Orðlaus - 01.07.2005, Síða 20
Við
mælum
með...
Coke og lakkrís
Þeir sem viija vera flottir
í sumar láta sjá sig með ís-
kalda Coke í gleri og lakkr-
ísrör. Þetta var mikil tíska
á áttunda áratugnum en
þá varstu ekki maður
með mönnum án þess að
drekka kók í gleri með
lakkrísröri og þótti sú
blanda vera mikill lúxus.
Nú er öldin önnur og ár-
ið 2005 endurvekjum við
tískuna. Fyrir þá sem vilja
endurupplifa stemmn-
inguna til fullnustu geta
bætt við Þrince Polo en
þá ertu komin með hina
fullkomnu þrennu. Vertu retro í sum-
ar og fáðu þér ískalda Coke.
Léttum klökum!
Loksins, loks-
ins er hægt að
fá sér íspinna í
góða veðrinu
án þess að vera
með móral
yfir línunum
því Emmessís
hefur sett á
markað syk-
urlausa klaka
með tveimur
nýjum bragð-
tegundum. Klakarnir, sem nú fást,
eru því Appelsínu léttlurkur, Ananas
léttlurkur og Sportstöng. Þessir klakar
hafa átt miklum vinsældum að fagna
síðustu ár en Appelsínu Léttlurkur og
létt Sportstöng hafa ekki áður fengist
sykurlausir. Það er því Ijóst að ef þig
vantar eitthvað til að svala þorstanum
og kæla þig niður í góða veðrinu eru
klakarnir frá Emmessís alveg málið.
San Francisco
Við mælum sérstaklega með San
Francisco fyrir fólk í ferðahug. Borgin
er nýr áfangastaður hjá lcelandair en
aldrei hefur verið boðið upp á beint
flug þangað áður. Borgin er jafnan
þekkt í Bandaríkjunum fyrir frjáls-
lyndi sitt en oftar en ekki er reglan
sú að ef eitthvað er bannað í borgum
vestanhafs er líklegt að það sé undan-
tekning á því í San Francisco. Mannlíf-
ið er í blóma allt árið um kring enda
rosalega margt að skoða og gera t.d.
skoða Alcatraz-fangelsið eða skella
sér upp á Golden Gate brúna.
Fargjald til San Francisco er hægt að
fá frá aðeins 57.900 kr. Því ættu allir
sem er að spá í að fara út í sumar að
prófa eitthvað nýtt og skella sér til
San Francisco.
aömsT
Ufff... þreyta, þynnka samviskubit og leynt hatur á skyld-
mennum. Ég er búin að vera að hanga með Binnu frænku
seinustu daga. Hún er ein af þeim sem klúðruðu unglingsár-
unum í einhvern vonlausan kærasta og er núna 25 ára hag-
fræðingur sem er nýbúið að dömpa og vinalausari en sel-
urinn í Húsdýragarðinum. Kærastinn farinn að eyðileggja
unglingsár einhverrar ungrar píu og hún að uppgötva
að hún hefur bara farið í sleik við einn gæja. En þar sem
hún byrjaði að plana framtíðina og safna peningum í
kringum 14 ára aldurinn og búin að kaupa íbúð 17 ára þá
er hún alveg massa rík (á minn mælikvarða) og staðráðin
í að vinna upp tapaðan tíma. Þess vegna ligg ég núna á 5
stjörnu vindsæng í 5 stjörnu sundlaug á geeeðveiku hóteli á
Spáni, Binna er búin að haga sér eins og 16 ára Selfyssingur
í fyrstu borgarferðinni og ég er búin að ákveða að eignast
aldrei börn.
Hún var greinilega ekkert að grínast með að
vinna upptapaðantímaogerbúinaðvera krón-
ískt full, ælandi og í standandi sleik við gesti og
gangandi. Þetta er búið að vera ansi skrautlegt
og ég er búin að vera í hlutverki
ábyrga aðilans (???), eitthvað sem
ég hélt ég myndi aldrei sjá gerast.
Ef þið voruð búin að gleyma því
þá á (átti?) ég kærasta sem er ynd-
islegur og ég er ofurskotin í. En
það kom smá fyrir.
Þriðja kvöldið okkar ákváðum við
Binna að skella okkur út að borða.
Puntuðum okkur og vorum síðan
niðri að bíða eftir leigubíl þegar
tveir íslenskir strákar komu og
fóru að tala við okkur. Binna alveg
Ijómaði eins og jólatréð í Smára-
lindinni og var liggur við farin að
flassa þá áður en þeir gátu sest
niður. Binna var alveg í ham yfir
því að hitta íslenska stráka eftir að
hafa verið í sleik við Spánverja seinustu daga
og hálf skipaði þeim að koma með okkur.
Eftir að við komum á staðinn og vorum sest nið-
ur í fordrykk leið mér eins og ég væri að horfa
á dýralífsmynd: ...Tilhugalíf aðþrengdra spen-
dýra... Binna var virkilega að nota öll trikkin í
bókinni til að landa þessum. Allt í einu sleppti
Ijónynjan taki á bráð sinni og boðaði mig í kló-
settferð. Ég átti nú ekki von á neinu öðru en
gloss sníkjum og var því alveg met hissa þegar
hún fór að hrauna yfir mig. ...Hver heldurðu
að þú sért, búin að eiga kærasta í fokking 5
mínútur og er orðin mesta beyglu kelling sem
ég hef hitt... bla bla bla... á þínum háa hesti...
o.s.frv... Úff hvað þetta var satt. Ég byrjaði að
reyna að verja mig en gerði mér samt alveg
grein fyrir því hvað þetta var rétt hjá henni og
dauðskammaðist mín. Ég ákvað því að taka til-
lit til þessarar gagnrýni... sleppti mér í daðri og
drykkjum og gamla Vala var búin að taka völd-
in áður en ég vissi af.
Þetta var einhver japanskur veitingastaður
þar sem maður var með sinn einkaþjón að mat-
reiða ofan í sig. Máltíðin tók einhverja 5 tíma
með viðeigandi Sake pásum og við vorum öll
orðin vel sósuð þegar það kom
að versta eftirrétti í heimi. Þar
sem eftirrétturinn var óætur kom
upp einhver hnakkahúmor í strák-
unum um það að við ættum að
gefa þeim eftirrétt... hahahahaha
(æl). Þótt ég væri með aulahroll
yfir púkalegri pikk-öpp línu þá
endaði ég samt í sleik við gæjann.
Ég er ömurleg. Við fórum síðan á
bar og ég var enn á fullu að daðra
og vera í sleik. Binna var komin
með nýjan upp á arminn eftir
að hinn áður vænlegi kandídat
reyndist vera hinn versti dansari
og lak sjarminn af honum líkt og
sviti í sól. Ég var enn með sama
„ekki búin að kveikja á því að ég
ætti kærasta" og að þetta væri
ekki sú hegðun sem ætlast mætti af settlegum
heitbundnum meyjum. Það var ekki fyrr en ég
sá strák standa aðeins í burtu og horfa á mig
að það rann af mér. Ég get svarið það, svona tíu
metra í burtu stóð allt í einu minn heittelskaði
og horfði á mig í sleik við einhvern vibba gaur.
Ég henti honum frá mér og reyndi að líta aftur
en þá var hann horfinn. Ég hljóp um allan stað-
inn hágrátandi þangað til að loksins...
VALA
Ég ákvað því að taka tillit til
þessarar gagnrýni... steppti
mér í daðri og drykkjum og
gamla Vala var búin að taka
völdin áður en ég vissi af.