blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 15

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 15
blaöið LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 15 CNN fjallar um ísland Olía víkur fyrir hreinni orku Bandaríska sjónvarpsstöðin CNN fjallaði á fimmtudaginn um tilraunir fslendinga til að nota vetni sem orkugjafa. í fréttinni er meðal annars rætt við Braga Árnason, fyrrum prófessor við Háskóla íslands sem segir að ísland sé tilvalið land til að skapa fyrsta vetnis- vædda samfélagið í heiminum og spáir því að landið verði laust við notkun jarðefnaelds- neytis þegar árið 2050. í fréttinni er meðal annars sagt frá tilraun Strætó með vetnisvagna og fjölgun vetnisbíla á götum Reykja- víkurborgar. Fréttin um vetnistilraunir f slendinga var einnig aðalfréttin á vef sjón- varpsstöðvarinnar aðfaranótt gærdagsins. a! Vigtarmenn Fiskistofa borgi launin Hafnarstjórn ísafjarðarbæjar lýsir yfir vanþóknun sinni á úrskurði Neytendastofu um að starfsmenn hafnanna á Þingeyri, Flateyri og Suður- eyri séu vanhæfir samkvæmt reglugerð um vigtarmenn sem tók gildi þann 1. september. í reglugerðinni segir að löggiltur vigtarmaður teljist vanhæfur séu tengsl hans við hlutaðeigandi fyrirtæki eða forsvarsmenn þess til þess fallin að draga megi óhlut- drægni hans í efa með réttu. Hafnarstjórn ísafjarðarbæjar tók fyrir erindi frá Fiskistofu þar sem tiikynnt var um úrskurðinn á fundi á þriðju- dag. í fundarbókuninni segir að einungis sé hægt að fylgja úrskurðinum greiði Fiskistofa helming launa vigtarmanns- ins. Umsvifin séu lítil og vigt- unin aðeins hálft dagsverk, samkvæmt fréttavefnum bb.is. gag Kísiliðja í Helguvík Áætlun um mat samþykkt Skipulagsstofnun hefur fallist á tillögu danska ráðgjafarfyr- irtækisins Tomahawk Develop- ment um áætlun um umhverf- ismat vegna kísilverksmiðju í Helguvík í Reykjanesbæ. Stofnunin gerir þó nokkrar at- hugasemdir og telur meðal ann- ars að í frummatsskýrslu þurfi að gera grein fyrir því hvers konar atvinnurekstur keppi við fyrirtækið um vinnuafl. Þá verði gerð grein fyrir helstu uppsprettum mengun- arefna áhrifum útblásturs á umhverfið, svo og hvernig losun gróðurhúsalofttegunda samræmist stefnu íslenskra stjórnvalda og hvernig fyrir- tækið hyggist mæta því ef ekki reynist unnt að fá losunarheim- ild vegna starfseminnar. mbi.is Upplýsingar um verð hjá tannlæknum Svíar ætla að birta verðið á Netinu Stefnt er að því á Norðurlöndum að auðvelda neytendum að bera saman verð á þjónustu tannlækna. Á næsta ári munu til dæmis neyt- endur í Svíþjóð geta borið saman verðið á Netinu. „Það verða settar nýjar reglur um styrki vegna tannlækninga og um leið á að gera neytendum kleift að sjá verðlagningu einstakra tann- lækna,“ segir Lars Brandin, deild- arstjóri hjá Försakringskassan, sænsku tryggingastofnuninni. Lars segir enn ekki ákveðið hvort það verður á heimasíðu sænsku tryggingastofnunarinnar sem upp- lýsingarnar verða veittar eða á síðu einhverrar annarrar stofnunar. TR íhugar að birta verð Tryggingastofnun ríkisins ætlar nú að kanna hvort stofnuninni sé heimilt að veita upplýsingar um verð fyrir þjónustu einstakra tannlækna. Þórður Sveinsson, lögfræðingur hjá Persónuvernd, kveðst aldrei hafa heyrt talað um að upplýsingar um verð fyrir ákveðna þjónustu eigi að fara leynt en Tryggingastofnun hefur talið málið vera á gráu svæði. Formaður Tannlæknafélags Islands, Sigurjón Benediktsson, segir að allt samkeppnisumhverfi í tannlækningum muni raskast veiti Tryggingastofnun upplýsingar um verð. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það ekki eiga að vera leyndar- mál hvað hver tannlæknir fær greitt. ,Það á að vera uppi á borðinu, enda hagur hvers tannlæknis,“ segir hún. ingibjorg@bladid.net r Af hverju að bíða og bíða eftir stóra vinningnum þegar þú getur unnið fyrir öllu sem þig langar í? Það eina sem þú þarft að gera er að bera út blöð í 1-3 tíma á dag og í staöinn borgum við þér allt að 140 þúsund krónur í mánaðarlaun. Síðan kaupir þú þér það sem hugurinn girnist. Besta aukavinna sem þú getur fundið og góð hreyfing í þokkabót! Hringdu núna í oq sœktu um í síma 569 1440 eða á mbl.is/mm/mogginn Sæktu um blaðberastarf - alvöru peningar í boði! J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.