Orðlaus - 01.09.2005, Page 10
POTTÞÉTT
TÁRAFLÓÐ
LÖGIN SEM KREISTA FRAM TÁR
THE BAND
It Makes No Difference
Rick heitinn Danko, bassaleikari
The Band var með rödd sem hent-
aði sérstaklega vel fyrir angist-
arfullar ballöður. Á þessu lagi af
plötu hljómsveitarinnar 'Northers
Lights, Southern Cross' ('76) túlkar
hann einkar vel sorgarsögu manns
sem er yfirbugaður af óendurgold-
inni ást. Sögupersónan sér sólina
ekki lengur skína og dögunin færir
honum enga huggun. Saxófónsóló
Garth Hudson er sérstaklega áhrifa-
rík viðbót.
Upp með klútinn: "There is no lo-
ve / As true as the love / That dies
untold"
OTIS REDDING
These Arms of mine
Það er ekki hægt að tala um tii-
finningaríka tónlist nema að hafa
Otis Redding með á listanum. Fáir
söngvarar höfðu jafn innilega sál
og hann. Hér syngur hann um til-
finningu sem margir kannast svo
við. Einfaldlega þránna að halda
einhverjum nærri sér. Löngunin
í röddinni á Otis er svo mikil og
áþreifanleg að gæsahúðin sprett-
ur upp sem aldrei fyrr. Mögulega
besta lag til að dansa við sem sam-
ið hefur verið.
Upp með klútinn: "And if you will
let them hold you / Oh, how gratef-
ul I will be"
Það sem gerir blessaða tónlistina svo sérstaka og frábrugðna öðrum listgreinum er
að hún á svo auðvelt með að kalla fram tilfinningar í hiustandanum. Allir kannast við
það þegar tónlistin breytir skapinu og færir mann í annan heim. Líkamsræktartröll-
ið treður Rammstein í græjurnar þegar á að rippa sig upp og fleygja lóðunum til og
frá. Handboltagæjarnir hjúfra sig saman í sturtunni og syngja 'We Are the Champi-
ons' eftir að hafa unnið utandeildarbikarinn. Frændi þinn heyrir tónlistina úr myndinni
'My Girl' í útvarpinu og reynir að fela tárin fyrir hinum strákunum í keiluliðinu.
Það er einmitt frændinn tárvoti sem ætti að passa sig núna. Við viljum staldra við
á götuhorninu þar sem sorg og tregi mætast í tónlistarsögunni og rifja upp nokkr-
ar gersemar sem kalla fram tár hjá jafnvel hörðustu karlmönnum. Byrgið ykkur upp
af tissjúi og komið ykkur fyrir undir volgri sæng, því hér koma nokkur af tilfinninga-
ríkustu, einlægustu og hreint út sagt sorglegustu lögum sem gerð hafa verið:
Björn Þór Björnsson
YEAH YEAH YEAHS
Maps
Þetta lag rífurgjörsamlega í hjarta-
strengina á öllum þeim manneskj-
um sem ekki hafa skipt hjarta sínu
út fyrir oddhvassan grjóthnullung.
Karen O gefur sig alla í flutninginn
og gítar Nick Zinner hljómar eins
og táraflóðið sem sögupersónan
á svo erfitt með að halda aftur.
Þetta lag skal spila í ástarsorg og
helst í annarlegu ástandi eftir að
hafa horft upp á stóru ástina sína
í faðmi annars.
Upp með klútinn: (Hvað annað?)
"Wait! / They don't love you like I
love you!"
SANDY DENNY
By the time it Gets Dark
Þegar hæf ileikaríkir tónlistar-
menn deyja ungir birtast lög þeirra
okkur í öðru Ijósi. Sandy var rétti-
lega talin með betri söngkonum
Bretlands á sjöunda og áttunda
áratuginum þegar hún Ijáði hljóm-
sveitum eins og Fairport Conventi-
on mjúka og ómþýða rödd sína.
Hún lést í hörmulegu slysi þar sem
hún féll niður tröppur aðeins þrí-
tug að aldri. Hún skildi meðal ann-
ars eftir sig þetta lágstemmda lag,
þar sem það er eins og hún fullvissi
okkur um að eftir erfiðan dag kem-
ur nóttin og bjargar okkur. Eða, fyr-
ir þá þunglyndari, að dauðinn er
ekkert svo slæmur miðað við amst-
ur hversdagsins.
VAN MORRISON
T.B. Sheets
Undirleikurinn er taktfastur og
fönkaður. En skerandi munnharp-
an og sífellt meira titrandi röddin
benda til að hér sé ekki allt með
felldu. Van bókstaflega berst við
tárin þegar hann flytur þetta lag,
sem hann samdi eftir að hafa horft
upp á kærustuna sína Julie deyja úr
berklum. Maður þorir hvorki ekki
að hreyfa legg né lið á meðan þessi
tíu mínútna sorgarepík stendur yf-
ir. Alveg ótrúlega magnað lag.
>
k
Upp með klútinn: Sársaukafull
ekkasogin segja allt sem segja
þarf.
Upp með klútinn: "Maybe by the
evening we'll belaughing/Justwa-
it and see / All the changes there'll
be / by the time it gets dark"
iisS
LOKSINS Á ÍSLANDI
Nýju fatalínu Stellu McCartney
sem hún hannaði fyrir adidas hef-
ur verið beðið með mikilli eftir-
væntingu. Fyrir ári síðan tilkynntu
McCartney og adidas um upphaf-
ið á samstarfi um vöruþróun og
hönnun á íþróttavörum fyrir kon-
ur. Hugsunin á bak við vörulínuna
var, að setja á markað nýtískulega
lífstíls sportlínu. "Konur taka bæði
líkamsrækt og lífstíl alvarlega.
Afhverju ættum við að þurfa að
fórna öðru á kostnað hins" sagði
Stella. Nú er hún loksins komin til
íslands og við fáum að vera þess
heiður aðnjótandi að fá haustlínu
hennar til lands en hún er aðeins
seld í 300 verslunum í heiminum
og þar af aðeins sex á Norðurlönd-
unum.
íþróttafötin eru vægast sagt flott
en aðal áherslurnar eru hlaupa-,
líkamsræktar- og sundfatnaður,
ásamt íþróttaskóm og fylgihlut-
um. Haustlínan fæst aðeins t adid-
as Concept Store í Kringlunni.
10