Orðlaus - 01.09.2005, Side 32

Orðlaus - 01.09.2005, Side 32
GLEYMDU BÖRNIN IAFRÍKU Oliver Stoltz og heimildarmyndin Lost Children I Úganda í Afríku hafa uppreisnarmenn og stjórnarherir háð blóðugt stríð í tæp 20 ár sem nú er orðið eitt lengsta skæru- liðastríðið í sögu álfunnar. Fórnarlömb styrjaldar á borð við þessa eru yfirleitt varnarlausustu meðlimirsamfélagsins, börn- in, sem eru gjörsamlega berskjölduð og bera enga ábyrgð á þeirri stöðu sem þau eru í. Þau eru drepin, missa fjölskyldu sína eða er rænt af skæruliðum, þau eru þjálfuð í að nota vopn og sprengjur og látin berjast við hlið fullorðinna hermanna þrátt fyrir að slíkt brjóti gjörsamlega í bága við alþjóðalög. Barnahermenn í Norður-Úganda eru umfjöllunarefni heimild- armyndarinnar Lost Children sem sýnd verður á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík dagana 29. september til 9. októb- er. Orðlaus ræddi við þýska leikstjórann Oliver Stoltz um mynd- ina sem hann gerði ásamt Ali Samadi Ahadi, en þeir eyddu hálfu ári á stríðssvæðinu þar sem þeir leituðust við að svara spurningunni hvort hægt væri að verða barn á ný eftir að hafa barist sem hermaður. Börnin fá loks að segja sína sögu Yfir 300.000 barnahermenn eru notaðir í stríðsátökum víðs veg- ar um heiminn og hefur stórum hluta þeirra barna verið rænt af öðrum hermönnum. Slík er stað- an í Úganda, en andspyrnuherinn LRA (Lord's Resistance Army) er talinn hafa rænt mörgum þúsund- um barna sem starfa sem þrælar og uppreisnarmenn innan þeirra sveita. „Þegar ég var í námi í Bandaríkjunum las ég skýrslu Sam- einuðu þjóðanna um Norður-Úg- anda á internetinu" segir Stoltz, aðspurður um hvað ýtti honum út í þetta verkefni. „Ég fór að lesa mér meira til um ástandið og eftir að hafa komist í kynni við samstarfs- manninn minn, Ali Samadi Ahadi, ákvéðum við að byrja á heimild- armynd til að finna út hvort það væri í rauninni allt rétt sem stóð í skýrslunni." Myndin Lost Children sýnir ástandið í landinu í gegnum augu barnanna sem lenda í miðju átak- anna. Stoltz og Ahadi fylgdust með fjórum börnum á aldrinum 8-14 ára sem höfðu barist í stríðinu en náð að sleppa úr hernum. Þeir voru með þeim í 6 mánuði til þess að sjá hvernig þau næðu að fóta sig í samfélaginu á ný. „Börnin ná aldrei að koma sínum sjónarmið- um fram og við vildum ekki vera enn einn hópur hvítra manna sem kemur inn í landið og lítur niður á fólkið þar. Við vildum þess í stað að þetta væri þeirra mynd og reyndum því okkar besta að vera Oft reynist börnunum erfitt að snúa aftur til fyrri heimkynna sinna þar sem foreldrarnír hafa verið drepnir eða vilja ekki taka við þeim aftur. Kilama biður um fyrirgefningu eftir að hafa verið neyddur til að drepa í hernum. Aðalsöguhetjur heimildarmyndarinnar Lost Children eru börnin Francis (12), Jennifer (14), Opio (8) og Kilama (13). ósýnilegir" segir Stoltz og heldur áfram: „Þegar við komum okkur í samband við börnin sögðum við þeim því að við værum verkfærin þeirra til að láta heiminn vita hvað væri í gangi." Dreptu eða deyðu! Börnin eru eftirsóttir hermenn þar sem auðvelt er að hræða þau, misþyrma þeim og misnota þau. Þau fá vopn í hendurnar og eru lát- in drepa hermenn, óbreytta borg- ara eða jafnvel önnur börn sem reyna að flýja úr hernum. „Það er mikil valdaskipting innan hersins og viss heiður að fá byssu í hend- urnar" segir Stoltz. „Ástandið er svo brenglað að allt slæmt sem þú gerir færir þig ofar í metorðastig- anum. Þú verður því að pynta og drepa aðra til þess að lifa af og komast til hærri metorða. Skæru- liðarnir einbeita sér að yngstu börnin sem hafa upplifað stríð allt sitt líf því þau hafa í raun enga sið- ferðislega undirstöðu til að dæma eftir og því er auðveldara að hafa áhrif á þau." -En hafa börnin einhvern skilning á því sem þau eru að gera eða i hvaða stríði þau eru að berjast? „Nei, þau skilja það ekki. í Úg- anda eru börnin blekkt og látin trúa því að Joseph Kony, leiðtogi LRA, sé í tengslum við fjölmarga anda sem tala mismunandi tungu- mál I gegnum hann og hann lætur börnin trúa því að heilagir steinar og heilagt vatn geri þau ósæran- leg. Þetta virkar. Börnin eru hrædd við hann en virða hann um leið því þau telja Kony búa yfir einhvers konar yfirnáttúrulegum kröftum. Þau eru í rauninni heilaþvegin en auk þess pyntuð og barin og lát- in pynta aðra til þess að gera þau ennþá hræddari. Mörg börnin eru auk þess send aftur í þorpin sín og látin drepa þar einhvern í hverfinu sínu og eiga því mun erfiðara með að snúa aftur heim." Hafnað af eigin fjölskyldum -Eftir slika reynslu bera börnin gifurleg ör, bæði andlega og lík- amlega og erfitt fyrir þau að falla inn i samfélagið að nýju. Þið fylgd- ust með þegar börnin sleppa frá hermönnunum. Hvað bíður þeirra eftir það? „Fyrst er reynt er að finna út hvort börnin eigi einhverja ættingja eft- ir á lífi, en margir þeirra hafa ver- ið drepnir í stríðinu. Börnin þurfa auk þess að fara í gegnum mikla andlega og líkamlega endurhæf- ingu til þess að byggja þau upp á ný því þau bera mikil ör og fá hrika- legar martraðir. Félagsráðgjafar reyna síðan að semja við fjölskyld- urnar fyrir hönd barnanna um að taka við þeim, en margir foreldrar vilja ekki börnin aftur því þeir eru hræddir um að þau drepi aftur." -En geta þau snúið aftur og lifað eðlilegu lífi eftir að hafa barist i blóðugu stiði við hiið fullorðinna hermanna? „Það ótrúlega er að börnin hafa alltaf von. í gegnumallt ferliðvoru þau farin að skilja að það voru ekki þau sem báru ábyrgðina held- ur voru þau látin drepa. Hópurinn sem ég vann með styður börnin núna eftir að myndatökunum lauk og við borgum til að mynda fyrir menntun þeirra." Hvert var markmið ykkar með myndinni og heldur þú að hún muni hafa áhrif á ástandið i land- inu? „Börnin í Úganda eru helstufórn- arlömb stríðs sem er það lengsta í Afríku og hefur algjörlega ver- ið hunsað af fjölmiðlum. Forseti Úganda, Yoweri Museveni, er að verða einráður og þrátt fyrir að landið fái mikla þróunaraðstoð er samt engin löngun til að enda stríðið því það eru svo margir sem eru að græða á því, þar á meðal forsetinn. í stað þess að birta einhverjar dán- artölur sem fólk flettir framhjá í blöðunum hvort sem er vildum við koma með nýtt sjónarmið í um- ræðuna. Ef sá sem horfir á mynd- ina nær að tengjast börnunum í myndinni á einhvern hátt og líkar við þau þrátt fyrir að þau hafi gert slæma hluti, þá er von að sá hinn sami hreyfi á sér rassinn og fari að ýta á ríkisstjórnir, stofnanir og al- þjóðasamtök til að gera eitthvað í málinu. Við ætlum sjálfir að halda áfram að vinna í þessu verkefni. Við höfum sýnt myndina á þýska þinginu og I lok september stönd- um við fyrir ráðstefnu i Þýskalandi með ýmsum NGO's sem eru starf- andi í Úganda og við ætlum að reyna að sameina kraftana." Er einhver lausn? „Að enda stríðið gæti verið of stórt markmið enda er það mjög flókið og dreifist víða um álfuna vegna olíu, demanta og ættbálka- deilna. Hins vegar er hægt að breyta lífi þeirra rúmlega 1,5 millj- óna manna sem hafa hrakist frá heimilum sínum og neyðast til að búa I flóttamannabúðum þar sem er ekkert vatn, varla klósett og uppreyisnarmenn ráðast á þau á næturnar. Þessar tæpu tvær millj- ónir manna eru neytddartil að vera þrælar ríkisstjórnarinnar í landinu. Þessu er hægt að breyta." Texti: Steinunn Jakobsdóttir - Myndir: David Baltzer

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.