blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 28

blaðið - 24.03.2007, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 24. MARS 2007 blaöiö Við altanð brutu þjofarmr upp treskap þar sem geymdur var járnskápur með sakramentum og silfurkaleik. iFNAS )G Im Þjófaflokkur handsamaður Árið 1935 voru fjórir piltar æði athafnasamir við þjófnað og inn- brot. í janúarmánuði brutust þeir inn í Landakotskirkju. Framarlega í kirkjunni var peningasöfnunar- kassi sem þjófarnir brutu upp. Eng- ir peningar voru í kassanum því hann hafði verið tæmdur helgina áður. Við altarið brutu þjófarnir upp tréskáp þar sem geymdur var járnskápur með sakramentum og silfurkaleik. Þjófarnir báru skáp- inn út á tún og brutu hann upp með eldskörungi sem þeir fundu í kirkj- unni. Þjófarnir stálu ekki kaleikn- um og snertu ekki sakramentin. Stálu frá Sjálfstæðisflokknum Þremur vikum seinna ákváðu tveir ungir menn úr hópnum, 18 og 19 ára, að brjótast inn í mann- lausa íbúð á Þórsgötu. Þar stálu þeir 30 krónum, keyptu sér brenni- vínsflösku og héldu áfram inn- brotum. Þeir fóru að bensínsölu Zimsen, brutu upp hurð og rúðu en stálu engu. Næst héldu þeir í Varðarhúsið, brutu upp hurð að skrifstofu happdrættis sem þar var til húsa og brutu upp allar hirslur fyrir utan eldtraustan skáp sem þeir gátu ekki haggað. Síðan fóru þeir á skrifstofu miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins, brutu þar upp hirslur og stálu frímerkjum fyrir 100 krónur. Uppi á lofti var skrifstofa Heimdalls, félags ungra sjálfstæðismanna. Þar brutu þeir einnig upp allar hirslur en fundu engin verðmæti. Næst ná leiðin í Hressingar- skálann. Þeir klifruðu yfir port- ið á bak við hann, brutu rúðu á bakhlið hússins, reyndu að opna peningakassa en tókst það ekki. Þeir stálu vindlum og sígarett- um. I sömu hillu var pakki með smápeningum en þeim félögum sást yfir hann. 0r garðinum bak við Hressingarskálann fóru þeir inn í skóbúð Gunnars Jónssonar í Austurstræti og stálu þar pening- um en ekki var það umtalsverð upphæð. Tvö Ijós hár Úr portinu bak við hús Nathans og Olsens fóru þeir upp á þakið á Noramagasin. A þakinu var turn með riðum og fjórir metrar úr niður á gólf. Piltarnir brutu eina rúðu, náðu í stiga sem var á þak- inu, komust eftir honum niður á búðarborðið og tóku með sér fimm krónur í peningum. Eftir það reyndu þeir að brjótast inn í veiðafæraverslunina Geysi en tókst það ekki. Á einum innbrotsstaðnum fann lögregla bláa alpahúfu og voru á henni tvö ljós hár. Lög- reglumenn á vakt höfðu séð um nóttina mann á ferð um bæinn sem þeim þótti eftir á að hefði verið grunsamlegur. Hann var kallaður fyrir rétt og eftir nokk- urt þref játaði hann að hafa fram- ið innbrotin ásamt félaga sínum. Þeir sögðu síðan til hinna félaga sinna tveggja. Allir fengu menn- irnir fangelsisdóm. . Netreikningur SPK ri 14,60% Tryggðu sparifé þínu topp ávöxtun Sæktu um á www.spk.is * M.v. vaxtatöflu SPK 21. 03. 2007
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.