blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 41

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 41
blaóió LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 41 LÍFSSTÍLLSPJALLIÐ bladid@bladid.net Það var togast á um hvort við ættum að vera þarna eða ekki en niðurstaðan var sú að heimsbyggðin þyrfti að fylgjast með þessu. Það er skemmtilegt frá því að segja að öll íslenska pressan bjó heima hjá Árna Johnsen í eitthvað á annað mánuð. Eftirminnileg atvik úr starfi blaðaljósmyndara Blaðaljósmyndarar upplifa margt á ferli sínum enda starfið í senn fjölbreytt og spennandi. Þeir eru oftar en ekki fyrstir á vettvang þegar merkilegir atburðir eiga sér stað og leggja metnað sinn í að skrásetja söguna með myndavél- inni. Þá komast þeir enn fremur í meira návígi en margir aðrir við fólk í fréttum hvort sem um er að ræða popp- stjörnur eða pólitíkusa. Blaðið ieitaði til fimm valinkunnra blaðaljósmyndara og fékk þá til að rifja upp eftirminnileg atvikfráferlinum. Fann jarðskorpuna hreyfast Minnisstæðasti atburður sem ég hef upplifað á mínum blaðaljósmyndaraferli og verður sjálfsagt aldrei skákað er Vestmannaeyjagosið. Ég kom til Vestmannaeyja gosnóttina einhvern tíma milli tvö og þrjú en gosið hófst rúm- lega eitt. Þegar við komum út í Heimaey lá eldsprunga þvert yfir hiluta eyjunnar. Það sáldrað- ist yfir okkur gjóska og maður fann hreyfinguna á jarðskorpunni og þá flögraði að manni að maður væri nú betur kominn heima en þarna. En svo vandist maður fljótt aðstæðunum og vildi vera þarna og sjá og upplifa eins og forvitinn ljósmyndari þarf að gera. Ég var þarna meira og minna allan gostimann og fylgdist með því sem var að gerast hverju sinni. Fyrstu dagarnir voru mjög erfiðir. Það voru mikil átökþví að eyjarskeggjar sjálfir fengu ekki að fara til eyjarinnar fyrstu dagana eftir gos og þeim þótti súrt í broti að sjá fjölmiðla- menn fjölmenna þangað út. Það var togast á um hvort við ættum að vera þarna eða ekki en niðurstaðan var sú að heimsbyggðin þyrfti að fylgjast með þessu. Það er skemmtilegt frá því að segja að öll íslenska pressan bjó heima hjá Árna Johnsen í eitthvað á annað mánuð. Við komum og fórum en alltaf fengum við inni á hjá honum. Allir flugvellir iokaðir Eitt sinn lenti togari í neyð fyrir utan Ólafs- vík eftir að leki hafði komið að honum. Við flugum vestur í brjáluðu veðri og ég tók mynd af togaranum þegar hann náði landi. Á mynd- inni sést þegar verið er að kasta kaðli í land og í forgrunni er maður sem sýnir hvað veðrið var brjálað. Á leiðinni til baka lentum við í vandræðum því að þá lokuðust allir flugvellir á landinu. Sá eini sem var opinn var Akureyrarflugvöllur sem var alveg við það að lokast. Við vorum ekki með mikið flugþol og þurftum að taka ákvörðun mjög hratt, hvort við myndum hringsóla yfir Reykjavík og bíða eftir að veðrið lagaðist eða fara til Akureyrar. Ef hann my ndi lokast þá yrði aðflugið miklu verra þar þannig að við ákváðum að fljúga í hringi. Það myndaðist gat í éljaklasanum og við fylgdum því eftir þangað til það lá yfir brautinni og þá fórum við í gegn. Okkur tókst að lenda en það þurfti að senda brautarbíl til að sækja okkur því að bylurinn skall svo snöggt á. Aftur á móti missti myndin eiginlega marks því að maðurinn sem sýndi hvað veðrið var slæmt var klipptur af henni þannig að maður Filmunni komið undan Eftirminnilegasti en jafnframt átakanlegasti atburðurinn á mínum starfsferli var þegar Albert Guðmundsson sló úr mér tönn en ég hef ekki áhuga á að fara nánar út í þá sögu því að það er búið að segja hana svo oft. Sá skemmtilegasti var hins vegar þegar ég tók mynd af Friðriki krónprins Dana með unga stúlku upp á arminn á skemmtistað hér. Lífverðir hans heimtuðu filmuna en ég kom henni undan til vinkonu minnar sem var á staðnum. Þeir eltu hana inn á klósett, sturtuðu úr töskunni hennar en henni tókst að koma filmunni undan í lögreglufylgd. Myndin birtist á forsíðu Álþýðublaðsins og síðar á forsíðu Extrablaðsins sem keypti alla söguna. Sorglegustu atburðirnir áttu sér stað á sólarhring í byrjun ferilsins. Ég var sendur austur á Skeiðarársand þar sem frönsk stúlka hafði verið myrt og systir hennar nánast lim- lest. Það erfiðasta var óvissan á sandinum því að byssumaðurinn var enn í felum þar. Ég var varla kominn í bæinn þegar ég var sendur á Breiðafjörð þar sem bátur hafði farist. Ég hafði aldrei áður lent í tveimur jafnhrikalega sorglegum atburðum á innan við sólarhring. Símtal í eldflaugaárás Ég var staddur í borginni Ramallah á Vest- urbakkanum þegar slitnaði upp úr vopnahléi ísraelsmanna og Palestínumanna árið 2000. Ég hafði varið deginum í að mynda bardaga hermanna úr báðum fylkingum. Það var komið kvöld þegar israelskar herþyrlur hófu skyndilega eldflaugaárás á nærliggjandi íbúð- arhús. Mannfjöldinn hljóp af stað í glundroða ásamt mér. Þá hringdi síminn og var það kollegi minn frá íslandi. Ég svaraði á hlaupum. „Sæll, Þorvaldur. Hefur þú ekki það gott þarna úti?“ Ég svaraði að ég gæti ekki talað, ég væri í miðri eldflaugaárás og væri að reyna að forða mér. „Er ekki maturinn bara góður þarna?“ segir hann þá. „Nei, ég get ekki talað það er búið að taka rafmagnið af borginni og ég finn ekki bílstjórann minn.“ „Jæja, vinur. Það er gott að þú hafir það fínt. Mér skilst að það séu fínar strendur þarna einhvers staðar í nágrenn- inu,“ sagði félagi minn sem hélt að ég væri að grínast. Þá heyrðust drunur fyrir aftan mig og því tímabært að enda símtalið og herða á hlaup- unum. „Ég þarf að hætta núna en ég er ekki með sunddót með mér. Bless í bili,“ sagði ég. Á endanum fann ég bílstjórann og við keyrðum í tvo tíma eftir krókaleiðum út úr borginni þar sem öllum vegum hafði verið lokað. A bögglabera út á flugvöll í vor var ég að vinna fyrir UNESCO á stað sem heitir Mopti í Malí og ætlaði að taka flug til Timbúktú. Ég bókaði leigubíl kvöldið áður af því að það er bara vikulegt flug til Timbúktú og það var bara einn leigubíll í bænum. Flugið var kl. 9 og þegar ég valmaði um hálfsjöleytið bað ég starfsmann hótelsins um að tékka á leigubílnum. Þá var bílstjórinn kominn 400 km í burtu og orðinn fullur því að hann hafði fengið svo góðan túr og var að skála fyrir honum. Ég leit á næturvörðinn og spurði hann hvernig ég ætti að komast út á flugvöll en þangað voru sjö kíló- metrar og ég var með mikið af myndavélum og öðrum farangri. Næturvörðurinn svaraði: Heyrðu, ég hjóla bara með þig. Síðan lögðum við af stað í þessari afrísku dagrenningu. Ég sat á bögglaberanum sem er líklega versta sæti sem ég hef setið á. Svo var hjólið gíralaust og vindlaust og því erfitt fyrir þennan blámann að hjóla með hvítan mann á bögglaberanum. Hann svitnaði þvílíkt og mér fannst ég vera eins og nýlenduherra að berja á honum. Ég náði þó fluginu en var varla göngufær í tvo dagaáeftir. *'
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.