Orðlaus - 01.07.2005, Page 33
„Sannur herramaður
kann að láta dömum
líða eins og þær séu
hefðardömur. Hann
hrósar þeim óspart
hvort sem þær eru
ömmur, feitar frænkur
eða fagrar meyjar.
Hann hrósar ekki út í
loftið heldur finnur sér
alltaf eitthvað sérstakt
til að fagna og gerir
það á sannfærandi
og einlægan hátt."
Líkt og með sniglagaffalinn og það að kunna
að tosa hanskana af sér eins og dama, þá skipta
þessir siðir litlu máli nú á gervihnattaöld. Nema
kannski þetta með að lána henni jakkann ef
það er kalt úti. Herramaður dagsins í dag er
fyrst og fremst nærgætinn og kurteis maður
sem vandar sig að vera næmur á aðstæður
annarra.
Þetta með dyrnar
Það er herramennska að opna dyr fyrir konr.
Samt ekki á svona áberandi asnalegan hátt..-
þannig að þú sprangar eins og Gosi fram —
fyrir hana og feykir upp hurðinni með svaka'
tilburðum. Nei. Þú opnar bara eins og það sé
þér afar eðlilegt og lætur dömuna smjúga fram
fyrir þig. Engan æsing. Bara mjúkur.
Bandaríkjunum
lifa þeir enn góðu
lífi og eru yfirleitt
í hávegum hafðir
þegar fólk er að
byrja að skjóta
sér saman. Það er
að segja, fyrstu
vikurnar og dagana
í sambandinu. Þegar
nándin verður
meiri byrja þeir
hins vegar
að ropa,
k I ó r a
sér í
pungnum og skella
hurðinni á nefið á henni ef
þannig liggur á þeim.
trt»óWH)sag"?
Einu sinni tóku herramenn ofan þegar
þeir mættu dömu á götu. Opnuðu dyr.
Fóru úr jakkanum ef stúlkunni var kalt
og lögðu yfir axiir hennar. Borguðu alltaf
matinn á veitingastaðnum og hjálpuðu
henni að komast út úr
bíinum. Kysstu hana bless
á útidyratröppunum og
keyrðu svo kátir heim,
alsælir yfir því að vera
Guðsgjöf til konunnar.
Sannkallaðir
herramenn. Mjúkir
menn. Gentlemen.
í s I e n s k u m
karlmönnum hefur
aldrei tekist
almennilega að
pikka þessa
siði upp, enda
af sama
sauðahúsi
og ömmur
okkar, en í
Dæmi um dásamlega
herramenn
Ragnar Kjartansson, múltí kúnstner.
Kevin Spacy, útlenskur leikari.
Reynir Lyngdal, leikstjóri.
James Bond, sögupersóna.
Hrósaðu
Sannur herramaður kann að láta dömum líða
eins og þær séu hefðardömur. Hann hrósar
þeim óspart hvort sem þær eru ömmur, feitar
frænkur eða fagrar meyjar. Hann hrósar ekki út
í loftið heldur finnur sér alltaf eitthvað sérstakt
til að fagna og gerir það á sannfærandi og
einlægan hátt.
Hann segir ömmu sinni að hún líti vel út. Að
hendur hennar séu fallegar og hlýjar. Hann
segir Fjólu feitu frænku að hún hafi grennst,
jafnvel þótt hún sé enn jafn feit og síðast, og
hann segir Siggu sætu að hún sé svo ákveðin
og klár.
Notaðu hormónana
sem Guð gaf þér
Strákarnir fengu vöðvana og stelpurnar vitið.
Ekki láta hana bera pokana heim úr Bónus ef
þú ert ekki með höndina í fatla. Það er ekkert
að því að vilja halda á pokum fyrir konu.
Þetta er bara líffræði. Strákar eru sterkari og
af hverju ekki að nýta sér það? Það eru fáar
dömur sem heimta að fá að bera poka til að
sanna kvenmennsku sína, en ef hún krefst þess,
þá að sjálfsögðu segir þú ekki nei.
Á veitingastaðnum
Þetta með reikninginn. Það er fín regla að
sá/sú sem stingur upp á því að fara út sjái
um að borga reikninginn. En ef þú stingur
upp á því að þið farið út að borða, þá væri
það mjög herramannslegt af þér að borga
reikninginn í leiðinni. Svo fer þetta líka eftir
peningamálunum. Ef daman er fátækur
námsmaður sem stingur upp á því að þið farið
á Austur-lndía félagið þá er sætt að láta hana
bara borga fyrir sjálfa sig og svo borgar þú fyrir
þig. Aldrei ætlast til þess að hún borgi allt.
Nema hún sé í betur launuðu starfi en þú.
Konur eru enn með 30% lægri laun en karlar.
Ættu eiginlega að fá "konuafslátt" eins og
eftirlaunaþegar.
Siðir
Herramenn tala ekki með munninn fullan af
mat. Þeir grípa ekki fram í. Æsa sig aldrei og
neita að slást. Þeir hafa andstyggð á ofbeldi en
eru samt ekki gungur. Drekka sig ekki ofurölvi.
Herramaður tekur alltaf upp hanskann fyrir
dömu í þeim skilningi að ef einhver fer að
munnhöggvast við hana eða ónáða á einhvern
hátt þá stígur hann á milli til að hjálpa henni að
verja sig. Hann kemur öðrum til hjálpar. Vinum
sínum af báðum kynjum.
Sumir segja að það taki fleiri en eina kynslóð
fyrir karlmenn að verða herramenn. Þess vegna
er um að gera að foreldrar byrji snemma að
innræta sjálfum sér og sonum sínum góða siði,
en fyrst og fremst að -BERA VIRÐINGU FYRIR
KONUM.
Það er stysta og einfaldasta leiðin að
herramanns kjarnanum.
Elfa Jökulsdóttir
21 árs
Hvað heitir páfinn?
Benedikt 16.
Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?
Canberra.
HvererVarnarmála-
ráðherra íslands?
Er einhver?
Fyrir hvað stendur 2 í H20?
Það eru hlutföllin, 2 vetni
á móti einu súrefni.
Hver er forsætisráð-
herra Svíþjóðar?
Ég veit það ekki.
Aron Svanbjörnsson
15 ára
Hvað heitir páfinn?
Ég veit það ekki.
Hvað heitir höfuðborg Ástralíu?
Sydney.
Hver er Varnarmála-
ráðherra Islands?
Ég veit það ekki.
Fyrir hvað stendur 2 í H20?
Veit það ekki.
Hver er forsætisráð-
herra Svíþjóðar?
Veit það ekki.
Benedikt XVI (16) er páfi.
Canberra er höfuðborg Ástralíu.
Það er enginn Varnarmála-
ráðherra (slands.
2 stendur fyrir tvö vetnisat-
óm fyrir hvert súrefnisatóm.
Göran Person er forsætis-
ráðherra Svíþjóðar.