Orðlaus - 01.12.2005, Page 32

Orðlaus - 01.12.2005, Page 32
32 í hljómsveitinni [hlær], það hljómar kannski kjánalega. Sling er samt mín uppáhalds íslenska hljómsveit." -Einar, vilt þú þá ekki segja okkur frá Þóris plötu? Einar: „Mér finnst hún alveg frábær... er reyndar örugglega uppáhalds íslenska platan mín á árinu. Það hljómar kannski skrýtilega að við séum að tala svona vel um hvorn annan, en ég er bara rosalega hrifinn af plötunni hans og hún er líka mikil framför frá þeirri síðustu, þó hún hafi líka verið mjög góð. Hún hefur mikið við sig, góð lög og texta, flottan flutning... það er oft erfitt að fara náið í kvíarnar af hverju manni finnst eitthvað gott eða útskýra það almennilega." Þórir hrærir í súkkulaðinu og réttir svo rjómann Kira: „Þórir, taktu þig nú til og hrærðu aðeins í súkkulaðinu" Þórir hófst handa við að hræra fyrir Kiru, en fljótlega afréð gestgjafinn að betur færi að hita það eilítið upp. Meðan hann var að athafna sig við það spurði DNA: „Hvernig dóma hafið þið verið að fá fyrir plöturnar ykkar?" Þórir: „Já, ég hef verið að fá ágætis dóma það sem af er." Kira: „Já, sömuleiðis, þar sem það hefur birst. Ég fékk fína dóma i Rolling Stone." DIMA: „Varstu dæmd í Rolling Stone?" Kira: „Já, hann kom á tónleikana mína, David Fricke." DNA: „Flott, þessi umfjöllun í Rolling Stone, gaman að sjá talað um íslenska tónlist þar. Ég sá eina umfjöllun um sjóið okkar á Airwaves, maðurinn hélt við værum gangstarapparar, „I had the impression that these guys were the gangsta crunk of lceland - I asked one of the locals and he said they only rhyme about their penises." Ég var kátur að fá svona umsögn, hann hélt ég væri gangster! Hvernig fannst ykkur annars á Airwaves?" Kira: „Mér fannst mjög gaman." Einar: „Það hafði sínar góðu og slæmu hliðar." Þórir: „Ég er svona fýlupúki og hafði ekkert voðalega gaman af þessu. Það er svo leiðinlegt andrúmsloft, þó það séu þarna mörg góð bönd." Kira: „Það var best ef maður valdi sér stað að vera áfyrir kvöldið, mértókstaðgera það næstum alltaf, nema þegar Benna Hemm Hemm röðin náði niður á Lækjartorg." Einar: „Æi, ég veit það ekki. Mér finnst hálf glatað, þú sérð þarna einhvern lista af böndum og ákveður í kjölfarið að kaupa þér miða - og kannski flugmiða til íslands um leið. Svo var bara fullt af fólki sem komst hvergi inn." Kira: „Getur einhver rétt mér rjómann? Er hægt að fá meiri rjóma hérna?" Dóri DNA hótar að drekkja sér - Daníel lætur sjá sig Og Kira Kira fær rjómann sinn og bætir honum út í kakóið, spyr í kjölfarið sessunauta sína hvort þeir hafi heyrt A little trip to heaven Mugisons. I kjölfarið spinnast nokkrar umræður um gulldrenginn glæsta og hæfileika hans, þar eru nær allir sammála um að fari stakur snillingur og að auki mikið Ijúfmenni (hvernig væri enda annað hægt?). Svo segir gestgjafinn: „Dóri, nú læt ég þig svara aðeins fyrir íslenskt hiphop..." DNA: „Plíííís ekki spyrja hvort rapp sé dautt, ég drekki mér í pottinum, ég sver það!" Kira: „Ha ha, í kakópottinum!" DNA: „Sko, rapp er ekki dautt. Það vilja bara allir að það deyi." -Já, þaðátti reyndarekki að veraspurningin, en fyrst þú minnist á það, af hverju eru NBC ekkert búnir að kynna plötuna sína? DNA: „Menn eru í prófum!" -Þarna liggur kannski munurinn? Þórir hætti í skóla til að gera sína list... þið NBC- menn verðið að steypa ykkur í músíkina! DNA: „Ég veit það! Þessi plata er samt sérstök og meira gefin út til að friða sál okkar en nokkuð annað. Hún var tilbúin fyrir ári, svo bara lentum við í hellings veseni með hana. Ég er mjög ánægður með þessa plötu, en það fer pínulítið í taugarnar á mér, sú vitneskja að ég er í dag mun betri rappari en þegar hún var tekin upp." Einar: „Já, þið eruð að klára dæmið bara, svo þið getið tekið næsta skref. Það er oft mikilvægt..." í þessu dinglar dyrabjallan og gestgjafinn fer til þess að hleypa Daníel Ágústi inn. Á meðan spinnast líflegar umræður um raunveruleikaþætti meðal boðsgestanna og óhætt er að segja að sitt sýnist hverjum um þau mál. DNA viðurkennir einn manna að fylgjast spenntur með því, Þórir segist sjá brot og brot og Kira fær víst alltaf aulahroll þegar hún sér svoleiðis. Einar svarar á þann veg að kannski fái raunveruleikakeppendur alltaf aulahroll þegar þeir sjái hæstvirta boðsgesti. Daníel sest niður og kynnir sig, raunveruleikaumræðurnar halda áfram í smá stund og lýkur loks með hinum ódauðlegu orðum „Viltu þessa rós eða ekki?" Þá er DNA aftur spurður: Af hverju NBC spila aldrei með Singapore Sling -Nú er eitt það skemmtilegasta við reykvísku tónlistarsenuna að mínum dómi það hve lítill aðskilnaður er í gangi, hún er eins og stórt partý, Þórir spilar með Sling og kannski Mínus líka - því við erum í raun of fá til að skipta okkur mikið niður í senur og hreyfingar. Nema kannski í harðkjarnarokki svo og rappi, þar sem aðilarnir mála sig mikið út í horn og eru í litlum samskiptum við aðra. Hvað veldur? Af hverju spila NBC aldrei með Sling? DNA: „Af því að okkur hefur aldrei verið boðið það. Já, en ég skil hvað þú meinar og finnst þetta ástand mjög leiðinlegt. Við rapparar erum að gera músík fyrir hálf-leiðinlegan hóp, „rap-audience" er hálf glatað svona. Ekki misskilja, þetta eru allt mjög fínir einstaklingar, en þegar þeir koma saman í eina rappmenningu verður stemmningin oft skrýtin og útilokandi. Ég man þegar rappið var fyrst að koma almennilega á yfirborðið á íslandi var fólk eins og t.d. Dr. Gunni mikið í spjallþáttum að hvetja fólk til að skoða rappið og í kjölfarið náðum við til breiðs hóps. Um leið og við ætluðum svo að gera spes menningarafkima hér á íslandi varð þetta hálf „doomed" - við höfðum eiginlega ekki bensín í það." Þórir: „En liggur ábyrgðin ekki á báðum stöðum? Ég hef verið mikið að skipuleggja tónleika, bæði í pönki og indi og aldrei minnist neinn á rappið." DNA: „Jú, kannski eitthvað. Mér finnst það samt vera okkur að kenna, við máluðum okkur út í horn með stælum og að vera í of víðum buxum..." Þórir: „Það ætti nú ekki að dæma alla tónlistarmennina svona, enn er mjög margt gott að gerast og fleira í vændum. Hiphop er nú stærsta tónlistarstefna heims um þessar mundir. Það er bara alltaf leiðinlegt þegar fólk lokar sig inni í senum, þá hefur það ekki færi á því að þróa sig áfram eða gera nýja hluti." DNA: „Það er stundum talað um að íslenskar rappsveitir geti ekki meikað það nema styðjast við eitthvað annað. Quarashi var eiginlega „straight up" rokk og XXXR með svona brennivíns-pönk-rónaívaf. Og svo ígore, sem næstum meikuðu það með því að styðjast við popptónlist. Þeir sem ætla bara að gera hiphop fyrir hiphoparana, eins og við NBC, það verður hálfgert drasl eitthvað..." [Frekar löng þögnj. Daníel: „Ertu óánægður með plötuna þína?" DNA: „Nei, alls ekki, ég er mjög ánægður með hana." Kira: „Það þýðir ekki að hugsa of mikið um hvar tónlistin á heima í heiminum, ef hún er góð, þá er hún góð og mun rata til sinna." Daníel er laus við alla væmni Þórir: „Nördarnir fíla einhvern veginn alltaf það góða, sama hvað það er. Allir hinir eru ekki endilega að leita að góðu íslensku hiphopi og heyra það því sjaldnast, nema því sétroðið beintframan í þá. Ég vinn í plötubúð og það er ekkert hver sem er að koma inn og spyrja t.d. um nýju I adapt plötuna, þó þeir sem fíli góða músík muni þekkja hana sem slíka heyri þeir hana á annað borð. Þess vegna þarf að koma tónlistinni sinni á framfæri, það eru ekki allir sem nenna að grafa og leita. Þannig virka hlutirnir. Það er staðreynd að þú kveikir ekki á t.d. Xfm og heyrir nýja lagið með Dóra DNA, meinstrím menning er alltaf meinstrím og því lengra sem þú ferð út á jaðarinn, því lengra ertu frá meginstraumnum." Kira: „Það er nú mun óljósara hér á íslandi." Þórir: „Ég veit, skiptingin er næstum ekki til. Það er skrifað um allar plötur sem hér koma út á sömu stöðum og á sömu forsendum. Það að allir séu svona á sama plani býr samt til undarlegan seleb-kúltúr í kringum tónlistina, þá verða það jafnvel þeir tónlistarmenn sem mikið er skrifað um í slúðrinu sem fá mesta athygli út á tónlistina.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.