blaðið - 12.07.2007, Síða 15

blaðið - 12.07.2007, Síða 15
blaöiö FIMMTUDAGUR 12. JÚLÍ 2007 FRETTIR 15 verið um 750 í fyrra. Því virðist lít- ill hluti 14.641 íbúa miðborgarinnar nýta sér kortin. Borgarráð samþykkti í haust að koma upp gjaldskyldum bíla- stæðum í fleiri íbúðagötum í mið- borginni. Þetta var gert eftir ábend- ingar Bílastæðasjóðs og sagt eiga að stýra notkun bílastæða með áhrifa- meiri hætti svo að íbúar ættu ekki í erfiðleikum með að finna bílastæði nærri heimilum sínum. Gjaldtaka fyrir stæði í miðborg- inni stendur yfir frá klukkan tíu til klukkan sex á virkum dögum. Henni lýkur klukkan tvö á laug- ardögum og engin gjaldskylda er á sunnudögum. Því nýtist réttur handhafa íbúakortanna einungis á þessum tímum. Háar upphæðir Gjald vegna stöðubrots er nú 2.500 krónur. Hinum brotlegu gefst færi á staðgreiðsluafslætti sem lækkar upp- hæðina um 550 krónur. Sé gjaldið ógreitt að tveimur vikum liðnum hækkar upphæðin um 1.250 krónur. Ef vikurnar verða fjórar verður að greiða 5.000 krónur. í starfsáætlun Bílastæðasjóðs fyrir árið 2006 eru tekjur vegna stöðubrotsgjalda áætl- aðar 57,2 milljónir króna. Ef áætlaðar tekjur vegna stöðu- brota eru yfirfærðar á fjölda álagn- inga í hverju póstnúmeri fyrir sig kemur í ljós að kostnaður hvers íbúa í 101 vegna þeirra er 3.243 krónur. í Grafarvogi, sem er í póstnúm- eri 112, var kostnaður hvers íbúa vegna stöðubrotsgjalda tæplega tíu krónur. Rúmlega 70 prósent þeirra 570 milljóna króna sem Bílastæða- sjóður hafði í tekjur í fyrra komu í kassann vegna gjaldskyldra stæða og stöðumælasekta. { starfsáætlun sjóðsins segir að allur hagnaður af rekstri hans undir tíu prósentum sé óviðunandi og að hagnaðarstig sjóðsins eigi að vera á bilinu 20 til 35 prósent. Þó er ekkert í starfslýsingu Bílastæðasjóðs um að hann eigi að skila hagnaði. Af hverju er þetta svona? I þróunaráætlun fyrir miðborg- ina sem er í gildi segir að stefna borg- arinnar sé að „þeir sem sæki þjón- ustu sína í miðborgina hafi greiðan aðgang að skammtímastæðum og að íbúar á miðborgarsvæðinu hafi eðlilegan aðgang að bílastæðum í nágrenni við heimili sín“. Á öðrum stað stendur að gert sé „ráð fyrir því að íbúum á svæðum sem skilgreind hafa verið sem íbúðasvæði verði veittur forgangur að stæðum nærri heimilum sínum“. Miðað við þann fjölda stöðvunarbrotasekta sem lagður er á bifreiðar á miðborgar- svæðinu verður að teljast líklegt að einhver hluti þeirra bifreiða tilheyri íbúum miðbæjarins. Því virðist stefna borgarinnar hvorki vera sú að tryggja miðbæjaríbúum eðlilegt aðgengi né forgang að bílastæðum heldur þvert á móti að leggja auknar álögur á þá bifreiðareigendur sem kjósa að búa í miðbænum. FLEST STÖÐUBROTSGJÖLD Gata fjöldi gjalda 1. Reykjavegur (við Laugardal) 2.415 2. Laugavegur 1.092 3. Hverfisgata 932 4. Tryggvagata 1.088 5. Grettisgata 852 TILGANGUR BÍLASTÆÐASJÓÐS Megintilgangurinn með rekstri sjóðsins er að stýra nýtingu bílastæða í þvi skyni að útvega gestum og viðskiptavinum vel staðsett skammtímastæði þarsem nauðsyn krefur. Bílastæðasjóður fer jafnframt með eftirlit með bif- reiðastöðu I þvl skyni að greiða fyrir umferð gangandi jafnt sem akandi vegfarenda. Bilastæðasjóður var stofnsettur í núverandi mynd árið 1988. Hann á að annast rekstur gjaldskyldra bílastæða, almennt eftilrit með bif- reiðastöðu í borginni, álagningu og innheimtu stöðvunarbrotagjalda. Sólveig S. Hannam, íbúi á Óðinsgötu Föst á bak við skafl en samt sektuð „Bílum sem er lagt hérna hefur fjölgað mikið á síðustu mánuðum," segir Sólveig S. Hannam, íbúi á Óðinsgötu, en í fyrrahaust voru sett upp g'aldskyld stæði í nokkrum götum sem liggja að ðinsgötu. „Ég heyri það frá mörgu fólki sem býr hérna í Þingholtunum og er búið í vinnunni eftir klukkan sex að það geti ekki fundið stæði í námunda við heimili sín. Það er búið að sækja börnin í leikskól- ann, er með innkaupapokana en getur ekki lagt í götunni sem það býr í. Þá leggur það þar sem bílinn kemst fyrir en er þá oft sektað.“ Sólveig hefur sjálf lent í útistöðum við Bílastæða- sjóð. „Einn veturinn kom ég heim eftir vinnu klukkan korter yfir sex og lagði uppi á gangstétt þar sem engin stæði voru laus. Daginn eftir átti ég að mæta í vinnu klukkan hálfsjö að morgni til en þá var búið að skafa snjóinn af götunni og bíllinn grafinn fastur inni. Það hafði rignt um nóttina og skaflinn frosið. Ég kom ekki bílnum í burtu vegna skaflsins í þrjá daga og fékk 2.500 króna sekt á hverjum einasta degi meðan á þessu stóð.“ Hún er ekki ánægð með ástandið eins og það er. „Það er alveg fáránlegt að þú getir ekki komið heim til þín eftir vinnu og lagt í götunni þinni án þess að fá sekt.“ • ■ 4r~ ® Trie^ncirex UTSALA Friendtex 2007 Lokum vegna sumarleyfa mánudaginn 16 júlí opnum aftur 1. ágúst. Komið og gerið frábær kaup einnig mikið úrval af eldri fatnaði á kr 990. 2 fyrir 1 (Á einungis við um eldri fatnað) Hörjakki Hörbuxur Gallabuxur Kjóll Herrapeysa Pils Hnébuxur Herraskyrta Sandalar Áður 6.500 5.200 8.800 5.400 6.000 6.400 8.800 5.400 5.500 Nú 2.990 1.900 3.900 2.000 2.900 2.900 3.900 2.500 1.990 Faxafen 10 • Sími 568 2870 • www.friendtex.is Opnunartími mánudaga - föstudaga 10.00 - 18.00 Lokað á laugardögum

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.