blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 54

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 54
54 LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 blaóiö FÓLK Nei, hann er alveg priceless! folk@bladid.net Var þá kossinn á 100 kall? Lísbet Harðardóttir er skemmtikraftur og umsjón- armaður æskulýðsstarfs Isafjarðarkirkju, sem seldi faðmlög í gær á fimmtíu krónur, en ágóðinn mun renna í ferðasjóð til þátttöku í Landsmóti æskulýðs- félaga á Hvammstanga í október. HEYRST HEFUR Stefán Eiriksson, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins, þótti fara á kostum við opnun lestr- arátaksins „glæpafaraldurs" í Eymundsson í Austurstræti síðastliðinn fimmtudag. Stefán las þar kafla úr einni eftirlætis- glæpasögu sinni, Svartur á leik, eftir nafna sinn Stefán Mána. Fyrir upplesturinn sagði Stefán að gott væri ef glæpir flyttust alfarið inn í bókabúðir og héldu sig þar á síðum bókanna. Sagð- ist hann vona að glæpafaraldur- inn í Eymundsson yrði umsvifa- mikill. Stefán sagði einnig að skoða mætti að lengja afgreiðslutíma bóka- verslana um leið og opnunartími skemmti- staða yrði styttur... fris Edda Byrjaði seint að syngja, en segist hvergi nærri hætt Blaðið/Goll íris Edda Jónsdóttir sannar hið fomkveðna Betra seint en aldrei Fyrrum alþingismaðurinn Sæunn Stefánsdóttir hefur nú fundið sér annan starfsvettvang. Mun hún vinna að sérverk- efnum fyrir rektor Háskóla íslands auk annarra hefðbund- inna starfa skrifstof- m unnar. Má segja að kona komi í konu Vjt* stað, því Halla jfec/ék. Sverrisdóttir, sem gegndi starfi verk- efnisstjóra á skrifstof- unni, ákvað að snúa ekki aftur úrfæð- ingarorlofi Stærsti fíkniefnafundur ís- landssögunnar hefur væntan- lega ekki farið framhjá mörgum, sérstaklega ekki Fáskrúðsfirð- ingum. Er um fátt annað rætt í plássinu þessa dagana enda ærin ástæða til, þar sem bærinn hefur sjaldan lent í öðru eins. Þó svo að heimamenn telji málið ekki ákjósanlega kynningu fyrir bæinn sinn, hafa þeir þó húmor- inn í lagi. Kalla þeir nú skútuna sem sigldi með fíkniefnin í höfn- ina fátt annað en spítt-bát... íris Edda Jónsdóttir er 44 ára gömul skrifstofukona á Landspítalanum. Hún er einnig söngelsk amma sem gaf nýverið út sína fyrstu sólóplötu sem nefn- ist Kona á mínum aldri og er til sölu í Hagkaupum. Eftir Trausta Salvar Kristjánsson traustis@bladid.net „Tónlistin hefur alltaf verið í mér og ég hef sungið frá því ég man eftir mér. Þetta kemur víst frá mömmu. Ég hef verið í kórum síðan ég var sjö ára og það hefur alltaf verið draumur minn að gefa út sólóplötu," segir íris sem byrjaði þó ekki að syngja opinberlega að heitið getur fyrr en örlítið eftir þrítugt. Aldrei of seint að byrja „Þá lét ég þennan söngdraum ræt- ast og henti mér í djúpu laugina má segja. Ég fór að syngja á böllum og börum úti á landi og var með hljómborðsleikara mér til stuðn- ings. Einnig var ég í hljómsveitinni Tilþrifum og við spiluðum víða um land. Síðan fórum við maðurinn minn, Viðar Arnarsson, að ræða um framhaldið. Hann hefur nú svo- lítið vit á þessu, var umboðsmaður Bubba Morthens í mörg ár. Hann sagði að ég væri vel útgáfuhæf og talaði við Halla Reynis og Hörð Torfa um að útvega mér lög og texta fyrir plötuna. Ég hef því miður ekki þessa hæfileika til að semja sjálf og fékk því þá færustu til að hjálpa mér við það.“ Auk Harðar Torfa og Halla Reynis koma Bjarni Tryggvason og Orri Harðarson að laga- og textasmíðum. Vilhjálmur Guðjónsson útsetur og leikur á gítar, saxófón og trompet, Ingimundur Óskarsson plokkar bassann og Einar Valur Scheving lemur húðir. „Það er frábært að vinna með svona fagmönnum. Þá syngur Biggi í Gildrunni dúett með mér í einu lagi og Friðrik Ómar sér um bak- raddirnar. Þetta er mjög fjölbreytt plata, með reggí, kántrí, rokkblús og ballöðum sem og hefðbundnum popplögum.“ Blóð, sviti og tár Þrátt fyrir ungan aldur er íris orðin amma. Hún á þrjá syni sem allir hafa sýnt henni stuðning. „Sá elsti er sérstaklega hugfanginn af þessu framtaki og finnst þetta mjög flott. Ég hef leyft þeim öllum að fylgjast með frá upphafi og þeir hafa allir mjög gaman af þessu. Það KONAN íris vinnur á hjarta- og nýrnadeild Landspítalans Hún er í söngkennslu hjá Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur í FÍH Heimasíða írisar er www. irisedda.com er kannski ekki alvanalegt að fólk á mínum aldri helli sér út í þetta svona fyrirvaralaust, enda þarf heilmikið hugrekki til. Það er heilmikil vinna á bak við svona plötu. Maður vinnur sína dagvinnu, fer síðan í söngskól- ann og þaðan í upptökuverið. Þetta tók samtals tíu mánuði hjá okkur og því léttir að koma henni út. En ég er hvergi nærri hætt, enda bara rétt að byrja. Ég mun gefa út fleiri plötur, þó að það verði kannski ekki strax á næsta ári,“ segir íris sem óttast ekki frægðina. „Ef af henni verður er ég ágætlega undirbúin; hef haft 44 ár til þess!“ segir íris hlæjandi. „Nei annars, ég held mig alveg á jörðinni, enda margar plötur gefnar út á hverju ári. Það er aðeins byrjað að spila lögin á öldum ljósvakans og það er frábær tilfinning," segir íris að lokum. BLOGGARINN.. Bjórsektir „Líklega eru þeir nokkuð óheppnir sem keyptu 4-5 heilsíðuaugiýsingar til þess að auglýsa bjórinn sinn ídag. Líklega sáu flestir þessar auglýsingar sem kostuðu fyr- irtækið nokkrar milljónir, en þeir eru vænt- anlega að leita að umtali og ákæru. Hvað væri betra en að fá ákæru, þeir eyða nokkrum milljónum í þessar auglýsingar, fá feiknalega umræðu um bjórinn sinn og á endanum fá þeir sekt sem er minni en það sem meðal starfsmaður borgar í stöðumælasektir á nokkrum vikum. “ Tómas hafliðason eyjan.is/goto/tomash Sögulegt hnupl „Ég hefheyrt að Samtök verslunar og þjón- ustu ætli að flytja hingað til lands á næstu vikum Brian O'Hara búðarþjóffrá Bret- landi. Brian mun þá líklega flytja erindi á Nordica um búðarþjófnað sinn sem stóð sleitulaust frá árinu 1996-2002. [...jTelja verður líklegt að Brian 0 'Hara búðarþjófur áriti ævisögu stna ÍEymundsson einhvern daginn sem hann dvelur hér en bókina skrifaði hann ÍHolloway fangelsinu á árun- um 2002-2004 en þá afplánaði hann ein- mitt dóm fyrir þetta markverðasta hnupl sögunnar. I bókinni segir hann einmitt frá æsilegum flótta sínum frá Lundúnum til Swindon í Ford Fiesta árg. 1994 en það var einmitt iSwindon sem hann náðist er hann reyndi að stela skinkusamloku og núðlusúpu í Tesco. “ Guðmundur Brynjólfsson blogg.visir.is/gb Valkvíði „Nú þegar maður les þrjú dagblöð á hverj- um degi og fær þannig þrjár stjörnuspár, getur verið erfitt að ákveða hverri á að trúa. Kannski maður hlusti bara á eigin innri rödd og taki þvísem upp kemur?" Vigdís Stefánsdóttir vigga.blog.is LAUGARDAGAR tÐLAUSTÍSKA Auglýsingasíminn er 510 3744 blaðið= Su doku 9 8 7 2 4 3 8 9 2 4 6 3 8 1 7 4 3 2 6 8 3 1 5 4 6 2 7 5 5 8 7 6 Su Doku þrautin snýst um aö raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. HERMAN eftir Jim Ung ilakkaföt útsala er 11-12 C LaughlngStock InternationaJ Inc7dist. by United Media. 2004 Hva, þú lítur bara út eins og Doddi mágur. Hann er með stutta handleggi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.