blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 37

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 37
blaðið LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 37 T480 HELGARVIÐTALIÐ berlega en þjóðin fann, eins og við báðir, að við áttum ekki samleið. Hann vildi breyta Framsóknar- flokknum og horfði meðal annars mjög til Evrópusambandsins. Ég var ekki sammála honum í þess- ari afstöðu og það var heldur ekki stór hluti framsóknarmanna enda höfðum við mótað stefnu okkar í Evrópumálum þar sem niðurstaðan var að stíga varlega til jarðar. Hall- dór var auðvitað utanríkisráðherra í níu ár og hefur eflaust mótast af því umhverfi. Saga Framsóknar- flokksins er þannig að það hlaut að reyna á innviði flokksins að ætla með hið frjálsa ísland inn í Evrópusambandið, það gat aldrei orðið stefna flokksins eins og kom á daginn. Hins vegar er það vont þegar menn halda því fram og trúa að flokkurinn þurfi endilega að um- breytast því auðvitað hefur Fram- sóknarflokkurinn í níutíu ár lifað með þjóð sinni og breyst eins og hún. Morgunblaðið hamrar stöðugt á þessari Moggalygi og við værum farnir að trúa því að það væri eitt- hvað að okkur. Ég álit að öll þau átök sem urðu við brottför Halldórs Ásgrímssonar séu að baki. Jón Sigurðsson gegndi formennsku í flokknum í 9 mánuði og var okkur mikilvægur sáttasemj- ari. Við erum komin yfir þá brims- kafla sem þarna risu í persónulegum átökum og horfum fram á við. Er ekki erfitt að vera í stjórnar- andstöðu með Vinstri grœnum? „Nei, það er ekki erfitt. Framsókn- armenn eru ekki vinstri grænir og verða aldrei. Vinstri grænir eru allt öðruvísi fólk með allt öðruvísi skoðanir. Sumt er ágætt hjá þeim en á öðrum sviðum eru þeir enn ekki komnir af heiðum Rússlands. Vinstri grænir hafa tekið töluvert af framsóknarfylgi, ekki síst út Almenn græðgi er orðin áber- andi. Það er alið upp í börn- unum okkar að allir eigi að vera ríkir, flottir og hálfbrjálaðir af græðgi. Þá er ekki litið til þess að lífið er skemmtileg ganga meðan maður hefur mat og klæði og er sæmilega aflögufær. Það er ekki gott að læða þeirri tilfinningu í sál fólksins að það lifi ekki góðu lífi nema það eigi miklar eignir og sé með ofurlaun. Við þurfum að leggja miklu meira upp úr hófsemdinni. Það er svo skrýtið að á þeim tíma sem Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórnarsamstarfi við Sjálfstæð- isflokkinn þá var alveg sama hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerði, kjós- endur reiddust honum aldrei. Það er engu líkara en stór hópur kjósenda telji að Sjálfstæðisflokkurinn sé undraafl í veröldinni sem geri alla ríka og það þykir óskaplega flott að vera sjálfstæðismaður. Að sama skapi höfum við framsóknarmenn sætt mjög harðri gagnrýni.“ Getur ekki verið að ráðherrar °g þingmenn Framsóknarflokks- ins hafi verið of viðkvœmir fyrir gagnrýni? „Maður verður að vera glaður og reifur í orrustunni. Heiðarlegur, sjálfum sér samkvæmur og sáttur við eigin samvisku. Gjöra rétt og þola ekki órétt. Maður verður að þola barsmíðarnar sem fylgja pólit- íkinni, það þýðir elckert að grenja. Framsóknarmenn urðu viðkvæmir fyrir gagnrýni og um leið fór liðið að sundrast. Nú þýðir ekkert að hugsa um þetta. Mér ber sem formanni að horfa fram á við.“ Það er gríðarleg breyting fyrir stjórnmálamann sem hefur gaman af því að láta verkin tala að vera allt í einu í því erfiða hlutverki að eiga að vakna skapvondur á morgn- ana og skammast alla daga út í þá sem stjórna landinu. Þetta er ekki í anda okkar framsóknarmanna. Við erum ekki svona gerðir. Við erum sanngjarnt fólk, hógvært og heiðarlegt. Áð vera í stjórnarand- stöðu eftir að hafa gegnt ráðherra- embætti verður vandasamt hlut- verk. En hérna stend ég og get ekki annað. Svona er pólitíkin og ég tek þessum breytingum sem sjálf- sögðum enda á enginn rétt á því að vera ævinlega í meirihluta," segir Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokksins, sem eftir átta ára starf sem landbúnaðarráðherra situr nú í stjórnarandstöðu. Það er varla auðvelt verk að vera formaður Framsóknarflokks- ins þegar fylgi flokksins er jafn lítið og raun ber vitni? „Égtókvið Framsóknarflokknum eftir verstu kosningaúrslit í 90 ára sögu flokksins. Það var margt sem stuðlaði að þeim úrslitum, þar á meðal ósamstaða og átök innan flokksins. Iraksmálið lék okkur grátt, sömuleiðis fjölmiðla- málið og síðan afar ósanngjörn umræða um óheiðarleika fram- sóknarmanna. Þessi mikli flokkur Eysteins Jónssonar og Steingríms Hermannssonar fór halloka í um- ræðunni um stóriðjuáform og nátt- úruvernd. Það er ekki rétt að við viljum virkja hvern einasta foss og sökkva landinu en við hefðum mátt gæta meira hófs og ég tel að við verðum að fara yfir sýn okkar í náttúruverndarmálum. Eins má spyrja sig hvort sérstaða okkar hafi horfið í hinu langa samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Átökin að baki Ekki verður annað séð en hópur áhrifamanna í Framsóknar- flokknum hafi á sínum tíma lagt mikið á sig til að koma í vegfyrir að þú yrðirformaður Framsóknar- flokksins. Iþeim hópi var Halldór Ásgrímsson sem vildi þig ekki sem arftaka. Var ekki erfitt að eiga í þessum átökum? „Jú, það var erfitt. Reyndar tók- umst við Halldór ekki mikið á opin- hhhm Ingibjörg Sól- W rún trúir því að ' hún geti leyst vandamál fyrir botni Miðjarðarhafs. Ef hún leysir þau hefur hún sýnt að hún er afreks- stjórnmálamaður. Ekki gat Bill Clinton það en ef hún sættir þessa aðila þá held ég að ég muni barasta ganga í flokkinn hennar. af átökum sem við stofnuðum til sjálfir. Einnig snýr það að ágrein- ingi um Evrópusambandið en ekki síður vegna þeirrar hægri slagsíðu sem íslenskt samfélag hefur búið við síðustu árin og fylgir EES-samn- húsgögn fyrir fólk á öllum aldr bao hornsófi : . / 19&x248cmt MIKIÐ URVAL í Borð. T890 Stóll. SE65 Karolin Svefnsófi Borð Korfu hornsófi192x242cm Stól ELDHUS BORÐUM tóll. SG 45i 2,0.6*° Borð/T 1223 v ■ Stólr SE 680i i Suprima 90x200cm 33.280,- áður 41 .öGO.- 1 20x200cm 42.400,- áður 53.U0C. 1 40x200cm 49.360,- áður 61. / GG, STÓLUM. Mefö *&aSSB> Samba svefnsófi SG SERSMIÐUM ELDHÚSBORÐ Rondö íslen%kur stóll www. toscana. is Rafmagnsrúm veró áður 1U1.600 HÚSGAGNAVERSLUN TOSCANA SMIÐJUVEGI 2, KOP S:587 6090 HÚSGÖGNIN FÁSTEINNIG i HÚSGAGNAVAL, HÖFN S: 478 2535
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.