blaðið - 12.07.2007, Side 16

blaðið - 12.07.2007, Side 16
16 FIMMTUDAGUR 12, JULI 2007 blaðið blaði Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. ÓlafurÞ.Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir ÞrösturEmilsson Elín Albertsdóttir Þegnar undir eftirliti 1 fréttatíma Stöðar 2, síðastliðið þriðjudagskvöld, var frétt um að „Víneftir- litið“ hefði gengið á milli veitingastaða Reykjavíkur í góðviðrinu og talið borð og stóla utandyra. Víða voru þar fleiri borð og stólar en leyfi hafði verið gefið fyrir og fulltrúar Vineftirlitsins veittu þeim veitingahúseigendum sem þannig höfðu brotið reglur áminningu. Þessi litla frétt Stöðvar i vekur margar spurningar. Skyndilega dúkkar upp apparat sem kallast „Víneftirlitið" og varla nokkur maður hefur heyrt um. Gott væri fyrir þegna landsins að vita hvaða hlutverk það eftirlit hefur annað en að senda starfsmenn sína í spássitúra á sumardögum til að telja húsgögn utandyra. Á heimasíðu sinni fjallar Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra um þessa frétt sem honum hefur greinilega ofboðið. Hann talar um ofstjórnunarþjóðfé- lag og segir: „Það má ekkert i þessu landi!“ Það er greinilega Hf og skap í iðnað- arráðherranum og hann kann að koma orðum að hlutunum. Það hefur lengi verið plagsiður hér á landi að setja alls kyns lög og reglur til að hefta svigrúm einstaklinganna. Bjór var bannaður hér á landi, vín mátti ekki kaupa á veitingahúsum nema á áícveðnum tímum og ofurtollar voru settir á bækur, geisladiska og rafmagnstæki og þess var einnig vandlega gætt að það væri nokkrum erfiðleikum háð fyrir venjulegt fólk að komast til útlanda. Ríkisvaldið á íslandi hefur lengi staðið fast á þvi að það verði að hafa vit fyrir þegnunum og gæta þess vandlega að þeim líði ekki alltof vel. Hvenær kviknaði eiginlega þessi hugmynd um stjórnun sem byggir á forræðishyggju og af hverju er hún enn við lýði í íslensku þjóðfélagi sem á tyllidögum er sagt að sé nútímavætt? Það hlýtur að vera hlutverk ríkisvaldsins að gæta að hag þegnanna og auðvelda þeim lífið fremur en að gera það erfiðara. Hvaða hætta stafar af því að þrettán borð séu úti við fyrir framan veitinga- hús í staðinn fyrir þau fimm sem svokallað „Víneftirlif ‘ hefur gefið leyfi fyrir? Það hlýtur að vera hlutverk veitingahúsaeigenda að meta þörfina og hafa þá til hliðsjónar eftirspurn og rými utandyra. Það ætti ekki að þurfa sérstaka mæl- ingamenn ríkisins til að ákveða slíkt. Einhverjir yppa kannski öxlum og segja að hér sé smámál á ferð en vita- skuld er ekki svo. Þegar fólk getur ekki lengur setið fyrir utan veitingastaði í sólskininu af því reglur meina því það þá hlýtur að vera kominn tími til að staldra við og hugsa málið upp á nýtt. Iðnaðarráðherra segir í áðurnefndum pistli sínum: „Sæi forsjónin til þess að Víneftirlit Reykvíkinga flyttist undir iðnaðarráðuneytið tel ég einsýnt að umboð þess yrði skert þannig að það næði ekki til að ryðja gangstéttir borgar- innar af lífsglöðum Reykvíkingum í sumarleyfi og sól.“ Hér með er lagt til að sé á annað borð nauðsynlegt að reka Víneftirlitið þá verði það flutt undir iðnaðarráðherra - og það með hraði. Kolbrún Bergþórsdóttir Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegísmóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@biadid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins velkocDiN í söquseTRiDi Jt* T f f ílmm viö Tökum vel k cnón uesiuoi! NJÁLUERINDI Laugardag14.júlí Guðni Ágúst talar um Flosa Þórðarson JNFORMATION SOGUSETRIÐ Nú ct uppfý*am}aþ}onust4 fyrir fcnVimcnn "! húsa. Sigusetrinu v.ð 1 lifðarvegi Opið alla daga í sumar ki. 9-19 ÍMI.487-S781 CSM 895-9160 NtTMijaía@nj'ala,is VEFUR: www.njafa.i Aðgerðir byggðar á staðreyndum Jafn yndislegur árstími sem sum- arið alla jafna er setja fréttir af alvar- legum síysum í umferðinni ljótan blett á fallega sumardaga. Slysin eru aldrei fleiri en á sumrin enda þorri þjóðarinnar á faraldsfæti og um- ferðin oft þung. Ungir ökumenn eru hlutfallslega í miklum meirihluta þeirra öku- manna sem eiga aðild að óhöppum og slysum í umferðinni. Rannsóknir á umferðarslysum hafa sýnt að or- saka slysanna er helst að leita hjá öku- mönnunum sjálfum. Einnig hefur verið sýnt fram á að aukinni reynslu í umferðinni fylgir lægri óhappa- tíðni. Auknum þroska og hærri aldri fylgir einnig minni tilhneiging til að sækja í áhættusama iðkun líkt og hraðakstur eða ölvunarakstur. Nán- ari upplýsingar um samspil þessara þátta er að finna í rannsókn sem gerð var meðal framhaldsskólanema á Islandi árið 2004 fyrir Rannsóknar- nefnd umferðarslysa. Það er því ekki að undra að um- ræða um öryggi í umferðinni annars vegar og áhættuhegðun ungs fólks hins vegar hefur gjarnan verið sam- tvinnuð. Til skamms tíma hefur þeirri aðferð helst verið beitt hér á landi að ná til þessara ungmenna í gegnum auglýsingar, gjarnan mjög dramatískar og myndrænar, þar sem þau eru hvött til þess að sýna aðgát í umferðinni, fara að reglum og almennt sýna góða hegðun undir stýri. Með öðrum orðum, leitast hefur verið við að ná til þessa hóps og reyna að breyta viðhorfum hans með skilaboðum sem hafa náð yfir allan skalann, verið upplýsingagef- andi og höfðað til skynsemi upp í að vera sjokkerandi mynd af þeim óhugnaði sem alvarleg slys hafa í för með sér. Hanna Katrín Friðriksdóttir Áherslubreyting í baráttunni Undanfarið hefur mátt sjá merki áherslubreytingar í baráttunni gegn umferðarslysum. Löggæslan hefur verið efld og unnið er eftir stefnu- mótun sem byggð er á rannsóknum á því hvað skiptir máli í baráttunni gegn umferðarslysunum. 1 kjölfarið virðist áherslan einkum á tvennt: aukið eftirlit á vegum og greiningu á þeim ökumönnum sem valda slysunum. Aukið eftirlit hefur skilað sér í því að skráðum hraðakstursbrotum hefur fjölgað um 20% á milli ára, mun meira á höfuðborgarsvæðinu en landsbyggðinni. Munurinn er skýrður með aukningu í afköstum hraðamyndavéla á höfuðborgar- svæðinu auk þess sem sameining lögregluembætta á höfuðborgar- svæðinu hefur þar verið til góðs. Á sama tíma hefur dauðaslysum í umferðinni fækkað til muna og það er eftirtektarvert að alvarlegum um- ferðarslysum áhöfuðborgarsvæðinu fækkar á sama tíma og þeim fjölgar á landsbyggðinni. Eftirlit í umferðinni og tilheyr- andi viðurlög við umferðalaga- brotum hafa áhrif. Ekki síður mik- ilvægt starf er unnið þegar kemur að greiningu á þeim ökumönnum sem valdir eru að slysunum. Þegar upplýsingar um hegðunarmynstur þessa hóps liggja fyrir, byggðar á ítarlegum rannsóknum, er hægt að beina athyglinni að því að breyta þeirri hættulegu hegðun þessa hóps sem leiðir til þess að það er á stundum eins og að taka þátt í rússneskri rúllettu að bregða sér bæjarleið á bíl. Með fullri virðingu fyrir auglýsingaherferðum sem geta oft og tíðum skilað góðum tímabundnum árangri í viðhorfi til ákveðinna mála og málaflokka þarf að fara dýpra ofan í saumana hér og móta markvissa stefnu sem byggir á haldgóðum rannsóknum. Klárlega þarf viðhorf ökumanna til akstursins að vera í lagi. En það er hægt að ganga út frá því að öku- menn vilji almennt ekki lenda i um- ferðarslysi frekar en þeir vilji valda umferðarslysi. Samt gerist það. Rannsóknir sýna að slysavaldar eru yfirleitt ökumenn sjálfir með hegðun sinni. Þeirri hegðun þarf að breyta. Höfundur er aöstoðarmaður heilbrigðisráðherra KLIPPT 0G SK0RIÐ Nauðung nektardansar- ans var ófalin í viðtali Sölva Tryggvasonar við mæðgur frá Úkraínu í Islandi í dag. Móðirin sagðist stunda dansinn tekn- anna vegna. Hún þakkaði Geira á Goldfinger og eiginkonu hans fyrir að gera sér kleift að hitta dóttur sína á um níu mánaða fresti. Áður hafi hún starfað sem læknir á sjúkrabíl heima fyrir. Þau ræddu um það hvernig lífið er ekki alltaf eins og best verður á kosið. „Stundum er það ekki það sem ég vil fyrir mig heldur frekar það sem hentar fjölskyldu minni,“ sagði móðirin og Sölvi sneri sér að dótturinni. „Ég bara loka augunum fyrir því sem mamma gerir og held áfram,“ svaraði hún og brotnaði niður. Saman grétu þær mæðgur yfir örlögum sínum í íslensku sjónvarpi. Fréttamiðillinn Eyjan staldr- aði við úttekt Blaðsins á ríkisstjórnar- samstarfi Samfylk- ingar og Sjálfstæð- isflokks. „1 hverri viku semliðin er hefur komið upp á yfirborðið opinber ágreiningur innan ríkisstjórnarinnar,“ rita Eyjunnar menn og bæta við: „Þetta eru líklega álíka mörg ágreiningsmál og urðu opinber milli flokkanna sem mynduðu síðustu ríkisstjórn gjörvallt síðasta kjörtímabil en í því samstarfi virtust menn telja mikilvægt að fara ekki inn á pólitískt yfirráðasvæði samstarfs- manna sinna og höfðu skoðanir sínar einatt fyrir sjálfa sig þótt eftir þeim væri kallað.“ gag@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.