blaðið - 26.05.2007, Side 4

blaðið - 26.05.2007, Side 4
4 LAUGARDAGUR26. MAÍ 2007 blaðið HAGSTOFAN Háhraðatenging algeng INNLENT 84% heimila geta tengst Netinu. Nærri níu af hverjum tíu nettengdum nota háhraðanettengingu á heimilum. Þetta kemurfram í niðurstöðum rannsóknar Hagstof- unnar á notkun heimila og einstaklinga á tæknibúnaði og Internetinu sem gerð var fyrr á þessu ári. NORRÆNT SAMSTARF Ossur samstarfsráðherra Norðurlanda Össur Skarphéðinsson hefur tekið við embætti sam- starfsráðherra Norðurlanda, en hann var í fyrradag skipaður iðnaðarráðherra. Hlutverk samstarfsráðherra Norðurlanda er að rækta og efla samstarf við Norður- lönd, meðal annars á vettvangi Norðurlandaráðs. HREINDÝRAVEIÐAR Mega sækja bráð á vélknúnum ökutækjum Umhverfisráðuneytið hefur veitt leiðsögumönnum með hreindýraveiðum heimild til að sækja bráðina á léttum vélknúnum ökutækjum að lágmarki með sex hjólum, ef leiðsögumaður metur það svo að ekki sé hætta á náttúru- spjöllum. Óheimilt er að nýta ökutækið til að elta dýrið uppi. Ástralía: Stóri bróðir veldur reiði Raunveruleikaþátturinn Big Brother í Ástralíu hefur sætt mikilli gagnrýni almennings eftir að framleiðendur þátt- anna ákváðu að segja einum þátttakandanum ekki frá því að faðir hennar væri látinn. Þátttakendur eru látnir búa saman í einangrun og fylgst er náið með dagleg- um samskiptum þeirra. Faðir konunnar lést úr krabba- meini í síðustu viku. Framleið- endurnir verja ákvörðun sína og hafa birt bréf frá bróður konunnar sem segir að hún hafi sjálf tekið þessa ákvörðun áður en upptökur hófust. f fyrra voru tveir karlar reknir úr þáttunum fyrir að áreita konu kynferðislega. Rússland: Eldur í sjón- varpsturni Eldur kom upp í Ostankino- sjónvarpsturninum í Moskvu í gær. Klukku- tíma tók að ráða niðurlög- um eldsins og engan sakaði. Turninn er eitt helsta kennileiti Moskvuborgar og er hann nærri tvöfalt hærri en Eiffel- turninn i París. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem eldur brýst út í turninum, en miklar skemmdir urðu á honum í eldi árið 2000. Þrír létu lífið í þeim eldsvoða. Eftir Þórð Snæ Júliusson thordur@bladid.net Bandaríski verðbréfamarkaðurinn Nasdaq lagði í gærmorgun fram yfir- tökutilboð í OMX Group, sem meðal annars rekur Kauphöll Islands. Kaup- verðið er 3,67 milljarðar Bandaríkja- dollara, eða tæplega 230 milljarðar íslenskra króna. OMX Group rekur kauphallir í öllum norrænu ríkjunum og Eystra- saltslöndunum að Noregi undan- skildum. Um 800 fyrirtæki eru skráð í kauphöllum fyrirtækisins, þar af eru 25 frá íslandi. Hið sameinaða fyrirtæki verður um 4000 milljarða króna virði. Nasdaq er einn stærsti verðbréfa- markaður í heimi með um 3200 fyr- irtæki á skrá. Þau verða því um 4000 eftir sameininguna og frá 39 mis- munandi löndum. Samanlagt virði þeirra fyrirtækja verður eftir samein- inguna um 350 trilljónir króna. Þórður Friðjónsson, forstjóri OMX kauphallarinnar á fslandi, segir yf- irtökuna mikið fagnaðarefni. „Eg held að það sé gæfuspor að fara inn í þessa samstæðu. Þegar ég hef verið spurður um það á síðustu árum hvernig ég hef talið að best væri fyrir okkur að þróast hef ég alltaf sagt að sú framtíðarsýn sem mér hugnaðist best væri að sameinast fyrst OMX, líkt og gerðist í september í fyrra, og fara síðan yfir Atlantshafið til að sameinast annaðhvort Nasdaq eða New York Stock Exchange." Þórður telur yfirtökuna breyta heilmiklu fyrir þátttakendur á ís- lenskum hlutabréfamarkaði. „Sýni- leiki fyrirtækja og stórra aðila á markaðinum stóreykst og aðgangur fjárfesta að honum verður mun greiðari. Við erum einfaldlega að verða hluti af einni stærstu kauphöll í heiminum með mikla starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Mark- aðurinn hér verður hluti af þessari heild og það felur í sér að sóknar- tækifærin verða stórum betri en áður.“ Hann telur að kaupin muni leiða til aukins áhuga erlendra fjárfesta á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Það er einfaldlega þannig að það verður miklu auðveldara og betra fyrir fyr- irtæki að koma því sem þau eru að gera á framfæri og vekja þannig á sér athygli. íslensk fyritæki hafa verið að ná gríðarlegum árangri á undan- förnum árum og hafa spennandi sögu að segja.“ Þórður hræðist ekki að Nasdaq verði of stór leikvöllur fyrir íslensku jjgmK „Okkur finnst mjöggottað leika á stórum velll." Þóröur Friðjónsson, forstjóri OMX kauphall- arinnará Islandi. fyrirtækin. „Það er auðvitað þannig að þegar markaður stækkar þá þurfa menn að vera með þeim mun öflugri framsetningu á sínu fyrir- tæki og skýra vel frá því til að ná athygli. Það er stórt verkefni en ís- lensk fyrirtæki hafa einfaldlega náð mjög góðum árangri í þeim efnum á undanförnum árum. Ég hef því ekki áhyggjur af því að Islendingar verði allt í einu fyrirferðarlitlir og gangi með veggjum, heldur finnist okkur þvert á móti mjög gott að leika á stórum velli.“ Kauphöll íslands Alls verða um 4000 fyrirtæki frá 39 iöndum á skrá ísamein- uðu kauphöllinni. Samanlagt virði þeirra fyrirtækja verður um 350 trilljónir króna. Mynil/Kristinn Ingmsson Nasdaq kaupir OMX sem rekur Kauphöll íslands: ór< leikvöííur be — _____ _______ 1ÉÉI Gæfuspor segir forstjóri Kauphallarmnar Kaupverð er urti 230 milljarðar .Gott í garðinn o o • Góður alhliða áburður. • Hentarvel í öll blómabeð, fyrir matjurtír, skrautrunna og tré. • Inniheldur öll helstu næringar- og snefilefni. • Berið á 3-4 sinnum yfir vaxtar- tímann frá maí fram í míðjan júlí O Áburdoruerksmidjon www.aburdur.is v Fæst í óllum helstu garðyrkju- og byggingavöruverslunum landsins y Valgerður Sverrisdóttir vill verða varaformaður Framsóknarflokks: Sterkur leikur í stöðunni Valgerður Sverrisdóttir mun sækj- ast eftir embætti varaformanns Framsóknarflokksins á miðstjórn- arfundi sem verður haldinn í næsta mánuði. Á blaðamannafundi sem Val- gerður hélt í húsi Framsóknarflokks- ins sagði hún: „Ég tel að við þær að- stæður sem nú eru í þjóðfélaginu og í flokknum sé það sterkur leikur að bjóða mig fram og ég vona að ég nái kjöri.“ Valgerður talaði um að nú væri ný staða komin upp í íslenskum stjórn- málum. „Það var talað um tvo póla í íslenskum stjórnmálum en með samstarfi Sjálfstæðisflokks og Sam- fylkingar þá heyrir þetta sögunni til,“ sagði Valgerður og bætti við: „Við erum því á fullri ferð aftur inn í fjórflokkakerfið sem er Framsóknar- flokknum mjög hagstætt." Hún nýtti einnig tækifærið til þess að höggva í hina nýju ríkisstjórn. „Framsóknar- flokkurinn hefur frá upphafi verið frjálslyndur umbótaflokkur eins og stefnuyfirlýsingar í gegnum tíðina bera með sér, en það er mjög athygl- isvert að sú ríkisstjórn sem tók við völdum í gær þurfti að sækja í smiðju Framsóknarflokksins til þess að skilgreina sig og kalla sig frjálslynda umbótastjórn. Það er mikill munur á frjálslyndi og frjálshyggju.“ Valgerður var fyrst kjörin á þing árið 1987 og varð þá fyrsta þingkona Framsóknarflokksins í meira en 30 ár. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar því að Framsóknarflokkur- inn var sá flokkur sem hafði jöfnust kynjahlutföll á fraboðslista sínum fyrir nýafstaðnar alþingiskosningar. Dagsetning miðstjórnarfundar- ins hefur enn eklci verið ákveðin en það verður gert í næstu viku. Líklegt þykir að hann verði í fyrri hluta mán- aðarins. Valgerður er enn sem komið er ein í framboði.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.