blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 50

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaóió ORÐLAUSLÍFIÐ ordlaus@bladid.net Kate Moss er líklega sú kona sem hefur haft hvað mest áhrif á tískuvitund ungra kvenna undanfarin ár. Því er ekki furða að stór verslunarkeðja líkt og TopShop hafi falast eftir samstarfi við fyrirsætuna. STAÐREYNDIR Heimsþekktar konur hanna föt fyrir almenning Skemmtilegar vörur í snyrtiveskið Eyeshadow Thunder frá MAC Thund- er-augnskugginn úr Blue Storm-línu Mac er fallega blár og sérlega heppilegur í hverskyns skyggingar. Liturinn er sans- eraður og kemur vel út ásamt Ijósum tónum, auk þess sem hann getur sett flottan svip á augnlokin ef hann er notað- ur einn og sér. I'm Going Woman frá Puma Nýr og ferskur ilmur frá Puma fyrir dömuna. Kvenleg blóma- og ávaxtaáhrif eru aðal- uppistaðan I ilminum og tónar tangeríu, safaperu, sólberja, flauelsjasmínu og annarra blóma einkenna fágaðan ilminn. Skemmtilegur og nýtískulegur ilmur sem ætti að henta öllum konum. Einnig er ilmurinn l'm Going Man fáanlegur fyrir herrann. Nail Envy frá O.P.I Sérstaklega góð styrking fyrir þunnar og viðkvæmar negl- ur sem farnar eru að láta á sjá. Best er að bera tvö lög af efninu á neglurnar, en fylgja því svo eftir með einu lagi á degi hverjum. Neglurnar verða fallegri og heilli en áður, auk þess sem þær klofna síður. Ljóst og náttúrulegt frá Lancome Gloss númer211 úrnýjustu vörum Lancome er náttúrulegt á lit og myndar fallegan, mildan blæ á vörunum. Ljósbleik- ur liturinn passar við hvað sem er og má því nota á ballinu sem og I vinnunni. Þá er glossið virkilega flott yfir aðeins dekkri varalit. Eftirsóttir fatahönnuðir Klæðaburður frægra kvenna vekur gjarnan eftirtekt og ófáar þeirra verða að tísku- fyrirmyndum sinnar kynslóðar. Undanfarin ár hafa stórfyrirtæki leitað eftir samstarfi við þekktar konur sem þykja hafa einstakan stíl. Eftir Hildu H. Cortez hilda@bladid.net Á síðustu tveimur árum hafa forsvarsmenn stórra tískuverslana séð sér hag í því að fá heimsþekktar konur til þess að hanna fyrir sig fatalínur. Sumar stjörnur kjósa þó að hanna undir eigin nafni en eitt eiga þessi nýju merki sameig- inlegt: það eru fræg andlit á bak við þau sem gefa þeim forskot í tískubransanum. Farsælt samstarf systra Haust- og vetrarlína leikkon- unnar Siennu Miller er komin í búðir en fötin þykja ákaflega vel heppnuð. Miller hannar ásamt systur sinni, Savannah Miller, undir merkinu Twenty8Twelve en heitið vísar til afmælisdags leik- konunnar. Sienna Miller hefur í þó nokkurn tíma vakið mikla athygli og hefur þótt vera ein helsta tísku- fyrirmynd ungra kvenna ásamt Kate Moss, því var við því að búast að Miller sæi sér hag í að hanna föt fyrir ungar konur. Tvíburasysturnar Mary-Kate og Ashley Olsen hafa ýmist verið taldar til best eða verst klæddu kvenna í heimi. Olsen-systur hafa í þó nokkurn tíma hannað föt undir merkinu The Row en þær líkt og Miller-systur hafa staðið undir öllum kostnaði sjálfar. Upphaflega FRÆGIR í FATAHÖNNUN Madonna, J-Lo, Lily Allen, ^ Beyoncé, Victoria Beckham, Milla Jovovich og Jessica Simpson hafa allar hannað föt fyrir konur á ýmsum aldri. Jessica Alba hefur hannað barnaföt, Gwen Stefani hefur hannað bæði föt og fylgihluti og Mariah Carey hannar undirföt. ► Af frægum karlmönnum eru fjölmargir rapparar sem hanna föt en þeirra á meðal eru P. Diddy, 50 Cent, Emi- nem, Snoop Dogg, Pharell Williams, Kanye West, Nelly og Jay-Z samanstóð vorlína The Row aðeins af 28 hlutum en þar sem línan þótti velheppnuð var ákveðið að tvöfalda upplag haustlínunnar og nú hafa systurnar einnig bætt við sig öðru merki sem kallast Eliza- beth and James. Hönnun systranna er í miklu uppáhaldi hjá ungum leikkonum en meðal þeirra helstu aðdáenda eru Selma Blair og Kirs- ten Dunst. Spænska leikkonan Penelope Cruz hefur ásamt systur sinni hannað fyrir verslunarkeðjuna Mango, eina stærstu verslunar- keðju Spánar. I Cruz-línunni er að finna bæði hversdagslegan fatnað og fína kvöldkjóla en systurnar lögðu áherslu á að konur á öllum aldri, af öllum stærðum og gerðum, gætu notið hönnunar þeirra. Ódýr föt ætluð öllum Kate Moss er líklega sú kona sem hefur haft hvað mest áhrif á tísku- vitund ungra kvenna undanfarin ár. Því er ekki furða að stór verslun- arkeðja líkt og TopShop hafi falast eftir samstarfi við fyrirsætuna. Hönnun Moss hefur engu að síður Penelope og Monica Cruz Hönnuðu föt fyrir verslunarkeðjuna Mango. fengið misjafnar viðtökur. Vorlínan átti að endurspegla fataskáp Moss sjálfrar og voru áberandi rokkaðar flíkur í bland við bóhem-strauma. Haustlínan þykir betur heppnuð en Moss hefur einna helst verið gagnrýnd fyrir það að fötin hennar henti engan veginn venjulegum konum þó að þau fari henni vel. Konur víðs vegar um heiminn biðu spenntar eftir hverjum þætti af Sex and the City til þess eins að sjá í hverju aðalpersónan, Carrie Bradshaw, klæddist. Hin smávaxna leikkona Sarah Jessica Parker í hlutverki Bradshaw varð fljótlega tískufyrirmynd fjölda kvenna og er því ekki skrýtið að hún hafi verið fengin til þess að hanna föt en það hefur hún gert í samstarfi við verslunarkeðjuna Steve & Barry en Parker hannar undir merkinu Bitten. Markmið leikkonunnar var að hanna ódýr en falleg föt en allar flíkurnar kosta undir 1500 krónum. Vetrarvörumar komnar Treflar, Slœður, Tóskur, Skartgripir mikið úrval Best klæddir David Bowie, Steve McQueen, Bob Dylan og George Clooney eru meðal þeirra manna sem tíma- ritið GQ segir best klæddu menn síðustu 50 ára en blaðamenn tíma- ritsins settu nýlega saman lista yfir þá menn sem hafa þótt betur klæddir en aðrir í gegnum tíðina. Verslanir nota feitari gínur Eins stærsta verslunarkeðja Bretlands ætlar að nota gínur í stærð 14 í fyrsta skipti en flestar búðargínur hafa hingað til verið í stærð 4. Verslunarkeðjan John Lewis verður með þessa stærð af gínum á meðal hinna. Fyrirtækið hefur verið að koma til móts við kröfur kvenna og hefur hætt að nota eingöngu ofurgrannar konur til þess að auglýsa föt fyrir venjulegar konur, en fyrirsæta í stærð 12 var notuð til þess að aug- lýsa sundfatnað keðjunnar í vor. Það var suðurafríska fyrirsætan Lauren Moller sem sat fyrir en henni hafði áður verið hafnað af fjölda umboðsskrifstofa þar sem hún þótti of feit. Talsmaður John Lewis sagði það þó ekki hafa verið auðvelt að finna fyrirsætu í þessari stærð. „Við hringdum í fjölda umboðsskrifstofa en engin þeirra sagðist hafa svo stórar konur á sínum snærum. Okkur brá heldur við þetta. Konur í stærð 12 eru ekki einu sinni ítur- vaxnar. Þær eru grannar.“ Misty skór Laugavegi 178 Sími 551 20 70 Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf Liftu þér upp í flottum leður- skom í stœrðum 36-41 á kr. 8.450,- Mjög flottir í stœrðum 36-41 á kr. 8.450,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.