Orðlaus - 01.07.2005, Page 8

Orðlaus - 01.07.2005, Page 8
Mafían á rætur að rekja til Sikileyjar og i byrjun síðustu aldar náði hún yfir lítinn hóp af glæpamönnum sem stóðu í ýmiss konar braski og ólöglegri starfsemi. Hóparnirfóru stækkandi og urðu með öldunum svo valdamiklir á Ítalíu að þeir stjórn- uðu skuggalegustu afkimum samfélagsins á bak við tjöldin. Á tímum fasismans þar í iandi var allt lagt í að berjast gegn mafíósunum og skipulagðri glæpastarfsemi þeirra og margir lentu í fangelsi eða flúðu úr landi. Þeir settust þá að í Banda- ríkjunum þar sem þeir héldu áfram fyrri iðju og ítalsk-banda- ríska mafían varð brátt ein öflugasta glæpaklíka þar í landi á 20 öldinni. Hún blómstraði, sérstaklega á bannárunum þar sem mafíósarnir sáu um ólöglega áfengissölu, fjárhættuspila- starfsemi og vændissölu. Sökum ótrúlegs vægðarleysis hafa mafíósarnir verið vinsælt umræðuefni og margir hverjir orðið heimsfrægir í gegnum kvikmyndaiðnaðinn sem virðist aldrei fá nóg af því að segja sögur þeirra. Al Capone ...ættu allir að þekkja, enda gerði Robert De Niro hann ódauðlegan í mynd Brians De Palma, The Untou- chables. Capone var alræmdur á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar. Hann byrjaði að vinna sem útkastari fyrir Frankie Yale í Brook- lyn en fluttist þaðan til Chicago og stóð í ýmsu braski fyrir Johnny Torrio, svo sem að sjá um vændi og fjárhættuspilastarfsemi og leyni- lega vínsölu. Fljótlega tók hann yfir starfseminni og stjórnaði göt- um borgarinnar harðri hendi, hót- aði vitnum, drap keppinautana og mútaði ríkisstarfsmönnum. Enginn þorði að standa uppi í hár- inu á honum, jafnvel þó að flest- ir tengdu hann við hið alræmda klíkumorð, St. Valentine's Mass- acre, þarsemsjömannsvoruskotn- ir til bana en enginn ákærður fyrir. Þetta blóðbað átti eftir að gera Capone frægan langt eftir dauða hans en það var ekki fyrr en Elli- ot Ness, sem hafði eytt árum í að negla Capone, að mafíósinn lenti í fangelsi fyrir skattsvik. í fyrstu stjórnaði hann starfseminni bak við rimlana þar til hann var færður í Alcatraz-fangelsið. Veldið fór að sölna og Capone dó stuttu eftir að hann kom úr fangelsinu. Sam Giancana ...var yfirmaður mafíunnar í Chic- ago frá árunum 1957-1966. Hann var meðlimur götuklíkunnar The 42s í Chicago á þriðja áratugnum og fékk fljótt mikla viðurkenningu fyrir að vera góður flóttabílstjóri og vægðarlaus morðingi, komst í kynni við Al Capone og fékk meiri ábyrgðarhlutverk. Giancana var handtekinn rúmlega 70 sinnum á ferlinum en lenti ekki nema tvisvar í fangelsi, enda í góðu sambandi við JFK Bandaríkjaforseta sem hann hafði aðstoðað í kosningun- um. Giancana hefur verið tengdur við alls kyns valdamenn Bandaríkj- anna. Ein sagan segir að CIA hafi leitað til hans með áform um að drepa Fidel Castro og ná Kúbu í Svínaflóaárásinni. Önnur að Gianc- ana hafi átt þátt í dauða Marilyn Monroe til þess að reyna að koma sökinni á John og Robert Kennedy vegna þess hve harðir þeir bræður voru í að vinna gegn skipulögðum glæpasamtökum. Giancana var bæði spilltur og gráðugur og þeir tveir lestir urðu honum að lokum aðfalli. Hannflúði í útlegðtil Mexí- kóárið 1966eftiraðhafa veriðrek- inn úr mafíunni en var síðan send- ur til baka til Bandaríkjanna og drepinn í kjallara heimilis síns 19. júní 1975, rétt áður en hann átti að koma fram fyrir þingið og tala um tengsl mafíunnar við CIA. Carlo Gambino ....var einn áhrifamesti mafíufor- ingi Bandarikjanna fyrr og síðar. Hann komtil landsinssem ólögleg- ur innflytjandi frá Ítalíu og vann sem áfengissmyglari og bílstjóri fyrir mismunandi klíkur á bann- árunum. Gambino hafði ótrúlegt viðskiptavit og kunni að koma sér í kynni við réttu mennina. Hann gekk til liðs við Lucky Luciano, Meyer Lansky og Frank Costello, og saman losuðu þeir sig við sam- keppnisaðilann Vito Genovese. Gambino tók þá völdin í New York og stjórnaði götum borgarinnar í fjölda ára, opnaði bari og dreifði áfengi. Sagt hefur verið að hann hafi mútað tveimur þingmönnum til þess að fá að vera áfram í land- inu og því reyndist árangurslaust að senda hann til baka til Ítalíu. Gambino dó síðan úr hjartaáfalli. iohn Gotti ...var meðlimur í Gambino ma- fíósafjölskyldunni og varð fljótt yfirmaður eins valdamesta hóps- ins innan hennar. Hann varð hálf- gerð stjarna á níunda áratugnum og túristar kepptust um að fá að taka myndir af sér með honum. Al- menningur var þó ekki sá eini sem hafði áhuga á Gotti því FBl fylgd- ist grannt með hverju skrefi sem hanntók.Gotti varaðlokum hand- tekinn eftir að félagi hans vitnaði gegn honum og eyddi síðustu dög- um sínum í fangelsi þar til hann dó úr krabbameini. Benjamin Síegei ...betur þekktursem Bugsy, fædd- ist inn í fátæka rússneska gyðinga- fjölskyldu í Brooklyn. Hann gekk til liðs við Meyer Lansky og Lucky Luciano og vann sem leynimorð- ingi fyrir hann í upphafi. Bugsy Si- egel komst síðar inn í innsta hring Hollywood og átti hóp af hjákon- um. Hann fílaði glamúrinn og byggði að lokum risa spilavíti í Las Vegas og fékk ýmsa mafíuforingja til að fjárfesta í því með sér. Verk- efnið gekk þó ekki nógu vel og fjárfestarnir fóru að gruna hann um græsku. Bugsy var drepinn á heimili sínu í Beverly Hills. SHJ IMokkrar góðar mafíumyndir The Godfather (1972-1990) Þríleikurinn í leikstjórn Francis Ford Coppola er löngu orðinn klassíker í kvikmyndasögunni þar sem Corleone-glæpafjölskyldan er samblanda úr nokkrum raun- verulegum mafíufjölskyldum. Goodfellas (1990) í leikstjóm Martins Scorsese er án efa ein besta mafíumynd kvikmyndarsög- urnnar, með Robert De Niro, Ray Li- otta, Joe Pesci, Lorraine Bracco og Samuel L. Jackson meðal leikara. ................................-t Donnie Brasco (1997) er byggð á sannsögulegum atburð- um og fjallar um starfmann FBI sem reynir að uppræta mafíuna. í aðalhlutverkum eru Johnny Depp og Al Pacino en Mike Newell leikstýrir. The Untouchables (1987) með Robert De Niro í hlutverki Al Capone og Kevin Costner sem Eliot Ness. Brian De Palma leikstýrir. A Bronx Tale (1993) í leik- stjóm Roberts De Niro er saga um föður sem berst við mafiu- foringja í hverfinu sínu, Bronx. Analyze This (1999) og Analyze That (2002) eru gamanmyndir um þjáðan mafíu- foringja og sálfræðinginn hans með þeim Robert De Niro og Billy Christal í aðalhlutverkum. The Whole Nine Yards (2000) og The Whole Ten Yards(2004) eru gamanmynd- ir með Bruce Willis og Matthew Perry í leikstjórn Jonathans Lynn. Scarface (1983) skartar Al Pac- ino í hlutverki Antonio Tony Mont- ana í leikstjórn Brians De Palma. Bugsy (1991) fjallar um líf mafíósans Bugsy Siegel sem er leikinn af Warren Beatty. Mobsters (1991) segir frá ma- fíósunum Lucky Luciano, Lansky, Frank Costello og Bugsy Siegel með Christian Slater, Patrick Dempsey, Richard Grieco og Cost- as Mandylor í aðalhlutverkum. ER VERIÐ AÐ LJÚGA AÐ ÞÉR? 8 Það hafa allir logið og við mannfólkið eigum örugglega aldrei eftir að hætta því. Flest- ir segja sína fyrstu lygi þegar þeir eru fjögurra ára en þá átta börn sig á mætti tungu- málsins. Fólk byrjar þó ekki að Ijúga til að koma sér út úr að- stæðum fyrr en um sex ára ald- ur og flestir halda því áfram alveg þangað til að komið er í gröfina. Það er ekki til nein leið til að vera 100% viss um hvort verið sé að Ijúga að þér en það eru ýmsir þætt- ir sem hægt er að skoða og komast þannig nær sannleikanum. Fólk sem forðast augnsam- band: Venjulega horfa þeir sem þú talar við í augun á þér a.m.k. hálft samtalið. Ef þú tekur eftir því að þeir líta undan eða niður á með- an á vissum parti af samræðunum stendur getur vel verið að það sé verið að Ijúga að þér. Breytingar á röddini: Þegar röddin breytist eða er óstöðug get- ur það táknað lygi. Eins getur ver- ið vísbending þegar fólk ummar eða gefur frá sér mikið andvarp. Líkamstjáning: Að snúa líkam- anum frá þeim sem talað er við, andlitið eða munnurinn hulinn og miklar handa- og fótahreyfingar geta einnig verið merki um blekk- ingu. Talað í þversögn: Þegar við- mælandi þinn fer að tala í þver- sögn við sjálfan sig ætti það að vekja hjá þér efasemdir. Með þessar upplýsingar á bak við eyrað ættir þú að geta ver- ið nær sannleikanum eða orð- ið betri lygari. Þó svo að þær gildi alls ekki um alla getur ver- ið gott að skoða þessa þætti þegar þú telur að einhver sé að Ijúga að þér.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.