blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 22

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaöió Biður Einar afsökunar Orð Kristjáns L. Möller samgönguráðherra í Grímseyjarferjumálinu hafa dregið dilk á eftir sér. Kristján sagði að loknum ríkisstjórnarfundi um miðjan ágúst, þar sem hann kynnti skýrslu Ríkis- endurskoðunar um kaup og endurbætur á nýrri Grímseyjarferju, að ráð- gjöf hefði brugðist. Ráð- herra gagnrýndi harðlega þátt Einars Hermanns- sonar skipaverkfræðings og gaf Vegagerðinni fyr- irmæli um að skipta um ráðgjafa. „Það var ósanngjarnt af mér að nefna hann einan og ég hef beðið hann afsökunar á því. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar er að málið hafi farið úrskeiðis á öllum stigum og hjá öllum aðilum en meginþung- inn og ábyrgðin er hjá Vegagerðinni og samgönguráðuneytinu. Ég leit aldrei svo á að Einar bæri ábyrgð á þessu máli einn. Ég vildi fá verk- efnastjórn að málinu og þar með nýja ráðgjöf. Það var ekki gert og það gagnrýndi Ríkisendurskoðun meðal annars. Ég taldi að Vega- gerðin ætti að leita til sérfræðinga Siglingastofnunnar en þar vinnur mjög hæft fólk á þessu sviði. Einn skipaverkfræðingur frá Siglinga- stofnun er í verkefnastjórninni núna. Ef ummæli mín eru skoðuð þá er það alveg klárt að það eina sem ég hef sagt er að það bæri að skipta um ráðgjafa í málinu. Þá var ég spurður hvaða ráðgjafi þetta væri og ég svaraði því. Einar tók því sem ærusviptingu og það þykir mér leitt. Orð min voru ekki þannig meint,“ segir Kristján Möller. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@bladid.net Þinguðum og tókumst á „Ég bað Einar um að hitta mig í vik- unni og við áttum ágætisspjall um málið í tvo og hálfan klukkutíma. Á þeim fundi bað ég hann afsökunar á því að hafa nefnt hann einan í þessu máli og ítreka þá afsökunarbeiðni hér. Stærstu deilur manna á milli skapast yfirleitt vegna þess að fólk talar ekki saman. Þetta var góður fundur, við tókumst á en skildum sáttir. Ég hef kallað til mín hóp manna út af þessu máli, bæði til að þiggja ráð og glöggva mig betur á því. Þeirri vinnu er ekki lokið.“ Kristján segir ekki í sínum verka- hring að gefa Vegagerðinni fyrir- mæli um hvort eða við hvaða ráð- gjafa skuli skipt. „Ég fór einungis fram á nýja ráð- gjöf í þessu tiltekna máli í ljósi þeirra upplýsinga sem fyrir lágu, en það er ekki mitt að velja Vega- gerðinni ráðgjafa eða segja henni fyrir verkum að öðru leyti. Málið var komið í óefni. Mitt verkefni er að vinna sem best úr málum úr því sem komið var.“ I aðdraganda alþingiskosning- anna síðastliðið vor beindi Krist- ján Möller augum almennings að nýrri Grímseyjarferju og gagnrýndi harðlega hvernig að verki hefði verið staðið. Kristján kallaði málið klúður og gagnrýndi harðlega þáver- andi samgönguráðherra. Nú sætir Kristján sjálfur gagnrýni fyrir fram- göngu sína í málinu. „Ég get skilið gagnrýnina sem spratt vegna ummæla minna um Einar [Hermannsson]. Orð mín kunna að hafa virkað þannig á fólk að ég væri að benda á einn mann og segja að allt væri þetta honum að kenna. Þeir sem þekkja mig vita að ég vinn ekki þannig og mér þykir mjög leiðinlegt að sá misskilningur skuli hafa komist á kreik.“ Eigum ekki að hætta við Kostnaður við nýja Grímseyjar- ferju er nú kominn yfir 500 millj- ónir króna. Þær raddir heyrast æ oftar að nú sé mál að linni, best sé að hætta við og kaupa nýja ferju. „Það þykir mér óábyrg afstaða. Þá fyrst væri sóun á fjármunum al- GRÍMSEYJARFERJAN Tólf ára gömul ferja, Oilean Arann, var keypt í lok nóv- ember 2005 frá írlandi fyrir rúmar 100 milijónir á verð- lagi þess árs. Þegar hafa verið greiddar tæpar 300 milijónir vegna endurbóta og er áætlað að endanlegur kostnaður verði um 500 milljónir króna. Taka átti ferjuna í notkun í nóvember í fyrra en áætlað er að hún komist í gagnið í nóvember næstkomandi. mennings orðin alger. Það er vand- séð að við gætum selt þessa ferju eða fengið fyrir hana eitthvað í líkingu við það sem við höfum eytt. Eg trúi því og treysti að eftir alla þessa vinnu verði ferjan fullnægjandi og góð fyrir Grímseyinga og ferða- menn þeirra. Ég hyggst ganga rækilega úr skugga um það að réttir aðilar yfir- fari ferjuna á vandaðan hátt þannig að Grímseyingar fái traust og ör- uggt sjóskip. Verkefnastjórninni er ætlað að ganga úr skugga um það og fylgja ferjunni úr hlaði og hafa við það i huga hagsmuni Grímseyinga og ríkissjóðs." Hefði verið nær að kaupa nýtt skip „Það er hægur vandi að vera dóm- ari á mánudegi þegar leikir helgar- innar eru liðnir. Eftir á að hyggja má segja að það hefði verið betra að kaupa nýtt skip. Ég trúi því að menn hafi í raun og veru ætlað sér að spara ríkissjóði verulegar fjárhæðir með því að gera skipið upp. Því miður hefur komið í ljós að í þessu máli spöruðum við aur- inn og köstuðum krónunni. Það er bara staðreynd að allur undirbún- ingur málsins hefur ekki verið nógu góður,“ segir Kristján. Hann segist skilja gremju Gríms- eyinga en hafnar því að framúr- keyrsla við nýja ferju sé þeim að kenna eða kröfum þeirra. „Það var þrýst mjög á þá að sam- þykkja þessi kaup. Tekið var við flestum óskum þeirra áður en sjálft útboðið á ferjunni fór fram. Þær óskir miðuðu að því að gera skipið jafngott og ekki lakari kost en nú- verandi Sæfara. Þannig að mér hefur fundist ómaklega að þeim vegið í þessum efnum. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að notendur mannvirkja eigi að fá að koma sjón- armiðum sínum að við hönnuði og umsjónaraðila. Það er jú verið að gera þetta fyrir þeirra pening. Það er alls ekki Grímseyingum að kenna að verkið fór fram úr áætlunum.“ Vill sameina samgöngustofnanir „Ég velti fyrir mér hvort þessi mála- flokkur eigi ekki frekar heima hjá Siglingastofnun þar sem er hópur sérfræðinga á þessu sviði. Það kemur jafnvel til greina í mínum huga að sameina Siglingastofnun og Vegagerðina í eina stofnun þar sem menn geta samnýtt þá reynslu sem óneitanlega er til staðar hjá báðum stofnunum. Af þessu gæti hlotist töluvert hagræði en ég bíð spenntur eftir þessari stjórnsýslu- úttekt Ríkisendurskoðunar, sem reyndar beinist að Vegagerðinni og Siglingastofnun, og mun skoða þær niðurstöður vandlega." Ekki tilefni til áminninga „Það er niðurstaða skýrslu Rík- isendurskoðunar að Vegagerðin og samgönguráðuneytið, ásamt öðrum, hafi brugðist í þessu máli. Ég hef verið að fara yfir það í gegnum verkferlana í ráðuneytinu hvernig þessu máli var háttað og hef eytt ómældum tíma í að lesa mig í gegnum minnisblöð og tölvupósta. Ábyrgðin er endanlega ráðherrans eins og Sturla Böðvarsson, forveri minn, sagði í yfirlýsingu sinni um málið. Ég hef farið vandlega yfir þetta mál innan ráðuneytisins og sé ekki að tilefni sé til að áminna starfs- menn þar. Málið var á forræði Vegagerðarinnar en samgönguráðu- neytið var nokkurs konar milliliður. Ég hef ákveðið að tryggja að ná- kvæmar verkáætlanir liggi fyrir um öll mál innan ráðuneytisins komi það á einhvern hátt að málum sem eru hjá undirstofnunum þess. Nú liggur til dæmis fyrir nákvæm verk- áætlun innan ráðuneytisins um end- urbæturnar á Grímseyjarferju.“ Perla sem allir ættu að sjá „Mig langar til að koma þessu skipi í gagnið. Það sem mestu máli skiptir er að Grímseyingar verði sáttir við þennan farkost. I Grímsey búa um hundrað manns og ég lít á það sem skyldu mína að koma til móts við þarfir þeirra. Það er skylda mín, og okkar allra, að tryggja áframhald- andi byggð á landinu öllu. Traustar samgöngur eru lykilatriði í þeim efnum. Eg vil líka hvetja fólk til þess að gera sér ferð til Grímseyjar. Þarna býr afar gott fólk og gestrisið í sér- stæðu samfélagi og fallegri náttúru. Allir íslendingar eiga að fara þangað að minnsta kosti einu sinni.“ Þúkemstfljótlad! ...en þú getur llka pantað tfma fflmSiniBfiP Rakarastofan Klapparstíg siofnað 1918 4 * sími 551 2725 Punktar Safnaðu Glitnispunktum á meðan þú sefur Þú safnar Glitnispunktum jafnt og þétt þegar þú ert i Vildarklúbbi Glitnis. Þannig getur þú einbeitt þér að því að lifa þínu lífi og á meðan safnast punktarnir upp, meira að segja þegar þú sefur. Einfaldara getur það varla verið. Þetta og fleiri snjallræði á: www.verturikuralltaf.is GLITNIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.