blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 24

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 24
24 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaóiö MENNING menning@bladid.net Við förum á svið og fáum eitthvert orð frá áhorfendum og út frá því orði segjum við ein- hverja sögu. í kjölfarið af því tökum við stikk- orð úr sögunni og búum til spuna útfrá þeim. Tvær nýjar sýningar Leiksýningin Óhapp! eftir Bjarna Jónsson var frumsýnt í Kassanum i Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi og var það fyrri frumsýning af tveimur um helgina. Síðari frumsýning helgarinnar verður á morgun, sunnudaginn 23. september, á nýju barnaleikriti eftir Ás- laugu Jónsdóttur, Gott kvöld. Afríka sunnan Sahara Bókin Afríka sunnan Sahara - í brennidepli er komin út hjá féiaginu Afríka 20:20, félagi áhuga- fólks um mál- efni sunnan Sahara og Háskólaút- gáfunni. Bókinni er ætlað að auka almennan fróðleik og skilning á álfunni, sögu hennar og sam- tíma. Ritstjórar eru mannfræð- ingarnir Jónína Einarsdóttir og Þórdís Sigurðardóttir. Leiðsögn Hrafnhildar Hrafnhildur Schram listfræð- ingur verður með leiðsögn um sýninguna Ó-Náttúra í Listasafni íslands á morgun, sunnudaginn 23. september, klukkan 14. Hrafnhildur er listfræðingur að mennt og er þjóðþekkt fyrir störf sín í þágu heimildarmynda um íslenska myndlistarmenn. f spjalli sínu um sýninguna mun hún fjalla um þróun íslenskrar mynd- listar út frá inntaki sýningar- innar og því samspili sem á sér stað milli einstakra verka í sölum safnsins þar sem verk eldri meistara kallast á við samtímalistina. íslenskur karldansari í íslenska dansflokknum Byrjaöi í dansi eftir áskorun frá félögunum Guðmundur Elías Knud- sen hefur verið atvinnu- dansari í íslenska dans- flokknum í sex ár auk þess sem hann er í húmo- rísku spunatríói ásamt félögum sínum. Eftir Hildi Eddu Einarsdóttur hilduredda@bladid.net Guðmundur Elías er eini íslenski karldansarinn í íslenska dans- flokknum, en hann byrjaði ekki að æfa dans fyrr en um tvítugt. „Ég lærði engan dans þegar ég var krakki, ég var bara í sjálfsvarnar- iþróttum og smávegis í fimleikum," segir hann. „Ég hélt ég væri ódrep- andi þar til nefið á mér var brotið í slagsmálum niðri í bæ á fylliríi, þá fattaði ég að karate virkaði í raun- inni ekki neitt. Reyndar má segja að ég hafi fyrst og fremst verið atvinnu- hálfviti þegar ég var yngri. Svo byrj- aði ég í Ballettskóla Guðbjargar á Seltjarnarnesi þegar ég var tvítugur, en það kom til af því að nokkrir strákar sem voru með mér í Kvenna- skólanum voru að æfa og ég stríddi þeim svo mikið á þvi að þeir gáfust upp á því á endanum að hlusta á mig og skoruðu í staðinn á mig að mæta. Eitthvað var það sem greip mig strax á fyrstu æfingu enda er ég enn að dansa en ekki þeir.“ Ekki út af laununum Guðmundur er nú 32 ára gamall og hefur því verið að dansa samtals í 12 ár. Aðspurður um hvað það sé sem haldi honum við efnið segir hann það að minnsta kosti ekki vera launin. „Þetta er í raun drulluerfitt og illa launað starf miðað við álag og hvað starfsferillinn er stuttur. Dans er í raun á botninum í listageir- anum og mörgum er alveg sama um hvað er að gerast í honum og þess vegna fáum við enga peninga. En maður er bara ekkert í þessu út af laununum heldur er það annað sem heldur manni i þessu eins og líkams- hreyfingin, sviðslistin, ferðalögin og fólkið,“ segir hann. Gamansamur spuni Þó svo að hann sé eini íslenski karl- dansarinn í flokknum eru fleiri er- lendir karldansarar í hópnum. Einn þeirra, Peter Anderson, myndar tríóið Watch my back ásamt Guð- mundi og Birni Inga Hilmarssyni leikara. „Þetta er svokallað co- medy-improv tríó og þó svo að list- formið sé ekki nýtt hefur lítið farið fyrir því hér á íslandi. Það sem við gerum er að troða upp og spinna á gamansaman hátt. Við förum á svið og fáum eitthvert orð frá áhorf- endum og út frá því orði segjum við einhverja sögu. I kjölfarið af því tökum við stikkorð úr sögunni og búum til spuna út frá þeim. Þetta höfum við verið að gera á ýmsum uppákomum á borð við afmæli og brúðkaupsveislur og stærsta giggið okkar hingað til var þegar við hituðum upp fyrir tónleika Snigla- bandsins. Við erum búnir að taka upp okkar eigin þætti og erum að reyna að koma þeim í sjónvarp. En (>ar sem þetta er svona nýtt hérna á slandi veit fólk oft ekki alveg hvað við erum að gera, en okkur hefur þó alltaf verið mjög vel tekið,“ segir Guðmundur. ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN ► Frumsýnir fjögur ný verk á komandi starfsári Hyggst halda danssmiðjur fyrir unga danshöfunda á árinu auk dansnámskeiðs fyrir stráka. Sýnir á sérstökum fjöl- skyldusýningum í Reykjavík og á Akureyri í vetur. Sjá nánar á slóðinni id.is Þetta verkefni er þó alveg ótengt fslenska dansflokkinum. „Við erum bara að prófa okkur áfram í þessu, en við Peter byrjuðum á sama tíma í dansflokknum og við höfum raunar verið óaðskiljan- legir síðan þá. Björn Hilmar er líka alveg á sama róli við, enda svolítill vitleysingur í sér alveg eins og við,“ segir hann. Katrín á heiður skilinn Eins og fyrr segir fylgja mikil ferðalög starfi fslenska dansflokks- ins. „Við erum búin að fara út um allt og vorum til dæmis í Kína í sumar og förum til Bandaríkjanna, Frakklands, Noregs og Belgíu í haust. „fslendingar fatta margir ekki hvað flokkurinn er mikils metinn víða erlendis. f Kína var til dæmis alveg stappað á allar sýningarnar og ef fólk náði ekki að krækja sér í miða inn í salinn var sýningunum bara varpað á sjónvarpsskjái fyrir utan þar sem fólk stóð og fylgdist með. Katrín Hall er búin að gera ótrú- lega hluti fyrir þennan dansflokk og setja hann á nýjan stall. Hún er heilinn og mótorinn á bak við þetta allt saman,“ segir Guðmundur að lokum. Málverkasýning Bjarni Þór Bjarnason opnar sýningu laugardaginn 22. september kl. 13:00 Gallerí List ■ Skipholti 50A sími: 5814020 • www.gallerilist.is Leiðin í milli f tengslum við sýninguna Leiðin á milli sem nú stendur yfir í Boga- sal Þjóðminjasafns fslands verður efnt til málstofu um samskipti safna og skapandi miðlunar i Þjóð- minjasafninu á morgun, sunnu- daginn 23. september, klukkan 15. Á sýningunni vinna þrjár listak- onur með menningararfinn, þær Guðbjörg Lind, Guðrún Kristjáns- dóttir og Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá. Þátttakendur í málstofunni eru Ágústa Kristófersdóttir, sýning- arstjóri Þjóðminjasafnsins, Lilja Árnadóttir, fagstjóri Munasafns Þjóðminjasafnsins, Ólafur Eng- ilbertsson sagnfræðingur, Viðar Hreinsson bókmenntafræðingur og Þórarinn Eldjárn rithöfundur, auk listakvennanna sjálfra. Oddný Eir Ævarsdóttir sýningarstjóri stýrir pallborðsumræðu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.