Orðlaus


Orðlaus - 01.09.2005, Síða 45

Orðlaus - 01.09.2005, Síða 45
þeim forsendum að þig langi til að vera með honum. Ekki vegna þess að þér gekk ekkert í síðasta sambandinu sem þú varst í. Hann þarf reyndar líka að langa til að vera með þér og hvernig þú átt að fá hann til þess geturðu lesið um í öðrum greinum en eitt mjög sterkt hint er að gefa honum und- ir fótinn en láta hann eltast við þig í dágóðan tíma. Komum að því í öðru blaði. Lélegur bissness Maðuráekki aðgerasérsambönd "að góðu". Ekki vinasambönd og ekkiástarsambönd.Einusambönd- in sem maður verður að sætta sig við á þennan hátt er sambandið við fjölskylduna af því maður vel- ur sér víst ekki ættingja. En vini og maka á maður að geta valið sér og valið frá sér. Það er engum hollt að sætta sig við samband sem tekur miklu meira en það gefur af sér. Það er hreinlega kallaður lélegur bissness og lélegur bissness fer allt- af á hausinn á endanum. Betra er autt ból en illa skipað "Betra er autt ból en illa skipað" var sagt á sjónum í gamla daga og þetta á maður að heimfæra upp á sambönd. Leiðinlegur skipverji sem vann illa gat rústað stemm- ingunni um borð. Og þegar menn voru saman á sjó, dag og nótt, þá var eins gott að skilja þennan öm- urlega bara eftir í landi þegar mað- ur loksins komst í land. Láta hann vera leiðinlegan innan um aðra. Sigla í burtu og vera laus við hann. Helv... fíbblið! Það er svo sannarlega betra að vera ein, frjáls og óháð í stað þess að vera bundin í sambandi sem eykur ekki sjálfsvirðingu þína. Sambandi sem dregur ekki fram þínar bestu hliðar og gerir þig að nöldrandi leiðindaskjóðu. Lítilli kvartandi kjéllingu (a.t.h. stelpur mega kalla hvor aðra kjéllingu líkt og blökkufólk kallar hvort annað niggah). Til hvers að hanga með manni til að sanna það fyrir sjálfri þér að þú getir haldið þetta út? Er ekki eitthvað sjúkt við það? Rugl og rusl Fólk sem heldur of lengi í sam- bönd ætti að ganga í tólfspora samtök sem heita á ensku Clutt- erers anonymous eða Nafnlausir Ruslarar svona lauslega þýtt yfir á ilhýra. Ruslarar er svona fólk sem get- ur aldrei hent neinu. Allt í drasli heima hjá þeim. Fullt af hlutum sem það getur ekki hent af því það "tengist þessum hlutum til- finningalega". Cosby show peysur í stórum stöflum uppi í skáp. Jakk- inn sem Kjartan gaf mér þegar ég var sautján ára. Amma gaf mér þessa styttu. Amma átti þessa styttu. Amma átti þetta kerti. Nei, ég get ekki hent þessum dúk, syst- ir mín prjónaði hann.... os.frv. Þú veist. Fáránlegt. Ekki reyna að Ijúga Stelpur sem halda í gömul vina- sambönd, eða "ástarsambönd", eins og Ijótar peysur sem þær tíma ekki að henda "af því þær hafa átt hana svo lengi" enda með algera óreiðu í lífinu og tilverunni. Óreiðan verður til af því að ef það er alltaf allt fullt af gömlu dóti þá hættir þú að geta hugsað skýrt. Maður verður að henda! Þú verð- ur að losa þig við það sem veldur þér leiða og gefur ekkert af sér. Gerir ekkert nema taka upp pláss. Þláss sem gæti farið í eitthvað annað. Til dæmis ný föt sem sam- ræmast betur þeim smekk sem þú hefur í dag. Föt sem passa betur við hvernig þú VILT vera í dag. Föt sem ÞÉR finnast flott í dag, draga fram það besta við útlit þitt og tjá um leið hvar þú vilt staðsetja þig í flóru mannlífsins. Þú átt líka að velja þér kærasta samkvæmt þessum lögmálum. ÞÉR þarf að finnast hann æði og ef þérfinnst hann bara pííííínu hall- ærislegur, eða bara pííínu ósexý, eða bara pínulítið glataður þegar hann er að reyna að vera fyndinn, þá máttu sko hengja þig upp á að þér á eftir að finnast þetta áfram og alveg sama hvað þú reynir að sannfæra þig um hvað hann sé nú frábær, þá á það ekki eftir að ganga. Það er hægt að Ijúga að hausnum en ekki hjartanu. Vertu heiðarleg við sjálfa þig Taktu þig nú saman í andlitinu stelpa og hægðu á þér. Þó að þú sért nýkominn út úr sambandi sem gekk ekki. Sambandi númer þrjú, fjögur, fimm eða sex þá þýðir það ekkert að þú sért eitthvað glötuð eða ómöguleg. Það þýðir bara að þú ert ekki búin að vera samkvæm sjálfri þér. Hefur ekki hitt þann rétta ennþá. Þarft að taka því að- eins rólega. Láta ekki stjórnast af viðhorfum annarra. Staðalhug- myndum um hvernig og hvenær fólk á að ganga út. Fylla upp í ein- manaleikann öðruvísi en að byrja með einhverjum bara til þess að byrja með honum. Vera í sambandi bara til að vera í sambandi. 1. Hver ert þú? 2. Hver er hann? Héðan í frá, eða eftir að þú lest síðasta orðið í þessari grein, skaltu byrja að forgangsraða rétt. Þú skalt taka því rólega. Bíddu bara. Andaðu. Notaðu tímann til þess að kynn- ast sjálfri þér. Byrjaðu að finna út hvað þú fílar og hvað þér finnst lummó, púkó og leim. Skrifaðu lista af því sem þér finnst gaman og skrifaðu líka lista af því sem þér finnst leiðinlegt. Hafðu þetta allt á hreinu. Notaðu svo líka tímann í sjálfa þig. Gerðu þig sæta. Grenntu þig eða fitaðu eftir því sem þú þarft. Keyptu ný föt. Farðu til sál- fræðings. í nudd. Syntu. Gerðu allt þetta sem er gott fyrir þig og hjálpar þér að blómstra. Hentu dasli úr skúffum og skápum. Farðu í klippingu. Æfðu þig í að ganga á hælum. Borðaðu hollt. Þegar þú ert búin að kynnast sjálfri þér vel, veist hvað þér finnst gaman og veist hvað þér finnst leiðinlegt, og orðin sæt og hress, sátt við fortíðina og búin að fyr- irgefa þér eigin mistök, sestu þá niður og skrifaðu uppskriftina að draumadrengnum. Hvernig er strákurinn ÞINN. Horf- ir hann mikið á fótbolta? Er hann rómó? Úlpa eða tjokkó? Uppi eða hippi? Feministi? Góður gamal- dags kall? Hvað gerir hann? Skiptir það máli? Er hann metnaðargjarn? Einfari? Hópsál? Finnst honum gaman að djamma? Fílar hann útivist? Er hann hégómlegur? Er hann jarðbundinn og rólegur eða líflegur og dreyminn? Trúir hann á Guð? Trúir þú á Guð? Kraftaverk jafnvel? Eða ást við fyrsta sleik? Talaðu við strákana vel og lengi og reyndu að kynnast þeim. Vertu heiðarleg. Opin. Taktu allann þann tíma sem þú þarft. Ekki flýta þér. EKKI FLÝTA ÞÉR. Þú skiptir mestu máli Þú verður að trúa því að þú ert ekki neitt lélegri pappír þó þú hafir ekki bara verið í tveimur nokkurra ára samböndum og enn í þessu seinna. Allt hefur sínar ástæður og þú ert svo sannarlega ekki eina stelpan sem hefur verið í þessari stöðu. Trúðu mér. Margar, margar, margar stelpur sitja uppi með þá hugmynd að þær séu vonlausar í samböndum og hafa móral yfir til- raunastarfsemi fortíðarinnar. Það er óþarfi að vera með móral. Þetta er allt á uppleið núna. Þegar öllu er á botninn hvolft þá verður það alltaf ein manneskja sem skiptir mestu máli í þínu lífi. Manneskja sem er mikilvægari en börnin þín af því svo lengi sem þessi manneskja er í lagi þá verða börnin í lagi. Þetta er manneskja sem verður með þér fram á síðasta dag. Manneskja sem fer þangað sem þú ferð og gerir það sem þú gerir. Gættu hennar nú vel og sjáðu til þess að hún sé ekki í hall- ærislegum fötum og fari á sjóinn með einhverju fífli sem er leiðin- legt við hana eða fer i taugarnar á henni. Hún á betra skilið. Hún á allt það besta skilið. Hún er þú. Hannes Þór Halldórsson - 21 árs Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? Ég skýt á Gísla Martein til að segja eitt- hvað. Hvað heitir forseti Frakklands? Jacques Chirac Hvað er tiðarhringur kvenna langur? 28 dagar Hvað hafa verið margir forsetar á ís- landi? Fimm HvervarDirty Harry? Clintarinn Allan Sigurðsson -19 ára Hver er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg? Veit það ekki. Hvað heitir forseti Frakklands? Veit það ekki. Hvað er tíðarhringur kvenna langur? Veit það ekki. Vika eða eitthvað. Nei, ég veit það ekki. Hvað hafa verið margir forsetar á fs- landi? Tíu. Nei, ég veit það ekki maður. Hver var Dirty Harry? Það var Clint Eastwood! Svör: 1. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 2. Jacques Chirac 3. 28 dagar að meðaltali 4. Fimm 5. Clint Eastwood

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.