blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 33

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 33
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 28. ÁGÚST 2007 33 „Þetta eru okkar menn!" að er óhætt að óska lög- reglunni til lukku með vel heppnaða aðgerð í fyrradag þegar fíkniefni að verð- mæti hundruð milljóna voru tekin úr skútu á Fáskrúðsfirði. Þótt ég viti ekki meira um það mál en komið hefur fram í fréttum verður ekki betur séð en vel hafi verið að verki staðið. Þarna þurfti íslenska lögreglan að bregða sér í sjald- gæfan bófaleik og allt sýnist hafa gengið upp. Undarlegast er líklega að horfa upp á viðbrögð Þórar- ins Tyrfingssonar hjá SÁÁ þegar hann var spurður hvort þessi stóri fengur lögreglunnar myndi ekki slá rösklega á framboðið á eiturlyfjum hér á næstunni - og hann taldi svo ekki verða. Nú veit Þórarinn efalaust meira um þennan markað en ég, en það er óneitanlega hálf hrollvekjandi ef ekki munar neitt að ráði um 6o kíló af amfetamíni á íslenska fíkniefnamarkaðnum. Hverjum var efnið ætlað? Meðan ég var í fyrradag að fylgjast með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði, þá varð mér einmitt hugsað til þeirra sem þessi stóra sending af dópi var ætluð. Skyldu nú allir þeir sem stunda það að fá sér línu af spítti þegar þeir fara út að skemmta sér um helgar sitja heima við útvarpstækið og gnísta tönnum af reiði yfir því að bévuð lögreglan hafi verið að skipta sér af innflutningi á efninu „þeirra“? Svo mikið magn af eiturlyfjum er nefnilega ekki aðeins ætlað hinum langt leiddu eiturlyfjasjúklingum sem alltaf eru dregnir fram þegar fjallað er um eiturlyfjavandann - krakkarnir með sprautunálarnar lafandi í handleggnum, föl og tekin andlitin, flóttalegt augnaráðið, skjálfandi fingur. Ætiað„venjulegu" fólki Onei, þetta gífurlega magn er náttúrlega fyrst og fremst ætlað „venjulegú' fólki. Því fólki sem fer út að skemmta sér um helgar og telur sig þurfa á eitrinu að halda til þess að halda út heila nótt á skemmti- stöðunum, til þess að fjörinu linni aldrei, til þess að orkan verði óþrjót- andi. Þetta fólk hefur áreiðanlega líkt og ég fylgst með fréttum af atburðum á Fáskrúðsfirði og frekar Vinalegi dílerinn sem gaukar að fólki grammi af spítti fyrir helgina, nánast af greiða- semi, hann getur varla átt neitt skylt við gengi handrukkara og ofbeldis- manna. samsamað sig með löggunni en ekki bófunum, af því það telur sig vera heiðarlegt og löghlýðið fólk - svona í stórum dráttum. Og telur sig vera óralangt frá hráslagalegum veruleik sprautufíklanna - þó það fái sér í nös öðru hverju. Og vinalegi dílerinn sem gaukar að því grammi af spítti fyrir helg- ina, nánast af greiðasemi, bara svo fólk skemmti sér betur, sá almenni- legi díler getur varla átt neitt skylt við það gengi handrukkara og of- beldismanna sem nú virðist að hafi staðið í smyglinu á Fáskrúðsfirði. Innkaup En þetta er nú bara óvart allt sama tóbakið. Vinalegi dílerinn er vissulega á snærum handrukkara og ofbeldismanna. Efnið í snyrti- lllugi Jökulsson skrifar um fíkniefnasmygl lega litla umslaginu sem dílerinn laumar að manni, það er vissulega það sama efni og örvæntingarfullir sprautufíklarnir dæla í æðar sér og verður þeim oftar en ekki á end- anum að bana. Þeir sem telja sig nota fíkniefni bara svona öðru hverju sér til ánægju og gleði, af því þeir ráði svo vel við það, en FÍKNIEFNAVAND- INN margumtalaði, hann komi þeim ekkert við, þeir verða nú eig- inlega að hugsa sinn gang. Þeir eru nefnilega ekki í liði með löggunni og okkur hinum. Þeir eru í liði með smyglurum, handrukkurum, steratröllum, barsmíðaföntum og hnífastrákum - því það eru menn- irnir sem sjá þeim fyrir spíttinu og gleðipillunum um helgar. Og þeir bera líka fulla ábyrgð á þeim ógæfu- sömu einstaklingum sem leiðast æ lengra út á braut eiturlyfjanna uns loks er engin leið til baka - því það eru innkaup þeirra sem halda mark- aðnum gangandi. Gleðipilia um helgar... Því segi ég við unga fólkið sem fær sér gleðipillu um helgar, háskólanemana sem fá sér bara eina línu að gamni, skrifstofudís- irnar, bankamennina, fjölmiðla- stjörnurnar og alla hina - horfið á smyglarana leidda með lambhús- hetturnar sinar út úr lögreglubíl- unum í sjónvarpsfréttunum, horfið á handrukkarana geifla sig framan í myndavélarnar og hlæja storkandi að fórnarlömbum sem þeir hafa lúskrað á - og segið svo með stolti: „Þetta eru okkar menn!“ LEIRKRUSIN Ný námskeið í leirmótun að hefjast hjá Leirkrúsinni á Álftanesi. Handmótun - rennsla - rakúbrennsla Opið verkstæði alla daga. S: 564 0607 www.leir.is r Hjá okzkurfáíð fíð mXlelð ún/al af feermw, dq fyrír böriAXtA, W v www.babysam.is FÖSTUDAGAR Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= LÍFSSTÍLLBÍLAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.