blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 44

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 44
44 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaöið ÍÞRÓTTIR ithrottir@bladid.net 7Hitt er víst að Eiður Smári verður að standa sig vonum framar fái hann tækifæri, því þótt hann stæði sig sæmilega á síðustu leiktíð einmitt þegar lykilmenn voru frá vegna meiðsla þá tókst honum ekki að stimpla sig inn með þeim hætti að ná að verða byrjunarliðsmaður. SKEYTIN INN Eftir brott- fbr Jose Mourinho grassera ýmsar sögur um næstu skref karlsins í heimi fót- boltans enda þykir sýnt að ekki verði slíkur hrokagikkur lengi utan vallar. Spekingar vilja meina að forráðamenn Tottenham glotti nú við tönn enda sé Mourinho ákjósanleg- ur eftirmaður Martin Jol sem er mjög valtur og slæm úrslit í næsta leik eða leikjum munu innsigla örlög hans hjá liðinu. Allnokkrir leikmenn liðsins eru arfafúlir yfir þeirri ákvörðun stjórnar hðsins að víkja Mourin- ho frá og fer Didier Drogba þar fremstur í flokki. Makelele og Carvalho hafa lýst yfir vanþókn- un í fjölmiðlum og klárt má telja að tveir af vinsælustu leikmönn- um liðsins, John Terry og Frank Lampard, séu sárastir enda nánastir Mourinho. Fullyrða má að Lampard muni aftur skoða möguleika á að fara annað. Fleiri áhorfendur sækja daprari leiki í Landsbankadeild karla Fleiri iafntefli og færri mörk Sé rýnt í tölfræði Landsbanka- deildar karla nú þegar tvær um- ferðir eru eftir af mótinu kemur í ljós að mótið í ár er keimlíkt mótinu í fyrra sem var talsvert miklu leið- inlegra fyrir áhorfendur en íslands- mótið 2005. Mörkum hefur fækkað og jafnteflisleikjum fjölgað um helming. Það er því ekki verið að bjóða fleiri áhorfendum upp á meiri skemmtun en met hafa verið sett í haust hvað varðar heildarfjölda áhorfenda í Landsbankadeildinni. Af því mætti ráða að leikirnir séu meira fyrir augað en það ræðst sennilega meira af auglýsingaherferðum sé mið tekið af tölfræðinni. TÖLFRÆÐIN Mörk Jafn- tefli Marka lausir 2007* 241 23 5 2006 250 22 5 2005 265 11 4 * tvær umferðir eru enn eftir Á móti kemur að hægt er að færa rök fyrir því að fleiri jafntefli séu skýr sönnun þess að deildin sé jafn- ari en áður og því meira spennandi, en áhorfendur á Islandi eru eins og í öðrum löndum og ekki margir sem fara á völlinn til að horfa á jafnteflisleiki og hvað þá marka- laus jafntefli. Tækifæri fyrir Eið Smára OgAlex nokkur Ferguson hefur einnig tekið upp leður- hanskann fyrir Mourinho og segir stjórn Chelsea hafa sett fáránleg- ar kröfur á Portúgalann. Krafa um tvo Evrópumeistaratitla á sex árum sé fullmikið af því góða. Heimildir innan ítalska stórliðsins Juvent- us herma að verið sé að undirbúa rúmlega eins * milljarðs tilboð í Eið Smára Guðjohnsen en það hefur staðist sem spáð hafði verið að Eiður fær ekki mörg tækifæri með liði sínu. Juventus yrði frábær staður fyrir landsliðsfyrirliðann og tækifæri til að koma ferlinum á kjöl á ný undir fána stórliðs. Blaðið spáði fýrir leiktiðina að Everton ætti eftir að lenda í erfiðleikumíbolta- sparki sínu og það er að koma á daginn. Gengi liðsins i deildinni er ekkert til að hrópa húrra fyrir en jafntefli á heimavelli gegn níu manna liði Metalist í Evrópukeppni félagsliða segir allt sem segja þarf. Tveir leikmenn Metalist voru sendir af velli en þrátt fyrir það fimdu leikmenn Everton engar glufur til að nýta sér. Leikstjórn- andiWerder Bremen, hinn óviðjafnan- legi Diego, er loks kominn undir smásjána hjá Real Madrid eftir leik liðanna í Meistaradeildinni um daginn. Má með ólíkindum heita að þessi snillingur sé enn að störftim í þýsku hafnarborginni en slá má föstu að hann fer annað strax í sumar og jafnvel strax í janúar þegar leikmannamarkaðurinn opnar á ný. Funheitt lið Barcelona mætir vönkuðum leikmönnum Sevilla í kvöld Eiður heill og í hópnum Gæti byrjað inni á Eftir Albert Örn Eyþórsson albert@bladid.net Eiður Smári Guðjohnsen er í leik- mannahópi Barcelona sem mætir spútnikliði Sevilla í kvöld en þetta er í fyrsta sinn sem landsliðsfyrirlið- inn er valinn í hópinn í vetur í deild- inni. Hefur hann jafnað sig að fullu eftir meiðsl á fæti og meiðsl annarra aðalliðsmanna gera það að verkum að hér fær hann gullið tækifæri til að sanna fyrir Frank Rijkaard að hann eigi heima í byrjunarliðinu. Leikur liðanna er leikur fjórðu umferðar í spænsku deildinni en Se- villa er í öðru sæti og Barcelona í því fimmta en Sevilla á leik til góða og getur náð Real Madrid að stigum í efsta sætinu. Undir venjulegum kringum- stæðum ætti Sevilla að eiga fína möguleika enda hafa leikmenn liðs- ins sýnt það aftur og aftur síðustu misserin að þeir eiga í fullu tré við Börsunga og gott betur. Það eru hins vegar ekki venjulegar kringum- stæður nú vegna þess að Barcelona sýndi loks sitt rétta andlit gegn góðu liði Lyon í Meistaradeildinni á sama tíma og Sevilla fékk stærri skell en liðið hefur fengið mánuðum saman gegn Arsenal. Það tekur tíma að rísa á ný eftir slíkt rothögg og fun- heitt Barcelona á heimavelli ekki óskaandstæðingurinn til að hitta fyrir eftir slíkt. Það má því leiða að því líkur að Barca vinni leikinn og það auðveldlega. Hitt er víst að Eiður Smári verður að standa sig vonum framar fái hann tækifæri, því þótt hann stæði sig sæmilega á síðustu leiktíð ein- mitt þegar lykilmenn voru frá vegna meiðsla þá tókst honum ekki að stimpla sig inn með þeim hætti að ná að verða byrjunarliðsmaður. Hjá stórliði á borð við Barca þar sem hver ungstjarnan á fætur ann- arri bíður í röðum eftir að sýna sitt verður Eiður að sýna sitt besta og eiginlega gott betur því hann fær að líkindum ekki eins mörg tækifæri nú og á síðustu leiktíð. Eiður gegn Poulsen Skandinavarnir tveir hjá Barca og Sevilla munu efiaust eigast við í kvöld fái Eiður tækifærið. Hann er orðinn heill af meiðslum sínum og nú þarf að heilla Rijkaard upp úr skónum. Stefán heim Stefán Þór Þórðarson er á heimleið úr sænsku knatt- spyrnunni þar sem hann hefur gert garð frægan hjá Norrköp- ing. Segir hann frá því að þar eigi hann ekki nokkurt erindi lengur enda sé liðið á leið upp í efstu deild. Hann setur enga slíka fyrirvara á Fróni og segir í Fréttablaðinu að allnokkur íslensk félagslið hafi haft samband við sig. í A sé þar efst á blaði. Landis sekur Lyfjanefnd Alþjóðahjólreiða- sambandsins hefur dæmt Floyd Landis, sigurvegara Tour de France á síðasta ári, sekan um að hafa notað ólöglegt lyf sér til framdráttar. Verður hann þá væntanlega fyrsti knapinn til að missa titil sinn og sigurinn fellur þá Spánverjanum Oscar Perreiro í skaut. Samverji Miðherjinn Alonzo Mourning hjá Miami Heat veit upp á hár hvað fyrir liggur eftir að NBA- ferli hans lýkur í lok þessa tímabils. Vill hann nota áhrif sín til góðs og ætlað að stofn- setja unglingamiðstöðvar til að forða ungu fólki frá lífi fíkniefna og glæpa. Mourning hefur leikið fimmtán tímabil ÍNBA. Þreyta hvaö Martin Brodeur markmaður New Jersey Devils í NHL-deild- inni og einn sá allra fremsti í faginu hefur leikið 70 leiki eða fleiri í níu keppnistímabil í röð en það er met í deildinni. Metið er um margt stórmerki- legt enda vita þeir sem prófað hafa að íþróttin er mun erfið- ari líkamlega en hún Iítur út fyrir að vera. Brodeur verður áfram á milli stanganna hjá Devils í vetur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.