Orðlaus - 01.09.2005, Page 40

Orðlaus - 01.09.2005, Page 40
fD X on r+ fD 5’ c 3 3 OJ 7T o cr Q. O- Hippatískan sem var áberandi undir lok sjöunda áratugarins einkenndi einnig byrjun þess áttunda þar sem litadýrð, sítt hár og blómamunstur réðu ríkjum. Víetnamstríðið var enn í fullum gangi, skærur áttur sér stað um allan heiminn og margar af þeim róttæku hugmyndum sem spruttu upp áratuginn á undan fengu nú enn meiri hljómgrunn. Það leið þó ekki á löngu þar til nýjir straumar tóku yfir þó að sömu baráttumálin væru enn í brennidepli. Reglurnar brotnar Á þessum tíma tók heimurinn að skreppa saman sökum auðveldari samgangna og samskiptaleiða og áhrifa þess tók að gæta í tískunni sem varð mun þjóðlegri en áður. Athyglin fór auk þess að beinast meira að yngri hönnuðum eins og Yves St. Laurent, Mary Quant, Calvin Klein, Ralph Lauren og Kenzo sem snéri tískunni við með óstöðugum línum og óvenjulegu munstri. Allar reglur voru brotnar og konurnar gengu bara í því sem þeim þótti flottast og þægilegast hverju sinni. Pilsasídd kvennanna sýndi þá þróun greinilega, en á þessum árum voru mínípils, millisíð og ökklasíð pils öll í tísku. Þær stelpur sem vildu bera leggina klæddust einnig svokölluðum „hot pants", sem voru mjög stuttar stuttbuxur. Hnéhá stígvél úr gervileðri eða þykkbotna klossar og síðar kápur eða síðar prjónaðar peysur voru vinsælar við. Einkennandi voru auk þess hekluð vesti, húfur, sjöl, sígaunapils, stórir skyrtukragar, buxnadragtirog útvíðarbuxursem voru oft það víðar að þær náðu að fela skóna alveg. Gleraugu urðu auk þess tískuvara og þótti flott að hafa þau með stórum og áberandi umgjörðum. Diskóæði ríður yfir Tónlistin á þessum tíma var algjör Iffstfll. Þetta var áratugurinn sem Janis Joplin, Jimi Hendrix og Elvis Prestley dóu, The Rolling Stones voru stærri en þá hefði getað dreymt um, Abba var svöl hljómsveit og Led Zeppelin voru sannkallaðir rokkguðir. Það sem hafði þó hvað mest áhrif á tískuna þennan áratuginn var diskósenan. Unga fólkið fylgdist með diskókúlunniBowieísækadelískum múnderingum, horfðu á John Travolta í Saturday Night Fever og dönsuðu undir strobe-ljósunum á diskóklúbbunum I diksógöllunum sem voru yfirleitt „hot pants", spandex-topparogsatinjakkar.Allt heila dressið var síðan stíliserað frá toppi til táar. Miklar sveiflur einkenndu þó áratuginn og eftir því sem leið á fór litagleðin minnkandi og náttúrulegir litir urðu meira áberandi. Nýr lífstíll átti eftir að tröllríða öllu, lífstíll sem var gjörólíkur gleði diskósins. Pönkið Undir lokin var diksóið að detta út og pönkið varð áberandi, en það sótti áhrif sín að miklu leyti I götutískuna. Vivienne Westwood og Malcolm MacLaren voru leiðandi I pönktískunni og seldu hönnun sína I versluninni Sex á Kings Road I London. (stað litríkra diskógallanna sáust ungmennin nú í þröngum og rifnum gallabuxum, leðurjökkum með hanakamba, göt í eyrum og nefi og mikla andlitsmálningu, og gjarnan með einhver slagorð sem sýndu andúð á samfélaginu krotuð einhvers staðar á sig. Hljómsveitir á borð við The Ramones, Sex Pistols og The Clash ýttu undir breyttan lífsstílinn og tengdust tískunni órjúfanlegum böndum. Bylgja sem byrjaði sem lítil sjokkerandi hreyfing í London fór að breiðast út um allan heim.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.