blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 21

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 21
blaðió LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 FRÉTTIR 21 ÁHRIF EVRU Á ATVINNULÍFIÐ Miklu minni gengissveiflur ÁHRIF EVRU Á NEYTENDUR Lægri vextir og einraldari samanburður íslenskt atvinnulíf horfir fyrst og síðast til upptöku evru með það að leiðarljósi að koma á meiri stöð- ugleika. Þær gengissveiflur sem fylgja íslensku krónunni gera það að verkum að óvissa getur skapast í rekstri fyrirtækja. Evran sveiflast minna og því fylgir henni fastari tilvera. Auk þess myndi stöðugleiki gera íslenskt viðskiptalíf að mun eftirsóknarverðari fjárfestingar- kosti fyrir erlenda fjárfesta. Ein helstu rök þeirra sem talað hafa gegn upptöku evru og frekari þátttöku íslands í Evrópusamrun- anum hafa verið þau að íslenskt hag- kerfi sé ekki nægilega fjölbreytt til að tilheyra svo stórum gjaldmiðli. Þar sem útflutningur íslendinga sé einhæfur gæti samdráttur í honum skapað þannig aðstæður að það þyrfti að grípa til beinna aðgerða til að takast á við hann. Nýlegar mótvægisaðgerðir ríkisstjórnar- innar vegna skerðingar þorskkvóta og hávaxtastefna Seðlabanka ís- lands eru dæmi um slíkar aðgerðir. Þeim yrði ekki hægt að beita ef stjórn yfir gjaldmiðlinum yrði færð til yfirþjóðlegrar stofnunar. Þá er Island sífellt að verða minni hluti af viðskiptaumhverfi íslenskra fyrirtækja. Vegna smæðar hins íslenska markaðar og fámenn- isins sem hér býr liggja sóknartæki- færi þeirra í öðrum löndum. Sam- kvæmt upplýsingum frá Guðjóni Rúnarssyni, framkvæmdastjóra samtaka fjármálafyrirtækja, eru til dæmis um sextíu prósent af við- skiptamönnum íslensku bankanna erlendis og það hlutfall fer hratt vaxandi. Ef umsvif Straums fjárfest- ingabanka eru tekin inn í þá jöfnu hækkar hlutfallið en meira þar sem um 8o prósent af viðskiptum bank- ans eru á erlendri grundu. Það fer því vaxandi að starfsemi íslenskra fyrirtækja sé í öðrum gjaldmiðlum en íslensku krónunni. Eiríkur Bergmann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs Háskólans á Bifröst, segir breyti- legt virði íslenskra fyrirtækja fæla erlenda fjárfestingu frá. „Vandi íslenskra fyrirtækja er fólginn í því að virði þeirra er á fleygiferð frá degi til dags í samræmi við gengi íslensku krónunar. Virði fyrirtækj- anna í evrum talið er því síbreyti- legt. Þetta hefur orðið til þess að erlendar fjárfestingar á íslandi eru alveg ótrúlega litlar miðað við stærð markaðarins. Það þarf stöðugleika í verðlagi á þessum fyrirtækjum til að laða erlenda fjárfesta að.“ Augljósustu kostirnir sem myndu fylgja upptöku evru fyrir íslenska neytendur eru lægri vextir af lánurn. Vaxtakjör eru mun lægri á evrusvæðinu en á íslandi og hægt yrði að taka lán án verðtrygginga. Með því að taka upp evru gæti hinn almenni borgari og/eða fyritæki því tekið lán í erlendum bönkum sem starfa á evrusvæðinu og því væri ekki lengur fólgin gengisbreyt- ingaráhætta í því að taka lán í evrum. Annað atriði sem skiptir neytendur máli eru hag- kvæmari gjaldeyrisviðskipti. I dag borga íslendingar alltaf aukakostnað þegar þeir skipta krónum í evrur. f þessu ljósi er einnig vert að athuga að evra er alþjóð- legur gjaldmiðill sem nýtur svipaðrar stöðu og Banda- ríkjadollar víða um heim. Það er því hægt að greiða með evrum mun víðar en á evrusvæðinu. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtanna, segir að sá stöðugleiki sem upptaka evru myndi hafa í för skipti allt samfélagið máli. „Við sjáum fyrir okkur að upptaka evru myndi lækka vexti hérlendis og það skiptir heimilin í landinu að sjálfsögðu miklu máli. Ef við hugsum um annan mögulegan ávinning, eins og til dæmis lægra vöruverð, þá held ég að við yrðum að stíga skrefið alla leið og ganga í Evrópusambandið til að ná öllum þeim kostum. En upptaka evru myndi gera hlut- ina mun einfaldari og auðveldari. Allur samanburður á vöruverði verður miklu auðveldari og ég tel að sá þungi sem almenningur getur sett á á kröfuna um lægra vöru- verð verði meiri. Og því fagna ég.“ ÁHRIF EVRU Á STJÓRN FJÁRMÁLA Meira aðhald og lægri stýrivextir Upptaka evru myndi veita stjórmálamönnum meira aðhald. Þeir gætu ekki lengur stýrt hagkerfinu með þeim hætti sem þeir hafa gert og þyrftu að vera mun agaðari í sínum aðgerðum og fjárútlátum til að halda sig innan Maastricht-skilyrðanna. Þá myndi Seðlabanki íslands missa vald sitt yfir íslensku efnahagslífi, en Seðlabankinn hefur fyrst og síðast beitt stýrivöxtum sem stjórntæki. Hann gæti ekki lengur beitt slíkri vaxtastýringu né öðrum slíkum tólum til að hafa áhrif á þenslu. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir þennan missi ekki eiga að skipta höfuðmáli þar sem stýritæki Seðlabankans virki einungis á lítinn hluta efnahagslífsins. „f fyrsta lagi er stór hluti stórfyrirtækj- anna á Islandi með mikinn hluta af sinni starfsemi á erlendri grundu. fbúðalánasjóður lánar á lágum og föstum vöxtum þannig að hann er ekki að rífa stýri- vexíina upp. Þetta stýritæki hefur því ekki verið að virka mjög vel enda höfum við verið meira og minna yfir þeim verðbólgumarkmiðum sem Seðlabankinn setur sér.“ Þægilegt og ódýrt -> Osló “Kr. 5.880 aðra leið -> Stokkhólmur 'Kr. 7.080 aðra leið .nníih^ S4S Scandinavian Airlines RDfK; it ' A STAR ALLIANCE MEMBER aðra leið aðra leið -> Álasund -> Helsinki “Kr. 10.580 .... Kr. 16.480 -> Þrándheimur -> Stavangur "Kr. 10.380 ...... “ Kr. 8580 Skattarog flugvallargjöldinnifalið aðra leið -> Gautaborg “Kr. 7.080 ■> Bergen Kr.&580 Bókaðu núna og skráðu þig í EuroBonus- klúbbinn sem opnar þér heilan heim af fríðindum. WWW. S.IS ’ 'm
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.