blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 16

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 16
16 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaðið Útgáfufélag: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Árvakur hf. Ólafur Þ. Stephensen Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Þröstur Emilsson Elín Albertsdóttir Lögreglan fær fullt hús Full ástæða er til að óska lögreglunni í landinu til hamingju með vel heppnaða aðgerð í mörgum löndum í fyrradag. Allt gekk upp; lögreglan fær fullt hús stiga. Og engin ástæða er til að gera lítið úr árangri slíkra aðgerða í baráttunni gegn fíkniefnum, eins og borið hefúr á eftir að málið komst í há- mæli. Þeir, sem skipuleggja jafnstórfelldan fíkniefnainnflutning, sem teygir sig til jafnmargra landa, eru ekki brjóstumkennanlegir fíklar, sem stunda smá- glæpi til að fjármagna neyzluna. Þeir eru harðsvíraðir glæpamenn, sem sjá hagnaðarvon í fíkn annarra. Fíkniefhasmygl af þessari stærðargráðu er skipulögð glæpastarfsemi, sem á ekki að ná fótfestu í landinu. Það skiptir miklu máli að smyglararnir náð- ust og það skiptir líka máli að þeir, sem sekt sannast á, fái þunga dóma. Aðrir hugsa sig þá kannski tvisvar um áður en þeir reyna sambærilegan glæp. Þeir, sem halda því ffam að hægt sé að leysa fíkniefhavandann í heilbrigð- iskerfinu með því að ráða bug á fíkninni, segja aðeins hálfan sannleikann. Þeir verða alltaf til, sem ota fíkniefnum að ungu fólki í þeirri von að það falli fyrir þeim og verði þeim háð, þannig að þeir geti sjálfir hagnazt á neyð þess. Það er sannað að ungt fólk, sem tekur jafhvel aðeins eina „alsælutöflu“ á borð við þær, sem fundust í farangri smyglaranna - jafhvel án þess að vita um hvaða eitur er að ræða - getur með því eyðilagt heilsu sína og hamingju til ffambúðar. Það er hlutverk lögreglunnar að uppræta þá, sem halda slík- um efhum að fólki. Skipulögð glæpastarfsemi er alþjóðlegt fyrirbæri. Þar af leiðir að löggæzl- an þarf jafnffamt að verða alþjóðleg. Evrópusamstarf lögregluyfirvalda var lykillinn að því að koma upp um fíkniefnasalana, sem lögregla í fjórum löndum greip í fyrradag. Efling innlendra löggæzlustofnana; fíknefnalög- reglu, sérsveitar og landhelgisgæzlu; er lykilatriði, vilji menn grípa fleiri slíka. Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri benti á það á blaðamannafundi í fyrradag að opin leið virtist fyrir fíkniefnasmyglara ffá meginlandinu til Is- lands yfir hafið. Það blasir við að nánast ómögulegt er að verja strandlengju landsins fyrir smyglurum og fylgjast með hverjum einasta báti. Þeim mun mikilvægara er að lögregla nýti sér greiningarstarfsemi, óhefðbundnar rann- sóknaraðferðir og samstarf við lögregluyfirvöld í nágrannalöndunum til að komast á snoðir um áform glæpamanna. Þessi vel heppnaða aðgerð lögreglunnar verður vonandi til þess að lög- reglu- og dómsmálayfirvöld haldi áffam á sömu braut í baráttunni við skipulagða glæpastarfsemi og láti ekki úrtöluraddir hafa áhrif á sig. Ólafur Þ. Stephensen SÆKTU LEIÐARANN Á WWW.MBL.IS/PODCAST Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjóm & auglýsingan Hádegismóum 2,110 Reykjavik Aðalsími: 510 3700 Simbréf á fréttadeild: 510 3701 Slmbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettii@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Larrdsprent ehf. r /*\ r ,TM PENZINT Nærandi, græðandi og rakagefandi PENZIM með í fríið PBNZIM PENZIM HeyV«.' kspEHAaT reltur'eM í piluu-u- ■poLMJVUM 4 Auðlindasj óður Þau gleðitíðindi bárust nýlega úr íslenskum orkuiðnaði að Goldman Sachs hefði hug á að fjárfesta í Geysi Green, íslensku orkufyrir- tæki sem á hlut í Hitaveitu Suð- urnesja og hefúr stórhuga áform um útrás. Athygli vakti að í um- ræðum um hina erlendu fjárfest- ingu kom ffam andstaða og þá ekki síst hjá formanni Framsókn- arflokksins sem brá sér að venju í hlutverk nátttröllsins. 1 hinni hörðu alþjóðlegu sam- keppni um lífskjör er erlend fjár- festing í íslensku atvinnulífi afar mikilvæg. Ekki á það síst við í þekkingariðnaði eins og orkuiðn- aðinum þar sem skapast áhugaverð störf, vel launuð fyrir menntað fólk sem skilar miklum tekjum enda gríðarlegar fjárfestingar á bak við hvert starf. í stað þess að gleðj- ast elur stjórnarandstaðan, með leiðtoga sinn Guðna Ágústsson í broddi fylkingar, á fordómum í garð útlendinga og hræðsluáróðri um einkavæðingu auðlinda og al- menningsveitna. Og þó var það einmitt Framsóknarflokkurinn sem færði landeigendum auðlindir í jörðu á silfurfati. Sami flokkur heimilaði hömlulaus viðskipti með þessar jarðir og enn var það sami flokkurinn sem seldi hlut ríkisins í almenningsveitum til einkafyrir- tækis. Nú er hann ekki lengur í ríkisstjórn heldur stjórnarand- stöðu og er því á móti öllu, líka eigin ákvörðunumlAuðvitað eru hinir erlendu aðilar ekki að falast eftir hlut í Geysi vegna áhuga á pípulögnum á Reykjanesi. íslend- ingar búa svo vel að vera í fremstu röð í heiminum í nýtingu jarðhita og nú á tímum hnattrænnar hlýn- unar er það gríðarlega mikils virði. Það er umhugsunarefni hvers vegna við höfum ffam að þessu einkum verið í útrás í tiltölulega nýjum atvinnugreinum og á svið- um þar sem við höfum ekki áður haft mikið forskot og það á meðan sá iðnaður sem við erum hvað best í hefur að mestu setið eftir - fyrir utan eina og eina virkjunarffam- kvæmd. Ástæða þess er fyrst og ffemst það vonda skipulag sem við höfum haft í orkuiðnaði og rangar pólitískar áherslur, einkum vegna afskipta Framsóknar. Það er fagn- aðarefni að við séum komin með nýjan iðnaðarráðherra sem lætur Helgi Hjörvar að sér kveða og vekur það vonir um nýtt skipulag sem skilar betri árangri. Þau fyrirtæki sem hafa verið ráðandi á orkumarkaði eru opin- ber fyrirtæki. Ástæða þess er sú að við teljum flest mikilvægt að ákveðnir þættir á orkumarkaði séu í opinberri eigu. En opinber fyr- irtæki eiga ekki að vera áhættusæk- in, eiga hægt með að laða að sér fjármagn og eiga að leggja höfuð- áherslu á þarfir Islendinga en ekki útrás. Fyrir vikið höfúm við ekki virkjað nema brot þeirrar þekk- ingar og tækifæra sem við eigum á þessu sviði, líkt og var um við- skiptabankana fyrir einkavæðingu. Það sem við þurfum að gera er eins og iðnaðarráðherra hefur bent á, að tryggja meirihlutaeign hins opinbera á dreifiveitum sem eru i eðli sínu einokunarstarfsemi. Jafn- vel á að koma til greina að þær séu alfarið í opinberri eigu. Þá þarf að skilja á milli auðlindanna og orku- fyrirtækjanna og tryggja almanna- eign þeirra auðlinda sem Fram- sókn var ekki búinn að láta af hendi en það er sem betur fer stærstur hluti auðlindanna. Að þessu fengnu er ekkert því til fyr- irstöðu að hleypa atvinnulífinu í ríkari mæli inn í orkuvinnslu og sölu og virkja þannig einkaffam- takið og afl þess, en tryggja um leið almenningi eðlilegt endurgjald fyr- ir afnot af sameiginlegum auðlind- um. Við jafnaðarmenn höfum ítrekað bent á svipaða aðferða- ffæði, t.d. um sameiginlegar auð- lfndir okkar í hafinu umhverfis landið. Olíusjóður Norðmanna er auðvitað kennslubókardæmi um hvernig farsællega má á félagslegan hátt tryggja að allur almenningur njóti góðs af auðlindum landsins. Slíkar aðferðir má auðvitað nota í orkuvinnslu, ef hér hefst einhvern- tíma olíuvinnsla, við leigu á fjar- skiptarásum í lofti, úthlutun á óveiddum fiski í sjó o.s.ffv. Slíkt gæti falið í sér sögulegar sættir sjónarmiða um einkarekstur ann- ars vegar og almannahagsmuni hins vegar. Höfundur er alÞingismaður PENZIM eftir sólina Penzlm fæst ( apótekum, hellsubúöum og verslunum Nóatúns um land allt. penzim.is KLIPPT OG SKORIÐ Björn Bjarna- son dóms- málaráð- ■ herra er eins og stoltur faðir þegar hann á vef sínum éttk , Æ lýsir yfir velþóknun mikilli á ár- angursríkum aðgerðum lögreglu og landhelgisgæslu þegar komið var upp um stórfellt smygl á am- fetamíni og e-töflum í skútu þeirri er leit var gerð í í Fáskrúðs- fjarðarhöfn fyrr í vikunni. Talar Bjöm um merkan atburð í sögu löggæslu hérlendis og sendir öll- um þeim er hlut áttu að máli hér heima sem erlendis sínar bestu kveðjur og þakkir fyrir árvekn- ina. Lögffæðing- urinn Borgar ÞórEin- arsson er að nokkru leyti sammála Birni og segir í ritstjórn- arpistli á deiglunni.com að lög- regluyfirvöld geti með réttu hreykt sér af góðum árangri í þessu ákveðna máli. Hann setur þó þann varnagla að ákveðin hætta sé á að ýmsir geti fengið þær ranghugmyndir í kollinn að hægt sé að vinna endanlega á fíkniefnavandanum með lög- regluvaldi og sæki sér sífellt viða- meiri valdheimildir til þess arna. Það er hrein og klár firring að mati Borgars. ndir það sjónar- mið taka gárungarnir á andríki.is full- um hálsi Vissu- lega hafi miklu magni fíkni- efna verið náð með aðgerðum lögreglu en árangurinn sé í besta falli lítill og tímabund- inn. Fíkniefni haldi áffam að flæða landa millum þrátt fyrir strangar refsingar og jafnvel dauðarefsingar víða um heim. Fíkniefnaneysla sé böl en með lögregluaðgerðum hafi hvergi tekist að draga úr því böli. Verkeífiið sé óraunhæff. albert@bladid.net
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.