blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 43

blaðið - 22.09.2007, Blaðsíða 43
blaöiö LAUGARDAGUR 22. SEPTEMBER 2007 43 Matreiðslubók barnanna komin út Nýlega kom út bókin Mat- reiðslubók barnanna en eins og nafnið gefur til kynna er hún einkum ætluð yngstu kokkunum á heimilinu. „I bókinni eru um 50 uppskriftir sem eru allar nokkuð einfaldar en samt fjölbreyttar og hollar. Hún er hugsuð þannig að krakkarnir vinni með foreldr- unum í eldhúsinu," segir Jónas Guðmundsson, framkvæmdastjóri Fjölva, sem gefur bókina út. Þó að bókin sé aðallega ætluð börnum bendir Jónas á að hún geti einnig nýst öðrum sem séu að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. ,Ég veit um einn sem er kominn á fertugsaldur og keypti hana. Honum fannst hún mjög góð og henta vel til að auka á fjölbreytni í eigin matargerð,“ segir Jónas og hlær. Auk uppskrifta er ýmsan fróðleik um mat og matargerð að finna í bókinni. „Það er fjallað um vítamín og annað sem er í matnum auk þess sem þar eru ýmis hugtök útskýrð og kokkaráð eins og til dæmis hvernig eigi að skræla kartöflur og svo framvegis,' segir Jónas. Sjálfur á Jónas börn og er búinn að prófa að elda með þeim upp úr bókinni. „Þeim finnst mjög gaman að taka þátt. Matreiðslan tekur náttúrlega aðeins lengri tíma en verður skemmtilegri fyrir vikið. Bókin er opin á borðinu og börnin spyrja um hitt og þetta og velta hlutunum fyrir sér þannig að þetta getur orðið skemmtileg fjölskyldustund í eldhúsinu,“ segir Jónas Guðmundsson að lokum. Matreiðslubók BARNANNA Ljúffcngar uppskriftir skrcf-fyrir-skrcf Matreiðslubók fyrir böm Jónas Guðmunds- son útgefandi segir að bókin henti börnum og öðr- um sem séu að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. Einfaldar uppskriftir Blaðið fékk góðfúslegt leyfi til að birta einfaldar uppskriftir úr bókinni Matreiðslubók barnanna ljúffengar uppskriftir skref fyrir skref. Pestóbrauð Hráefni: Pestósósan: • 1 hvítlauksgeiri • 30 gferskur parmesanostur • 1 msk. furuhnetur • svartur pipar • 60 gfersk basilíka • 3 msk. ólífuolía Brauðið: • Ferskt brauð með skorpu • 1 paprika (grilluð og afhýdd) • 1 msk. ólífuoUa • 1 lítill mozzarellaostur Grófsaxaðu hvítlaukinn og parm- esanostinn, settu í matvinnsluvél- ina og blandaðu vel. Láttu furuhne- turnar saman við og passaðu að lokið á blandaranum sé þétt. Hrærðu hvítlaukinn, parmesan- ostinn og furuhneturnar vel saman þangað til blandan er kekkjalaus sósa. Kryddaðu. Skerðu fjórar 2,5 cm brauð- sneiðar og penslaðu báðar hliðar með ólífuolíu. Settu grillpönnuna yfir meðalhita. Grillaðu brauðið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Skerðu mozzarellaostinn í fjórar jafnar sneiðar. Rífðu paprikuna og mozzarellaostinn i minni bita. Hit- aðu ofngrillið. Smyrðu brauðsneið- arnar með pestósósunni, bættu paprikunni og mozzarellaostinum við og grillaðu í þrjár mínútur eða þangað til osturinn hefur bráðnað. Kryddaðu. Jógúrtís Hráefni: • 11/2 dl rjómi • 30 gflórsykur • 5 00 g hreinjógúrt • 90 g súkkulaðibitakökur • 90 g Ijósar rjómakaramellur (fudge) • 60 g litlir sykurpúðar • 60 g hunangskökur (má sleppa) Aðferð: Skerðu mjúku karamellurnar og hunangskökurnar varlega niður í litla bita og brjóttu smákökurnar í stærri bita. Settu til hliðar. Helltu rjómanum í skál og sigt- aðu flórsykurinn saman við. Þeyttu i létta froðu með handpísk eða þeytara. Helltu jógúrtinni, hunangskök- unum, mjúku karamellunum og sykurpúðunum út í rjómann og blandaðu varlega saman. Settu blönduna með skeið í plast- box með loki og frystu. Hrærðu í ísnum eftir tvær klukkustundir til að koma í veg fyrir að ískrist- allar myndist og frystu áfram í að minnsta kosti tvær klukkustundir til viðbótar. tímmf „A mínu heimili er slátur sannkallaðw skyndibiti. ...þarsem vtd hjónin vinnum bæði úti erslundum litill tfmi til matargerðar. Börnin okkar verða að fá hollan mat. Oftast borðum við fbrsoðna slátrið frá F/allalambi kalt, en það tekuraðeins 5 minútur að hita eða steikja þennan bráðholla og næringamka skyndibita. Bömin elska þetta. “ Pabbi í Kópavoginum Hreint lostæti úr fslenskri náttúru Fjallalamb hf. • Röndinni 3 • 670 Kópaskeri • Sími 467-2140 •www.fjallalamb.is FJALLALAMB KÓPASKERJ . Veislusalur - fundir - róðstefnur IIÍIKAIfMLlIIN Veislusalurinn Rúgbrauðsgerðin ehf Borgartúni 6 • 105 Reykjavík •Sími 517-6545 www. rugbraudsgerdin. is —11 rnwmi I lll lÉ I m Salurinn hentar fyrir alls konar veislur brúðkaup • fermingar • skírnir • erfidrykkjur • afmæli • árshátíðir • þorrablót • jólahlaðborð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.