blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 12

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaóió Bræður á meðal tíu handtekinna Fíkniefnin eru talin mjög sterk Verðmæti efnanna um og yfir hálfur milljarour króna Erfitt er að meta verðmæti fíkni- efnanna sem fundust í aðgerðum lögreglunnar á Fáskrúðsfirði. Sam- kvæmt bráðabirgðaupplýsingum frá lögreglunni var magnið sem fannst ríflega 6o kíló. Bróðurpartur efnanna er amfetamín en einnig fundust 14 kíló af e-töfludufti og um 1800 e-töflur. Að sögn er efnið talið vera mjög sterkt og mögulegt hefði verið að þynna það verulega áður en það hefði farið í sölu. Miðað við að götu- verð á amfetamíni sé á milli 4.000- 6.000 krónur er ekki óvarlegt að áætla að heíldarvirði fíkniefnanna gæti verið talsvert meira en hálfur milljarður króna. Forvörn í handtökunni Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir SÁÁ, segir að upptaka þessara efna sé fyrst og fremst gagnleg í forvarn- arskyni. „Kæmust efnin inn í landið væri auðveldara að selja þeim sem enn hafa ekki ánetjast fíkniefnum. Fíklarnir sjálfir bíða annað hvort eftir næstu sendingu eða fóðra fíknina með einhverju öðru. Verðið hækkar kannski aðeins á næstunni en svo kemst jafnvægi aftur á þetta.“ freyrr@bladid.net Snæfellsnes Þrír menn á vélarvana báti Bátur varð vélarvana rétt utan við Rif á Snæfellsnesi, um hálfa mílu frá Tösku, í gær. Beiðni barst um aðstoð frá bátnum og björgunarskip Slysavarna- félagsins Landsbjargar, Björg frá Rifi, fór þegar á staðinn, tók bátinn í tog og dró hann til hafnar. Þrír menn voru í áhöfn bátsins sem er lítill plastbátur. gag ■ Húsleit í Færeyjum leiddi til handtöku tveggja manna ■ Fólki sem handtekið var í Kaup- mannahöfn sleppt ■ Fimmmenningar hafa allir komið við sögu vegna fíkniefnamála Eftir Frey Rögnvaldsson freyrr@bladid.net Tveir menn hafa verið handteknir í Færeyjum í tengslum við fíkni- efnasmyglið til Fáskrúðsfjarðar. Að sögn Bergleifs Brimvik, yfirlögreglu- þjóns við rannsóknarlögregluna í Færeyjum, er annar mannanna Fær- eyingur en hinn íslendingur, báðir á þrítugsaldri. Mennirnir voru handteknir um klukkan átta í fyrrakvöld eftir hús- leitir og frekari aðgerðir lögregl- unnar í Færeyjum. Við húsleitirnar fundust um tvo kíló af amfetamíni. Fíkniefnin sem fundust á Fáskrúðs- firði eru rúmlega 60 kíló samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum lögregl- unnar. Bróðurparturinn af efn- unum er amfetamín. Mennirnir tveir bætast í hóp þeirra átta sem þegar hafa verið handteknir, fimm hérlendis, tveir í Kaupmannahöfn í Danmörku og einn í Stafangri í Noregi. Fjórir þeirra sem handteknir voru hér heima hafa verið úrskurðaðir í fjög- urra vikna gæsluvarðhald en sá fimmti í eina viku. Þeirra á meðal eru bræðurnir Einar Jökull Einars- son, fæddur 1980, og Logi Freyr, fæddur 1976. Bjarni Hrafnkelsson er ásamt Einari Jökli talinn höfuð- paur málsins. Skútunni sigldu þeir Guðbjarni Traustason og Alvar Óskarsson. Mennirnir fimm hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður vegna fíkniefnimála. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Mönnunum tveimur sem handteknir voru í Kaupmanna- höfn var sleppt seinnipartinn í gær samkvæmt fréttastofunni Ritzau. Ekki hefur verið ákveðið hvort kraf- ist verður framsals á öðrum sem handteknir hafa verið erlendis. Ekki vitað hvaðan efnin koma Lögreglan stóð fyrir mjög um- fangsmiklum aðgerðum í fyrradag. Tveir menn voru handteknir á höf- uðborgarsvæðinu, leitað var í fimm húsum og einum báti í Sandgerðis- höfn og jafnframt tók lögreglan bíl í sína vörslu sem átti að rannsaka nánar í gær. Lögreglan hefur ekki gefið upp hvort húsleitir hér á landi hafi skilað einhverjum árangri. Á sama tíma voru lögregluaðgerðir í ► Um 700 manns koma f með- ferð hjá SÁÁ árlega vegna amfetamínfíknar. Árið 1997 var þessi tala um 400 manns Erfitt er að meta hversu W* margir neyta amfetamíns á íslandi en reikna má með þvf að það sé margfaldur fjöldi þeirra sem leita sér meðferðar. ► Amfetamín var fyrst framleitt árið 1887. Það er algengt vfmuefni sem hefur örvandi áhrif á þann sem neytir þess fullum gangi erlendis. Skútan sem fíkniefnin fundust í var flutt til Reykjavíkur í gær til nánari skoð- unar. Hún var að sögn leigð í Noregi og svo virðist sem hún hafi verið leigð gagngert til þessa verkefnis. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði á blaðamannafundi í gær- morgun að ekki hefði tekist að stað- festa uppruna efnanna. Sömuleiðis gaf lögreglan engar upplýsingar um hvort talið væri að mennirnir sem þegar hafa verið handteknir væru höfuðpaurar málsins eða hvort hugsanlegt væri að fleiri kæmu að málinu. Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari sem einnig sat fundinn vildi ekki tjá sig um hvert framhaldið yrði á málarekstri gegn mönnunum en ríkissaksóknari fer með málið. Þyngsti dómur sem fallið hefur í fíkniefnamáli hér á landi er tíu ára fangelsisvist en samkvæmt lögum er hægt að dæma menn til allt að tólf ára fangelsisvistar. Baru hitann og þungann af rann- sókninni Hulda María Stefánsdóttir aðstoðarsaksóknari, Friðrik Smári Björgvinsson, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar, og Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar, ásamt Stefáni Eiríkssyni lögreglustjóra. Blaðið/Júlíus FÍKN KERRUDAGAR Nú koma allarkerrurfrá topdrive með l.e.d Ijósum. Ný sending l Stóra Kerran Frígarðlýsing fylgir hverri seldri kerrru að verðmæti 15.900 kr. - *á meðan birgöir endast! aðeins 78.998 kr. Heimiliskerran *galvenseruð í aðeins 109.900 kr. skoðaðu úrvalið á topdrive.is V/SAi Topdrive.is Smiðjuvellir 3, Reykjanesbær 422-7722 Blær frá Torfunesi horaður en ekki veikur Stóðhestur vanhirtur Stjórn félagsins Torfuness-Blævar ehf. hefur segir að stóðhesturinn Blær frá Torfunesi hafi sætt slæmri meðferð í girðingu á Suðurlandi þar sem hann tók á móti hryssum. Fram kemur í yfirlýsingu frá stjórn- inni að málið hafi verið tilkynnt til dýraverndunaryfirvalda og verði rekið í þeim farvegi. Að sögn Baldvins Kr. Baldvins- sonar, eins af eigendum félagsins, er hesturinn ekki veikur og étur vel en það geti tekið langan tíma fyrir hann að ná fyrra þreki og þoli. Baldvin sagði að það væri sam- ræmi við dýraverndarlög og bú- fjárlög að tilkynna málið til dýra- verndunaryfirvalda. Það sé siðan ákvörðun dýralækna, sem fjalla um málið, hvort farið verði með það lengra. mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.