blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 17

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 17
blaöiö LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 17 FÉOGFRAMI vidskipti@bladid.net ’^jgP Ef 99 prósent af upplýsingum eru lögð á borðið og þetta eina prósent sem haldið er eftir kemst upp, þá verður það 99 prósent af umræðunni. ímyndin er verðmæt ii Vakning meðal íslenskra stjórnenda um mikilvægi almannatengsla Eftir Magnús Geir Eyjólfsson magnus@bladid.net íslenskir stjórnendur eru ekki nægilega meðvitaðir um ímynd fyrirtækja og vörumerkja sinna að mati Jóns Hákonar Magnússonar, framkvæmdastjóra Kom almanna- tengsla. Færst hefur í vöxt að íslensk fyrirtæki ráði til sín upplýsinga- eða almannatengslafulltrúa og segir Jón Hákon það merki um að nokkur vakning hafi orðið í íslensku við- skiptalífi í þessum málum. fmyndin eignfærð Jón Hákon segir að ein verðmæt- asta eign hvers fyrirtækis sé ímynd þess og vörumerkja þess. „Banda- rískir stjórnendur, til dæmis, standa mikinn vörð um ímyndina og leggja mikið á sig til þess. Stórfyrirtæki eins og Coca Cola eignfæra ímynd- ina því hún er partur af verðmæti fyrirtækisins.“ Það getur tekið langan tíma að byggja upp ímynd af ásjónu fyrir- tækis, en oft þarf ekki nema eina slæma umfjöllun í fjölmiðlum, sem jafnvel er byggð á misskilningi, til að sú ímynd hrynji. Jón Hákon segir að hægt sé að koma í veg fyrir mik- ALMANNATENGSL Meðal þeirra sem nýta sér ™ almannatengsl eru fyrirtæki, opinberar stofnanir og sveit- arfélög. ► Margar boðleiðir eru notað- artil að koma upplýsingum á framfæri og gegnir Netið sífellt stærra hlutverki í því samhengi. tej. Meðal markhópa þeirra sem starfa við almanna- tengsl má nefna fjölmiðla, netmiðla, þingmenn, sveit- arfélög, hluthafa og stjórnir fyrirtækja. inn skaða séu almennatengslin í réttum farvegi. „Yfirleitt eru Bandaríkjamenn og Bretar langt komnir í að vera búnir undir áfall þannig að þeir geta á augnabliki gripið í taumana, hvort sem það er að verjast eða hrekja ósannindi, fréttir um fjárdrátt, sam- runa, gjaldþrot, gera grein fyrir óhöppum og fleira. Þetta er það sem kallað er krísu- eða áfallastjórnun,“ segir Jón Hákon. Hann bætir við að fjölmargir stjórnendur hafi í hirslum sínum svokallaðar krísu- handbækur sem veita nákvæma leið- sögn um hvaða úrræða grípa skuli til í mismunandi tilfellum. Krísutilfellum fjölgar Eins og áður sagði hefur orðið nokkur vakning um mikilvægi al- mannatengsla. Hafa fyrirtæki, op- inberar stofnanir, sveitarfélög og stéttarfélög, svo dæmi séu tekin, í auknum mæli fært sér þjónustu fyr- irtækja á þessu sviði i nyt. Jón Há- kon segir að fyrir nokkrum árum hafi aðeins eitt til tvö krísustjórn- unartilfelli komið upp á ári hverju, en nú séu þau fjölmörg þótt þau séu misstór í sniðum. Hann segir að verstu viðbrögðin í krísum séu þau að ljúga eða leyna upplýsingum. „Ef kerfið er í lagi er brugðist við því, ekki með gaura- gangi og látum heldur er rétta mál- flutningnum komið á framfæri. Ef 99 prósent af upplýsingum eru lögð á borðið og þetta eina prósent sem haldið er eftir kemst upp, þá verður það 99 prósent af umræðunni.“ Stórfyrirtæki á borð við Coca Cola leggja mikið upp úr því að standa vörð um ímynd sína. Keyptu í OMX Vangaveltur um áform Katars Miklar vangaveltur eru um hvað stjórnvöld í Persaflóaríkinu Katar ætlist fyrir eftir að opinber fjárfest- ingarsjóður í Katar keypti tæplega io% hlut í sænska kauphallarfélag- inu OMX og 20% í kauphöllinni í Lundúnum, LSE. Viðskiptin fóru fram eftir að Borse Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, nágrannaríki Katar, og bandaríski verðbréfamark- aðurinn Nasdaq kynntu samkomu- lag um yfirtöku á OMX. 1 því sam- komulagi felst að OMX og Nasdaq sameinast, Borse Dubai eignast 19,99% í sameinuðu félaginu og einnig 28% hlut í Nasdaq í LSE. Sam- Meira í Norsk Privatokonomi BNbank í Noregi, dótturfyr- irtæki Glitnis, hefur aukið hlutafjáreign sína í Norsk Private- konomi úr 45 prósentum í 77,5 prósent. BNbank keypti 45 pró- sent hlutafjár í Norsk Privatokon- omi ASA i ágúst á síðasta ári og mun fyrir lok fyrsta ársfjórðungs 2009 eignast 97 prósent hlutafjár- ins, samkvæmt samkomulagi við núverandi eigendur Norsk Privatekonomi. Nafni fyrirtækisins, Norsk Privatekonomi, verður breytt í Glitnir Privatokonomi síðar í haust. aí Erfic'ent Sec-rrtíes Transicvleiií kvæmt þessu eiga Persaflóaríkin tvö nú nærri helmingshlut í kaup- höllinni í Lundúnum. „Katar verður að gefa einhvers- konar yfirlýsingu," hefur AP frétta- stofan eftir Thomas Johansson hjá Kaupþingi í Stokkhólmi. mbl.is Heröa eftirlit með dönskum bönkum Danska fjármálaeftirlitið telur vöxt í útlánum nítján danskra banka svo mikinn að það hefur farið fram á útskýringar frá bönk- unum. „Það er reynsla Fjármála- eftirlitsins að tengsl séu milli mikils útlánavaxtar og lélegra lána í útlánasöfnum,“ segir í fréttatilkynningu frá fjármálaeft- irlitinu. Með öðrum orðum eykst hættan á útlánatöpum samfara miklum vexti útlána. Fjármálaeftirlitið kannaði vöxt útlána hjá 148 peningastofnunum og krafðist skýringa frá nítján, en í öllum tilvikum höfðu útlán bankanna aukizt um yfir 40%. Allt eru þetta lítil eða meðalstór fjármálafyrirtæki. aí Milljarðamæringar verða enn ríkari Bandarískir milljarðamær- f • 1. » !«■ ónum dala ríkari en það. ingar hafa orðið enn ríkari Samanlögð auðæfi á árinu, að því er kemur þessara 400 manna hafa fram á nýjum lista tímarits- vaxið um 290 milljarða ins Forbes yfir 400 ríkustu ■ dala þrátt fyrir sveiflur á menn Bandaríkjanna. í -aatfl fjármálamörkuðum. fyrra hefði milljarður Bill Gates, stofnandi dala nægt til að komast á ktVÍXaHlHI Microsoft, er sem fyrr þennan lista en í ár eru auðmenn- efstur á listanum. Eignir hans eru irnir í 380.-400. sæti 300 millj- metnar á 59 milljarða dala. mbi.is MARKAÐURINN ÍGÆR Hlutabréfaviðskipti með skráð bréf hjá OMX á íslandi, 21. sept. 2007 Viðskipti í krónum Heildar- ATH. = Athugunarlisti Viðskipta- Hlutfallsl. Dagsetning Fjöldi viðskipti Tilboð í lok dags: verð breyting viösk.verös viöskipta dagsins Kaup Sala Fólög í úrvalsvísitölu 4 Atorka Group hf. 10,10 0,00% 21.9.2007 6 8.262.962 10,20 10,22 a Bakkavör Group hf. 65,50 1,87% 21.9.2007 18 408.925.341 65,30 65,70 ♦ Existahf. 30,60 0,00% 21.9.2007 58 967.376.963 30,55 30,60 A FL Group hf. 24,95 0,81% 21.9.2007 10 80.674.641 24,80 24,90 Glitnir banki hf. 28,15 0,54% 21.9.2007 66 1.905.900.955 28,10 28,15 ♦ Hf. Eimskipafólag íslands 39,20 0,00% 21.9.2007 4 12.373.637 39,00 39,20 ♦ lcelandair Group hf. 26,10 0,00% 21.9.2007 7 14.922.512 25,85 26,10 Kaupþing banki hf. 1082,00 -0,09% 21.9.2007 93 1.120.714.903 1081,00 1082,00 ♦ Landsbanki íslands hf. 40,00 0,00% 21.9.2007 44 1.230.486.047 40,00 40,25 Mosalc Fashions hf. 17,50 - 14.9.2007 - - - 18,00 ▼ Straumur-Buröarás Fjárf.b. hf. 19,25 -0,52% 21.9.2007 21 135.280.601 19,25 19,35 A Teymi hf. 6,22 0,81% 21.9.2007 5 38.925.244 6,18 6,20 össurhf. 99,00 0,81% 21.9.2007 6 8.774.550 98,80 99,00 önnur bróf á Aðallista 365 hf. 2,52 - 21.9.2007 1 100.800 2,50 2,52 Alfesca hf. 6,31 . 21.9.2007 1 100.960 6,29 6,31 ♦ Atlantic Petroleum P/F 1410,00 0,00% 21.9.2007 21 5.657.484 1389,00 1450,00 ▼ EikBanki 657,00 -0,15% 21.9.2007 13 7.622.772 647,00 658,00 Flaga Group hf. 1,43 - 21.9.2007 1 100.100 1,41 1,43 A Foroya Bank 219,50 1,15% 21.9.2007 29 14.292.208 218,00 219,50 lcelandic Group hf. 5,94 - 21.9.2007 1 118.800 5,86 5,94 a Marel hf. 99,10 0,10% 21.9.2007 6 20.257.900 99,10 99,30 Nýherji hf. 21,90 - 21.9.2007 1 109.500 21,50 21,90 Tryggingamiöstööin hf. 46,00 0,00% 20.9.2007 . 45,90 46,00 Vinnslustööin hf. 8,50 - 22.8.2007 . . . 9,00 First North ó Islandi ♦ Century Aluminium Co. 3179,00 0,00% 20.9.2007 - - 3142,00 3176,00 HBGrandi hf. 11,50 . 7.9.2007 mam . . . Hampiöjan hf. 6,50 - 5.9.2007 - - - - 6,60 • Mest viðskipti í Kauphöll OMX í gær voru með bréf Glitnis, fyrir um 1,9 milljarða króna. Næstmest við- skipti voru með bréf Landsbankans, fyrir 1,2 milljarða. • Mesta hækkunin var á bréfum Bakkavarar, eða 1,87%. Bréf Foroya Banka hækkuðu um 1,15%. • Mesta lækkunin var á bréfum Straums-Burðaráss, eða 0,52%. Bréf Eik Banka lækkuðu um 0,15%. • Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,16% í gær og stóð í 7.889 stigum í lok dags. • islenska krónan styrktist um 0,77% í gær. • Samnorræna OMX40-vísitalan hækkaði um 0,57% í gær. Breska FTSE-vísitalan hækkaði um 0,4% og þýska DAX-vísitalan um 0,8%. LAUGARDAGAR ORÐLAUSLÍFIÐ Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið=
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.