Orðlaus - 01.12.2005, Side 36

Orðlaus - 01.12.2005, Side 36
komast hjá því að mæta hákörl- síðan af Texti: Agnar Burgess HIÐ FULLKOMNA FRI Flug og bíll er "so five years ago". Hver nennir svosem að flatmaga á ein- hverri oftroðinni spænskri strönd með öðrum bleiknefjum þegar íslend- ingar hafa ekki séð aðra eins efnahagsuppsveiflu. Það er kominn tími til að gefa skít í meðalmennskuna og fara að hegða sér eins og kóngar, að minnsta kosti áður en fasteignaverð fellur, tekur krónuna með sér og allt fer til fjandans. Byrjum á einkaflugi... Þegar maður fer í frí er alveg lágmark að geta slakað á. Það er lítil afslöppun í því að hanga í biðröðum á hverjum flugvellinum á fætur öðrum. Sumir hafa verið svo sniðugir að sitja á Saga Class og fá þannig framfyrir í röð og álíka lúxus. Það er samt mun snjallara að slá á þráðinn til Eilat limousine og panta eitt stykki Gulfstream V einkaþotu (370 þús- und kr/klst). Hún kemur síðan fullbúin og sækir mann á Reykjavíkurflugvöllinn svo maður sleppur líka við að keyra Reykjanes- brautina. Fyrsta stopp er Saks verslunin á Sth Av- enue í New York. Þar verður hægt að kaupa merkjavöru fyrir öll tækifæri svo maður líti ör- ugglega vel út í fríinu. ...þaðan í ævin- týrasund með hákörlum og veiðiferð í Alaska Þegar allir eru klæddir í Gucci og D&G frá toppi til táar er komið að æv intýraparti frísins. Flestir reyna að um í sólböðum áSpánarströnd- um en í Suður- Afríku borgar fólk fyrir það. Hjá Unreal Dive í Höfðaborg er maður heppinn ef maður sér hvítháf synda litlar 20 þúsund krónur er þér gerður sá greiði að koma þér fyrir í litlu stálbúri með þungan súrefniskútábakinuáð- ur en þú ert látinn síga ofan í það sem heima- menn kalla „súpermark- að hákarlanna". Ef þú ert heppin/n láta hvítháfarnir sér nægja að éta selina í kringum þig. Með blóðbragðið í munninum er brun- að til Alaska (gott að hafa einkaþotu) þar sem skeggjaðir skógar- höggsmenn með hagla- byssurtaka á móti manni. Seahook Charters taka tæpar 650 þúsund krónur fyrir að leyfa manni að fara með í veiðiferð um landsvæðið. Þetta er þó ekkert amatör rjúpu- eða gæsarugl heldur á að veiða bjarndýr. Ekki gleyma að ef björninn hleypur að þér er best að leggjast niður og þykjast sofa. Það, eða taka í gikk- á Nú fyrst er samt komið að afs- löppuninni. Á Fiji eyjum er lítil eyja sem kallast Turtle Island. Hún er í einkaeign og geta áhugasamir leigt sér kofa á ströndinni í stað hefðbundins hót- elherbergis. Fyrir þá sem hins vegar vilja almennilegt frí er auðvitað engin spurning um að leigja alla eyjuna (16 milljónir króna fyrir sjö daga, skattar innifaldir). Þá hefur maður eyjuna algjörlega fyrir sig og sína og jafnvel þeir sem tóku börnin með í ferðina fá barnfóstru (eina fyrir hvert barn) sem sér um allar þarfir barnsins. ....fljúgum það- an til t tungslins Eftir vikudvöl í sól og sumaryl er kjör- ið að fara í smá útsýnisferð. Fyrst maður er farinn að fara vel með sig er kjörið að redda sér al- mennilegu útsýni. Frá tunglinu er hægt að sjá Kínamúrinn í heild sinni en þangað er hægt að komast með Space Adventures fyrirtækinu (Ferð til tunglsins 6,4 milljarðar króna á mann). Ef áhugi er fyrir hendi er hægt að koma við í Alþjóðlegu geimstöðinni. Space Adventures er fyrsta fyrirtækið í heiminum til að opna geiminn fyrir ferðamönnum og hefur þegar sent fjóra menn út fyrir lofthjúp jarðar. Hin- ar nýju tunglferðir eru hins vegar nýjar af nálinni. Þær eru samvinna Space Adventur- es og rússnesku geimvísindastofnunarinnar en þaðan munu eldflaugarnar koma (hafið þið séð lödu?). ...og endað á risa- partýi í Las Vegas Til að hnýta endahnútinn á frábært frí er kjörið að koma við í partýborg heimsins, Las Vegas, og klára klinkið sem eftir er. Þar er hægtaðfá ElvisHoundDogSpeci- al tilboð á giftingum (23 þúsund krónur) þegar minibarinn er tómur á hótelherberginu. Innifalið er þrjú lög sem kóngurinn sjálfur syngur, sex rósa blómvöndur, Ijósmyndir frá at- höfninni, eðalvagn til og frá hótelinu og tvö Elvis sólgleraugu. SKRYTNUSTU JOLAGJAFIRNAR Hver er besta jólagjöf sem þú hefur fengið? Skemmtilegasta jólagjöf sem ég man eftir var þegar ég bjó úti i London, þá var ég búin að vera heima um jólin og átti kærasta úti. Þannig að þegar ég kom aftur þá héldum við jól fyrir okkur þar. Hann sótti mig á flugvöllinn og við keyrðum heim og þá lét hann mig loka augunum og leiddi mig inn til okkar og var þá búinn að fylla stofuna af logandi kertum. Svo kom hann með stóran svartan poka fullan af litlum og stórum pökkum og lét mig draga einn í einu til að opna. Það var mjög skemmtileg gjöf. Hver er skrýtnasta jólagjöfsem þú hefur fengið? Ég man reyndar ekki eftir að hafa fengið neinar skrýtnar jólagjafir... á svo smekklega fjölskyldu og vini! En óvenjulegasta gjöfin sem ég hef fengið er örugglega þegar mamma mín gaf mér og systur minni öskjur með öllum steinunum sem væru góðir fyrir okkar stjörnumerki. Það var frábær gjöf og kvöldið fór mestmegnis í að lesa sér til um alla steinana. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur gefið? Engin! Vonandi.. ég gef bara góðar gjafir!;) Bjarni Hall, í Jeff Who? Hver er besta jólagjöfsem þú hefur fengið? Þegar öll fjölskyldan mín gaf mér rafmagnsgitar. Ástæðan fyrir því var líklegast sú að Addi bróðir hefur verið orðinn þreyttur á að lána mér sinn og platað fjölskylduna í þessa gjöf. Ég var allavega mjög glaður. Hver er skrýtnasta jólagjöf sem þú hefur fengið? Skrýtnasta gjöfin sem ég hef fengið er þegar Ágúst vinur minn gaf mér bókina "Gay eye for the straight guy". Allavega bókin þar sem samkynhneigðir menn gefa öðrum köllum góð ráð hvað útlit varðar. Svo sagði hann mér líka að ég lyktaði illa, ég væri stirðlæs með stórt og forljótt nef. Hver er versta jólagjöf sem þú hefur gefið? Það er örugglega þegar ég fór að kaupa sængurver í jólagjöf handa Kötu systur og Gíó manninum hennar. Ég keypti voða fín silki sængurver handa Kötu en þar sem mestur peningurinn fór í það, þá varð Gíó að láta sér nægja sængurver með mynd af Paddington.

x

Orðlaus

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.