blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 45

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 45
Þrettán nýir erlendir leikmenn skráðir til Miklar tilfæringar liöa á millum Talsverð félagaskipti hafa orðið í körfuboltanum undanfarna daga enda styttist í að Iceland Express- deildir karla og kvenna hefjist. Þrettán nýir erlendir leikmenn eru skráðir til leiks hingað til. Deildarkeppni kvenna hefst 13. október en karla þann xi. október og eru liðin í óðaönn að púsla liðum sínum í form fyrir leiktiðina. Fyrir utan þá þrettán sem nýir eru í bolt- anum hér á landi eru fjölmargir aðrir að skipta um lið og er áber- andi hversu margir hafa gengið til liðs við Val í kvennaflokki. Það á sér tió þá skýringu að kvennakörfulið þróttafélags stúdenta var lagt niður NYTT ERLENT VINNUAFL Alan Fall Skallagrímur David Fanning Fjölnir Drago Pavlovic Fjölnir Joanna Skiba UMFG Serge Poppe Tindastóll Donald Brown Tindastóll Read Mostafa Hamar Sonny Troutman IR Marko Palada ÍR Luka Marolt Þór Akureyrl Cedric Isom Þór Akureyri Anders Katholm Snæfell George Byrd Hamar í sumar og flestar stúlkurnar þaðan skráðu sig í Val sem keppir í efstu deild nú í fyrsta sinn í áratug. Úrslitaleikur Visa-bikarkeppni kvenna í dag Vesturbæjarstúlkur sigurstranglegri í dag klukkan fjögur hefst úrslita- leikur Visa-bikarkeppni kvenna þegar KR og Keflavík etja kappi á Laugardalsvellinum. KR er talið sigurstranglegra. Stelpurnar úr Keflavík eru þegar komnar lengra í þessari keppni en þær sjálfar og líklega flestir aðrir áttu von á en þær hafa leikið betur þetta sumarið en þær hafa gert áður bæði í deild og bikar. En leið þeirra í úrslitaleikinn hefur ekki verið mörgum þyrnum stráð og þar hafa þær ekki mætt stórliði á borð við Blika eða Val. Verður því að telja KR líklegra til afreka enda stúlkurnar í vesturbænum fúlar með að hampa ekki íslandsmeistaratitlinum og vilja ógjarna enda tímabilið án þess að ná einum svoleiðis grip. Þær rass- skelltu Breiðablik í undanúrslitum eftir að Blikastelpur höfðu sent Is- landsmeistara Vals úr keppninni einni umferð áður. Ekki er heldur langt síðan KR vann Keflavík 4-0 á útivelli í deildinni. LEIÐKR KR - Þór/KA 5-2 KR - Breiðablik 7-3 LEIÐ KEFLAVÍKUR Keflavík - HK/Víkingur 1-0 Keflavík - Fylkir 6-5* Keflavík - Afturelding 2-1 Keflavrk - Fjölnir 3-1 Taívan útundan Ekki verður hlaupið með hinn víðfræga Ólympíukyndil gegnum Taívan eins og vonir stóðu til í upphafi vegna andstöðu Kínverja sem halda leikana næsta sumar. Kín- versk stjórnvöld viðurkenna ekki sjálfstæði Taívans og því fannst enginn flötur á tilraunum Ólympíunefnd- arinnar til að fá það í gegn. Kínverjar munu ennfremur ekki spila þjóðsöng Taívans á leikunum sjálfum né heldur flagga fána þeirra. Þrjár af 52 Aðeins þrjár konur fengu styrki úr Afrekskvennasjóði Glitnis þegar úthlutað var í gær. Fríða Rún Einarsdóttir fimleikakona, Helga Margrét Þorsteinsdóttir frjálsíþrótta- kona og Sara Björk Gunnars- dóttir knattspyrnukona fengu hálfa milljón króna hver um sig en aðrar 49 urðu að frá að hverfa. Hjarta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.