Orðlaus - 01.12.2005, Side 44
VIÐ
MÆLUM
MEÐ
CHANEL
MEIKPÚÐRI
Það hafa ekki
allir efni
á því að
kaupa sér
rándýran • f a t n a ð
frá Chanel en flestum stúlkum
hefur þó eflaust langað í margar vörur
frá þessu heimsþekkta vörumerki.
Nú höfum við fundið lausnina,
Chanel meikpúðrið er hinn fullkomni
aukahlutur. Það er á góðu verði og
haegt er að fá fyllingar þannig að
það er enn ódýrara í framtíðinni.
Meikpúðrið þekur vel en þó án þess
að skilja eftir sig lag af farða. Varan
er því einstaklega góð og ekki sakar
að hún sé Chanel. Njóttu þess að
vera pæja um jólin og skelltu þér á
megapæjumeikpúður frá Chanel.
FJÓLUBLÁU SMOKEY
Jólaförðunin í ár er án efa fjólublátt
smokey. Fjólublár Gosh augnskuggi
og blýantur er allt sem þú þarft til
að skapa flott smokey lúkk fyrir
jólaboðið. Þú einfaldlega skellir á
þig augnskugganum og setur síðan
blýantinn á og þú ert tilbúin til fara.
Augnskugginn er með glimmeri í sem
gerir augun á þér en fallegri og farðan
meira glamúr sem við viljum auövitað
vera yfir hátíðarnar.
MAID IN
ICELAND
Þetta er f
bók fyrir í
sem eru á leið til
útlanda hvort sem er
í lengri eða skemmri
tíma. Bókin inniheldur
yfir 1300 uppflettiorð
á 13 tungumálum og
því getur þú bjargað þér á
pólsku, þýsku, sænsku, finnsku og
spænsku svo eitthvað sé nefnt. Bókin
er líka smá en hún er á stærð við
kreditkort og hentar því mjög vel í
vasan. Það þarf auðvitað ekki að taka
það fram að bókin er frábær jólagjöf
en hún kostar aðeins 1500 kr út úr
búð.
Hæ, ef þú voruð búin að gleyma því þá er ég paranoid geð-
sjúklingur. Ég hitti það sem virðist vera eini næs drengur-
inn á íslandi og í afbrýðissemiskasti hellti ég yfir hann White
Russian af því að Linda (leiðinlega) vinkona Hildar sagðist
halda að hann ætti kærustu. Jebb, ég er komin í hinn fræga
vítahring einhleypra kvenna sem endar með ævilangri pipr-
un. Ef þið kannist ekki við þennan (reyndar alls ekkert svo
fræga) vítahring þá skal ég útskýra þetta fyrir ykkur.
Vítahringurinn á þaðtil að byrja á
mismunandiforsendumenupphaf-
iðeraðþúertallt íeinuá lausu. Lík-
legast er að þú sjúgist inn í þennan
vítahring ef þér var dömpað eða
þá að þú ert einfaldlega með nátt-
úrulega lélegt sjálfsálit. Eftir smá
tíma á lausu eru öll "æ, ert þú ekki
búin að finna neinn ennþá" komm-
entin farin að síast í gegn og ör-
væntingarblik í augum farin að
láta á sér kræla. Dauðhrædd um
að þessar feitu frænkur þínar hafi
rétt fyrir sér og að þú eigir eftir að
enda uppi ein. Það er fátt sem ger-
ir konu meira fráhrindandi en ná-
kvæmlega þessi örvænting (sama
á við um stráka). Maður ræður
þara ekkert við þetta og til þess að
losna við það þá er það klassískt
ráð að næla sér í einhvern afdala
kærasta svona rétt til að skola af
sér mestu desperasjónina. Eftir að
vera einhleypur í langan tíma að
púkka upp á skíthæla eru mestar
líkur á að maður fari að haga sér
eins og geðsjúklingur og klúðri því
sambandi. Endar uppi sem ennþá
brotnari manneskja eftir það og
þá er þoltinn farinn að rúlla all
hressilega og um að gera að panta
bara eins manns herbergi á Grund
þar sem að það fer nú varla neitt
að gerast úr þessu.
Allavega, eftir að ég var búin að
húrra yfir hann heilum White Russi-
an og komast að því að stúlkan var
alls ekkert kærastan hans þá var
nú fátt annað í stöðunni en að biðj-
ast afsökunar. Vá hvað það sorrý
féll eins og dropi í hafið þannig
að ég ákvað nú bara að forða mér.
Hrökklaðist út og heim og sendi
honum afsökunar sms.
Daginn eftir var ég handviss um
að ég væri aftur orðin einhleyp
og lá megnið af deginum í sjálfs-
v o r k u n n ,
bölvandi hlut-
skipti mínu
sem verðandi
piparjónku.
Klukkan fjög-
ur hringdi
síðan síminn.
Jói var að
hringja. Fyrstu
v i ð b r ö g ð i n
voru að ætla
alls ekki að
svara þessu
þar sem að
ég var viss um
að hann væri
bara að fara
að hrauna yfir mig. En allt í einu
var eins og það rynni upp fyrir mér
að það væri nákvæmlega það sem
djöfull hinna ævinlega einhleypu
vildi. Ég ákvað því að svara og
reyna að haga mér eins og mann-
eskja. Þetta byrjaði sem eitt vand-
ræðalegasta símtal ævi minnar og
ég bölvaði því strax að hafa svar-
að. En þegar leið á þá rættist nú úr
þessu og eftir að ég hafði útskýrt
á hverju þessi misskilningur byggð-
ist þá heyrði ég á röddinni að hann
var alls ekkert 100% á því að ég
væri geðsjúklingur. Daginn eftir
hringdi hann og ákvað að kíkja í
heimsókn. Ég var svo hissa að ég
fór næstum að haga mér aftur eins
og geðsjúklingur, komin með alls-
konar samsæriskenningar um að
hann væri
bara að
hefna sín
og bla bla
bla...
Ég náði
tökum á
mér og var
bara ansi
sæt þegar
ég tók á
móti hon-
um. Eftir
tvo kaffi
og nett
hláturskast
var allt
fallið í Ijúfa löð. Við hittumst aft-
ur um kvöldið í vídeó og ég fékk
langþráðan sleik og ansi gott kúr.
Daginn eftir fór ég síðan á Vega-
mót með Hildi til þess að analísera
hvað væri I gangi og ákveða sniðið
á brúðarkjólnum. Þar sem að við
sátum í makindum okkar labbar
Jói inn með einhverjum félögum.
Það kom á mig alveg sólskinsbros
og sat ég þarna með stút á munn
að kafna úr spenningi yfir því að
fá að vita hvort að hann ætlaði að
leggja í að kyssa mig þarna á al-
mannafæri. Hann kom að borðinu
okkar og ég fattaði strax að ekki
var allt með feldu, hann kyssti mig
snöggt á kinnina og starði siðan á
Hildi. "Hæ Hildur, þetta er Jói, ég
var með þér í tónlistarskólanum,
manstu ekki eftir mér?". Hildur
missti andlitið og stökk upp og
faðmaði hann, auðvitað mundi
hún eftir honum, bla bla bla,
höfðu verið saman í tónmennt
en þá var hann pínkulítill og mjór
með teina og gvuð hvað þetta er
fyndið. Ég sat næsta klukkutím-
ann eins og aukaleikari í eigin lífi
og hlustaði á þau rifja upp óbó
brandara. Eftir tvo tíma kom bitri
geðsjúklingurinn upp I mér og ég
ákvað að smella á þau kossi og
koma mér. Þegar ég kom heim var
ég hálf leið yfir að hafa farið og
skammaðist mín fyrir að hafa lát-
ið þetta fara svona í taugarnar á
mér. Var að fara að hringja í hann
til að bjóða góða nótt þegar sím-
inn hringdi, þetta var Jói: "Hæ,
hvað segirðu.... ég vissi ekki að
þú og Hildur væruð vinkonur... ég
er nefnilega búinn að vera skotin í
henni mjög lengi og er núna mjög
hræddur um að vera búinn að eyði-
leggja allan séns með henni".
Vala
"Ég var svo hissa að ég
fór næstum að haga
mér aftur eins og geð-
sjúklingur, komin með
allskonar samsæris-
kenningar um að hann
væri bara að hefna
sín og bla bla bla..."