Orðlaus - 01.12.2005, Page 52

Orðlaus - 01.12.2005, Page 52
o o o o o o ERU ÍSLENDINGAR KYNLÍFSVILLTARI EN AÐRAR Þ3ÓÐIR? Sama hvort menn eða konur viðurkenna það eða ekki þá vekur kynlíf eða umræða um kynlíf yfirleitt upp nokkra kátínu hjá fólki. Þegar alþjóðlega Durex könnunin var birt i síðasta mánuði slengdu fjölmiðlar niðurstöðum hennar á forsíður blaða sinna og menn skemmta sér við að skoða hversu gaman aðrir hafa af hjálpartækjum ástarlífs- ins, hversu mörgum mínútum Islendingar eyða að meðaltali í forleik og að fyrir utan svefnherbergið finnist fóki skemmtilegast að leika sér á klósettinu. Það er vissulega gaman að bera sig saman við aðrar þjóðir og vilja íslendingar helst skara framúr á öll- um sviðum, og er svefnherbergið þar engin undantekning, en kannanir eins og þessi hafa líklega mun meira skemmtanagildi en að standa sem raunverulegar rannsóknar- niðurstöður og sitt sýnist hverjum um áreið- anleika niðurstaðnanna. Orðlaus ákvað því að forvitnast aðeins frekar um kynhegðun okkar íslendinga og leitaði ráða hjá Jónu Ingibjörgu Jónsdóttur, hjúkrunar-og kynfræðingi og komst að því að við erum kannski ekkert eins sérstök og við viljum halda. Hún er þeirrar skoðunar að Durex könnunin sé ekki marktæk vegna aðferðargalla. Það er ekki einu sinni hægt að sjá helstu breytur á borð við aldur og kyn og þá dettur alhæfingargildið um sjálft sig. Úr bóli í ból „Það er alltaf einhver hluti af fólki sem er villtari en aðrir, en í heildina litið eru íslend- ingar ekkert öðruvísi en aðrar þjóðir" segir Jóna Ingibjörg. Raunin er sú að fjöldi rekkju- nauta íslendinga er ekkert gífurlegur. I könnun á kynhegðun, se, gerð var á landsvísu á íslandi árið 1992 kom í Ijós að íslendingar á aldrinum 16-25 ára hafa að meðaltali 1,7 rekkjunaut á ári. Það getur varla talist sláandi tala. Könnunin var gerð til þess að afla frekari upplýsinga um kynhegðun i tengslum v i ð HlV-smit og útbreiðslu annarra kynsjúkdóma og gefur könnunin að mati Jónu ágætist mynd af hegðun Islendinga enn í dag, en er samt orðið tímabært að endurtaka könnunina til að sjá hvort kynhegðun íslendinga hafi eitthvað breyst að þessu leiti. Því hefur oft verið haldið fram að (slend- ingar séu ferlega skyndikynnaglaðir. Búum í litlu landi þar sem annar hvor maður þekkist að einhverju leyti og því ef til vill auðveldara að fara á barinn og ná sér í nýjan bólfélaga með auðveldu móti, jafnvel oft í mánuði. „Þetta er lítið samfélag vissulega, en ég veit ekki hvort við séum endilega skyndikynna- glaðari en aðrar þjóðir" bætir Jóna við. Tölurnar afsanna þá kenningu. í heildina litið hef- ur ungt fólk ekkert marga rekkjunauta. Skyndikynni eru al- gengust á meðal yngri aldurshópanna, frá 16-24 ára en það þýðir þó ekki að allt ungt fólk hoppi á milli bóla eins og lífið liggi við. Einungis 3,6% ungmenna á aldrin- um 16-19 ára höfðu haft 15 rekkjunauta eða fleiri um ævina og 14% fólks á aldrinum 20- 24 ára. Staðreyndin er sú að langflestir íslendingar hafa fáa rekkjunauta en fáir hafa marga. „ÞAnnig kollvarp- aði þessi könnun þeirri mýtu að fs- lendingar væru upp til hópa að lifa einhverjustóðhesta- kynlífi og ég hugsa að það hafi ekki breyst" segir Jóna Ingibjörg. Áhyggjur af kynsjúk- dómum Það sem allir þurfa þó að hugsa um, sama hvaðan þeir koma eða hversu marga eða fáa rekkjunauta þeir kjósa sér, eru kynsjúkdóm- ar, og þar erum við kannski ekki alveg nógu meðvituð. Það hafa eflaust flestir sem eru búnir að lifa kynlífi í einhvern tíma einhverntiman stundað óvarið kynlíf með einhverjum sem hann veit lítið um fyrri félagsskap í ból- inu. Margir vilja meina að þar skeri aldur og fjöldi rekkjunauta úr um líkur á smiti og þó að vissulega aukist líkurnar. Eftir því sem rekkjunautarnir eru fleiri og fjölbreyttari, þá þurfa allir að hafa varann á. Stór hluti ís- lendingahefurvissulegaáhyggjuraf kynsjúk- dómum en viðurkennir þó að hafa stundað óvarið kynlíf og á án efa eftir taka sjensinn aftur því þeir fíla ekki smokkinn. Stórt hlut- fall karla, eða 63,1% töldu smokkinn spilla fyrir ánægju kynlífsins og 40,4% kvenna voru því sammála á meðan 20% þeirra sem tóku þátt í könnuninni sögðust hafa smitast af kynsjúkdómi a.m.k einu sinni og 6,8% tvisvar eða oftar. Tíðnin er hæst hjá fólki á aldrinum 25-29 ára en þar höfðu 36,5% smit- ast af kynsjúkdómi og kom þar einnig fram að því fleiri rekkjunauta sem fólk hafði haft jjíjj um ævina því meiri líkur voru á því að það hefði smitast. Þrátt fyrir að vita a f hættunni er sláandi aðeinung- is 10% karla og 7% kvenna segjast nota smokkinn alltaf eða oftast í skyndi- kynnum. Byrjum við of ung að stunda kynlíf? ( Durex könnuninni voru íslendingar I efsta sætinu yfir að byrja yngstir að stunda kyn- líf og trónuðu þar á toppnum annað árið í röð. ( íslensku kynhegðunarkönnuninni frá 1992 kom einnig fram að (slendingar eru frekar ungir þeg- ar þeir upplifa fyrstu kynlífsreynsluna en meðalaldur fyrstu kynmaka þar er 15,3 ár. „Við skerum okkur þó ekkert úr hvað varðar aðrar Evrópu- þjóðir að þessu leyti" segir Jóna Ingibjörg. „Við erum hvorki betri né verri, æstari eða villtari þó að við viljum kannski vera best og framar- lega i öllu" bætir hún við. -Eru likurnar á áhættusömu kynlífi meiri því yngra sem fólkiö er? „Þótt skyndikynni séu ekki algeng er það á vissu aldursskeiði sem það er frekar stundað, t.d þegar maður er ungur eða er á "milli sambanda". Ég er ekki hrædd við að ungt fólk hafi ekki næga þekkingu. Kúnstin er að hafa kynfræðsluna fjölbreytta og láta hana taka tillit til þess að kynlífssamskipti lúta ekki alltaf skynsemi heldur frekar tilfinningum" segir Jóna Ingi- björg. Mýtan um íslensku drusluna f könnuninni sem gerð var kom fram að karl- ar hafa að meðaltali fleiri rekkjunauta um ævina en konur og eru þeir helmingi fleiri! Það er alkunna að strákar eiga það til að færa töluna sína uppávið á meðan stelpurn- ar námunda niðurávið og eru stelpur sem hafa prófað mörg og mismunandi typpi oft álitnar sem lauslátar druslur. „Já, það hefur ríkt svolítið tvöfalt siðgæði hér á landi, það sem leyfist öðru kyninu leyfist ekki hinu og við konur höfum þurft að líða svolítið fyrir það. Sama hegðun hjá konum er ekki viður- kennd einsog hjá körlum og á meðan hann er vinsæll en hún er lauslát. Þessu viðhorfi þurfum við að breyta. Það þarf að horfa ekki bara á yfirborðið því við ættum að vera jafnréttháir einstaklingar. Það tekur þó langan tíma að breyta svona viðhorfum og á meðan þurfa konur bara að vera ánægðar með hverjar þær eru og vera ekkert að fela sig" segir Jóna Ingibjörg. Ríðum við minna en áður? Durex könnunin sýndi fram á að íslendingar væru farnir að stunda minna kynlíf en áður, duttum úr 136 skiptum niður í 109 á tveimur árum. Færri sögðust vera ánægðir með kyn- lífið nú en áður og því verð ég að spyrja, eru íslendingar farnir að stunda minna kynlíf? "40,4% kvenna töldu smokkinn spilla fyrir ánægju kynlífsins" „Ég vil ekki kommentera á þessa Durex könnun en vil ekki meina að íslendingar séu farnir að stunda minna kynlíf. Ég veit eiginlega ekki hvernig á að mæla það og fjöldi skipta er líka frekar lélegur mælikvarði á gott kynlíf! Það sem skiptir öllu máli er innihaldið og það er auðvitað hægt að gera sambandið nánara með ýmsu öðru en beinum samför- um. Það getur oft kostað mikla vinnu að lifa góðu og heilbrigðu kynlífi og ef mað- ur er eitthvað ósáttur í sambandinu getur það auðvitað smitast yfir í kynlífið. Ef við höfum tilfinningalíf þá er kynlífið aldrei al- veg hnökralaust. Það er bara eðlilegt" segir Jóna Ingibjörg að lokum. Það er hollt að stunda kynlíf, bæði fyrir and- lega líðan sem og líkamlega og þurfa alis ekk- ert alltaf að vera samfarir. Það er margt hægt að gera til að krydda uppá kynlíf- ið ef hugmyndaflugið er notað. Orðlaus vill minna á að það þurfa allir að læra að hafa húmor fyrir kyn- lífinu, hlæja að klaufaskapnum og komast yfir vandræðalegheitin sem geta stundum einkennt svefnherbergið ef báðir aðilar eru ekki endilega með allt á hreinu. Kynlíf getur nefnilega verið alveg bráðfyndið. Tölurnar skipta engu máli á meðan við erum að hafa gaman af þessu! Jóma Ingibjörg heldur úti heimasíðunni: www.jonaingibjorg.is

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.