blaðið - 26.05.2007, Page 36

blaðið - 26.05.2007, Page 36
36 LAUGARDAGUR 26. MAÍ 2007 blaðiö „Það getur veJ verið að einhverjum þx/ki ég ekki nógu auðsveip kona en þannig er bara ekki mitt geðslag. Ég verð bara að búa viðþað og hinir Jíka „Það er ekki gott fyrir SjáJfstæðisflokkinn að það verði hið viðtekna viðhorfað hann nagi aUa samstarfsflokka inn að beini. Þá verður samstarfvið SjáJfstæðisflokk víti tiJ að varast. Það er mikiJvægt að það séjafnræði ogjafnvægi miJJi þessara flokka og að annar flokkurinn gjaJdi ekki samstarfsins við hinn." Hvernig heldurðu að verði að vinna með Birni Bjarnasyni eftir allt sem á undan hefur gengið t ykkar samskiptum? „Ég treysti því að okkar samstarf geti orðið gott og að við lærum að meta kosti hvort annars og horfum framhjá göllunum. Stundum geta deilur orðið svo illskeyttar að þær setja mark sitt á samskiptin. Ég lít ekki svo á að það eigi við um okkur Björn þótt við höfum eldað grátt silfur saman í borgarstjórn Reykja- víkur. Við Guðlaugur Þór höfum nú líka heldur betur tekist á þar. En það eru engin eftirmál af slíku. Við vorum að gegna pólitísku hlutverki okkar. Svo geta menn haft gaman af svona pólitískum skylmingum. Það er alvara í þessu en þetta er líka ákveðin íþrótt. Það sem skiptir öllu er að höggva ekki í persónu andstæðingsins.“ Tekurþú gagnrýni ncerri þér? „Það fer eftir því hvernig hún er sett fram. Ef hún er mjög ómálefna- leg eða beinist að karakter mínum þá reiðist ég frekar en að taka það pærri mér.“ Við val á ráðherrum Samfylk- ingar lagðir þú höfuðáherslu á jafna kynjaskiptingu. Afhverju? „Ef pólitískir flokkar vilja endur- spegla samfélagið sæmilega vel þá ber þeim skylda til þess, mínum flokki eins og öðrum, að reyna að finna leið til þess að hafa sem mest jafnræði á milli kynja. Ennþá vantar talsvert upp á þetta. Á landsbyggðinni virðist prófkjörsað- ferðin til dæmis ekki fleyta nógu mörgum konum inn á lista. Á höf- uðborgarsvæðinu er eins og menn séu í ríkari mæli búnir að stilla það inn í forritið að það eigi að gæta þessa jafnræðis þegar valið er í prófkjörum. í flestum flokksstofnunum og í flokksstarfinu eru karlar ennþá meira áberandi en konur og oft fleiri en þær. Það segir manni kannski líka það að flokkarnir þurfa að velta fyrir sér hvort ekki þurfi að breyta einhverju í flokks- starfinu og flokkskúltúrnum til að laða konur frekar að. Ég held að þjóðin hafi ekkert á móti þvi að velja konur til starfa, flokksstofnan- irnar eru oft erfiðari.“ Erfið en dýrmæt reynsla Tími þinn sem formaður Sam- fylkingar hefur örugglega stundum verið erfiður. Varstu aldrei við að gefast upp? „Síðustu fjögur ár hafa ekki verið dans á rósum. Þetta hefur verið erf- iður tími sem hefur reynt mikið á mig. Gamalt máltæki segir að það sem ekki drepi mann herði mann. Ég held að það sé alveg rétt. Ég held að ég sé miklu betri stjórnmála- maður og skynsamari núna en ég var fyrir fjórum árum. Þessi erfiða en dýrmæta reynsla gerði líka að verkum að þrátt fyrir að illa gengi eftir áramót og fylgið væri komið niður í átján prósent í skoðanakönn- unum þá missti ég aldrei svefn. Þetta var óþægilegt, eins og að fá vatnsgusu yfir sig, en ég hristi þetta af mér og hélt mínu striki. Ég var staðráðin i því að gefast ekki upp.“ Hvað með vangaveltur á blogg- síðum eða slúðursíðum fyrir kosn- ingar um að þinn pólitískiferill vceri í stórhœttu? „Undanfarin fjögur ár hefur mér oft verið spáð pólitískum dauða. Þessu var spáð þegar Björn Bjarna- son fór í framboð gegn mér í borg- inni en gekk ekki eftir. Þegar ég komst ekki inn á þing í síðustu kosningum var sagt að nú væri tíma mínum í pólitík lokið. Það reyndist ekki rétt. Fyrir formanns- kjör í Samfylkingunni sögðu blogg- ararnir að minn tími væri liðinn, sem ekki reyndist heldur raunin. Auðvitað kemur að því að mínum tíma ljúki en maður má hvorki láta blogg né skoðanakannanir stjórna sinni vegferð." Þú hefur lagt áherslu á það í pólitík að menn verði að fara vel með vald sitt. Það hlýtur að skipta þig miklu máli að þitt ráðherralið standi sig. „Já, ég vil að ráðherrar Samfylking- arinnar vandi sig í embættisverkum sínum og fari vel með vald sitt. Þeir eiga að vera faglegir í ákvörðunum sínum og láta hæfni þess fólks sem þeir starfa með ráða för en ekki fyr- irgreiðslu. Mér finnst þetta skipta gríðarlega miklu máli.“ kolbrun@bladid.net

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.