
Suprima
90x200cm 33.280,- áður 41.600,-
1 20x200cm 42.400,- áður 53.000
1 40x200cm 49.360,- áður 61.700
5 svæða pokagormadýna og botn
Electai20x200 60.570 áður 67.300 -
Opið virka daga
laugadaga
10 til 18
11 til 16
HÚSGAGNAVERSLUN
TOSCANA
SMIÐJUVEGI 2. KOP S 587 6090
HÚSGOGNIN FA'St ElNNIG / HUSGAGNAVAL, HÖFN S 478 2535