Orðlaus


Orðlaus - 01.12.2005, Síða 26

Orðlaus - 01.12.2005, Síða 26
Texti: Steinunn Jakobsdóttir I 1930-1940 í kreppunni fóru konurnar að færast aftur inn á heimilið. Meira var spáð í útliti, línurnar í tískunni urðu kvenlegri og hár- ið sikkaði á ný. Tískuhönnuðirnir reyndu að gera þennan snauða tíma litríkari og hönnuðu síða kvöldkjóla sem voru opnir í bak- ið og þóttu kynþokkafullir. Yfir kjólana gengu konurnar síðan í pelsum og skreyttu sig með ýmsum skartgripum og mikið var um axlapúða sem undirstrik- uðu mjótt mittið. Kvikmynda- stjörnurnar höfðu mikil áhrif á tískubylgjurnar og almenningur horfði dýrðaraugum á Gretu Gar- bo, Marlene Dietrich og ^ Katharine Hepburn og karlmennskulegt útlit Cary Grant og Clark Ga- ble. Helstu hönnuðir þessa tíma voru Nina Ricci, Madeleine Vion- net og Madame Alix Grésásamt CocoChan- el, Lucien Lelong og Elsu Schiaparelli. Á meðan á þessu stóð kraumaði ófriðurinn þó undir og fólk fór að finna fyrir því með minnkandi vöruframboði og stíf- ari fatnaði. Að lokum var seinni heimsstyrjöldin hafin. 1900-1910 Mekka tískunnar í byrjun 20. aldar var í París. Ríka og fína fólkið flykktist þangað víða að frá Evrópu til að versla hátískuvörur sem samanstóðu af glæsi- legum kjólum, barmastórum höttum meðfjöðrum og slaufum, útsaumuðum blússum og lífstykkjum sem létu konurnarlíta úteinsog risavaxiðS. Hönn- uðurinn Paul Poiret kom með ýmsar nýjungar og hannaði síða kjóla með miklum slóða sem voru úr léttum efnum og oft með háum kraga. Hansk- ar, töskur og sólhlífar voru nauðsynlegirfylgihlut- ir hjá konunum en karlarnir gengu í smóking og með bindi, hatt og göngustaf. 1920-1930 Pils og kjólar fóru að styttast og mittið færðist neðar. Pilsin náðu núna niður á kálfa í stað- inn fyrir að vera í ökklasídd og kjólarnir voru ekki lengu með háum kraga. Konur klipptu hárið stutt og litlir hattar sem náðu niður fyrir eyru urðu vinsælir. Tískan var þægileg og einföld í beinum sniðum en kon- urnar skreyttu sig síðan gjarnan með síðum perlufestum og fínum skófatnaði sem sást nú mun betur eftir að pilsasíddin færðist upp. Föt karlmannanna urðu um leið meira sportí og litrikari þar sem hattar í anda mafíuforingjans Al Capone þóttu flottir. Fjölbreytnin var gífurleg og framboðið jókst með hverju árinu, en þegar kreppan mikla skall á árið 1929 breyttist margt. Pilsasíddin féll niður á ný og kaupgeta al- mennings minnkaði vegna aukins atvinnuleysis. 1 1940-195C 1910-1920 Aukinnar fjöl- breytni gætti í hönnuninni ( byrjun annars áratugarins og andlitsfarði varð hvers- d a g s I e g r i. Stórar muss- ur notaðar yfir buxur og rykfrakkar nutu mikilla vinsælda og fínu frúrn- ar klæddu sig enn upp í síða kjóla með stóra hatta. Miklar breytingar urðu þó þegar fyrri heimsstyrjöld- in skall á. Konurnar fóru að vinna á meðan karl- arnir börðust i stríðinu og breytingar urðu þá í klæðaburði því þær þurftu hentugri og þægilegri föt. Þær rifu af sér lífstykkið, klæddu sig úr síðkjólunum og skunduðu í buxum út á vinnumarkaðinn. Þetta átti eftir að hafa mun meiri þróun í för með sér en þær gerðu sér grein fyrir og náttúrulegar lín- ur kvennanna fengu nú að njóta sín. w • • • • • • • 1940-1950 Konurnar skunduðu út á vinnumark- aðinn á ný þegar seinni heimsstyrjöld- in hófst. Mörgum tískuhúsum var lok- að og konurnar fóru að sauma föt á sig og sína úr gömlum lörfum og ýmsum afgangsefnum. Tré eða korksólar voru settir undir slitna skó, karlmannsföt- um var oft breytt í kvenmannsfatnað, minna var um aukahluti og meira gert úr notagildi en glæsileika. Einfaldleik- inn réð ríkjum. Á meðan Evrópa var ein brunarúst tóku bandarískir hönn- uðir að blómstra og blönduðust evrópsku straumunum þegar stríðinu lauk. Þegar líða tók á áratuginn kom hönnuðurinn Christian Dior sterk- ur inn og kynnti nýjustu línu sína sem hann kallaði New Look þar sem hann ýtti undir kvenleika og fín föt. Mittis- þröng, víð og efnismikil pils, barmarnir ýktir með oddlaga brjóstahöldurum, lífstykki notað til að móta útlínurnar, skórnir voru litlir og támjóir og hattur og hanskar í stíl við. Ekki beint eins þægileg föt og höfðu verið en línan fór um heiminn eins og eldur í sinu og átti eftir að ein- kenna allan næsta áratug á eftir. $ • • %

x

Orðlaus

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.