Orðlaus - 01.12.2005, Side 16

Orðlaus - 01.12.2005, Side 16
Q Jólaskraut er: a) Frábært, ég elska að skreyta, enda tryllist ég í Ikea í október og tek ekki skrautið niður fyrr en um páskana. b) Ágætt í hófi, það er nóg að setja seríu í gluggann og smákökur í skál. c) Ugh, ég þoli ekki væmið jólaskraut sem tekur marga klukkutíma að setja upp og þarf svo að taka niður stuttu seinna. Ég hef mikla ánægju af því að pakka inn jólagjöfum og: a) Hanna eigin pappír og skreyti hvern og einn persónulega svo að allir fái sinn sérstaka pakka. b) Ég læt pakka inn gjöfunum fyrir mig í verslunum. c) Nei svo sannarlega ekki, ég legg engan metnað í að pakka inn jólagjöfum þar sem að þetta er allt rifið upp í einum grænum af gráðugu fólki. Á jólunum er algjört möst að: a) Rölta niður Laugaveginn á Þorláksmessu og fá sér kakóbolla í rólegheitum. b) Kaupa sér jóladress. c) Drekka sig fullan á Kaffibarnum. Á jólunum er: a) Best að halda sig fjarri kirkjum. Ð m Q Um jólin baka ég: a) Kannski nokkrar piparkökur en kaupi svo mest í Bónus. b) 12 sortir af smákökum, handmála og skreyti hverja einustu köku. Þar að auki sendi ég ættingjum mínum smáköku glaðning alla sunnudaga fram að jólum. c) Ég hef engan tíma til þess að standa í einhverjum bakstri og þvílíku vesenis rugli. Jólasveinarnir eru: a) 9 b) 11 c) 13 | Á aðfangadag finnst mér ómissandi: a) Aðsetjast niðurá slaginu sex, borða möndlugrautinn og hlusta á hátíðarmessu með tárin í augunum. b) Að fá fullt af pökkum og vinna möndlugjöfina. c) Að horfa á Christmas vacation og drekka malt og appelsín. Q Égeyði: a) 40.000 kr. í jólagjafir. Ég reyni að gera góð kaup og byrja í septemberá undirbúningi. b) 2.000 kr. í jólagjafir. Ég fer í Föndru og kaupi pappír og bý til músastiga sem geta prýtt heimili vina og vandamanna fram að næstu jólum. c) 100.000 kr. í jólagjafir, Visa reikningurinn kemur hvort sem er ekkert fyrr en í febrúar þannig að maður þarf ekkert að hafa áhyggjur fyrr en þá. D Vitringarnir gáfu jesúbarninu: a) Gull, silfur og brons b) Peninga og nýjasta geisladisk Destiny's child. c) Gull, reykelsi og mirru H Jólakortin mín eru: a) Einstök og engu öðru lík. Ég sérhanna hvert og eitt kort og fer með jólakortin í póst tímanlega svo að vinir og vandamenn fái nú kortin sín í tíma. b) Glætan að ég nenni að skrifa einhver jólakort. c) Ef ég skrifa ég jólakort þá gleymi ég að fara með þau í póst þannig að ég segi öllum að þeir fái nýárskort en svo gleymi ég því líka. b) Er mjög huggulegt að fara í kirkju ef maður nennir en alls ekki nauðsynlegt. c) Algjört möst að fara í kirkju þar sem Jesús á nú einu sinni afmæli. ] Hverjir eru Baithazar, Melchior og Caspar? a) Um er að ræða Baltasar Kormák og útlenska vini hans. b) Vitringarnir þrír. c) Hálfbræður Jesús. m Hversu mörgum draugum mætti Ebenezer Scrooge í sögu Charles Dickens? a) 4 b) 5 c) 6 m Á jólunum borða ég alltaf: a) Rjúpur. Það eru engin jól án þeirra. b) Hamborgarahrygg eða kalkún, það skiptir ekki öllu máli. c) Hnetusteik. 1-12 stig Jólaandinn svifur ekki beinlínis yfir vötnum hjá þér. Þú þarft að taka þíg á og finna gleðina í hjartanu. Ef þú heldur áfram að vera svona fúllynd/ur þa nennir enginn að bjóða þer eitt eða neitt um jólin. Þu þarft lika að læra að gildi jólanna felast ekki í þvi að fá sem flesta pakka. Taktu því rólega með möndlugjöfina og reyndu að gleðjast með þeim ættingja sem hreppir hnossið. Á jólunum er hvorki staður né stund fyrir samkeppni. 13-26 stig Þú tekur jólunum af mikilli ró og gleymir þér ekki í brjálæðinu. Þú ert í nokkuð goðu jafnvægi og þér tekst svo sannarlega að halda gleðileg jól. Þú ert fyrirmyndar jólabarn og þú gleðst yfir þeim hlutum sem hafa eitthvert gildi. Að njóta þess að vera i faðmi ættingja og vina er það sem þetta snýst um hja þer. Þú gerir þitt besta til þess að taka þátt í jóiaundirbúningnum en leggst ekkert í þunglyndi ef jólakortin komast ekki til skila á réttum tíma. 27-39 stig Ef einhver er crazy jólabarn þá ert það þú. Farðu varlega ef þú ætlar ekki að ofgera þér. Það er engin þörf á því að ganga svona langt með jólaundírbúninginn. Þú þarft ekki að baka flestar kökurnar eða gefa bestu gjafirnar og jolin eru svo sannarlega ekki eyðilögð ef þu færð ekki þína rjúpu á réttum tima. Róaðu þig niður í jólaboðunum og hættu að neyða fólkið í kringum þig til þess að syngja uppáhalds jólalögin þin. Jólin hafa vissulega hreiðrað um sig i hjarta þínu en gættu þess að verða ekki jólunum endanlega að bráð. SVOR 1. a) 3 b) 2 c) 1 2. a)2 b) 3 c) 1 3. a) 1 b) 2 c) 3 4. a) 3 b) 1 c) 2 5. a) 3 b) 2 c) 1 6. a) 2 b) 1 c) 3 7. a) 2 b) 1 c) 3 8. a) 3 b) 1 c) 2 9. a) 3 b) 2 c) 1 10. a) 1 b) 2 c) 3 11. a) 1 b) 3 c) 2 12. a) 3 b) 2 0 1 13. a) 3 b)2 c) 1 Mynd: Arnar Fells

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.