Orðlaus - 01.12.2005, Page 54

Orðlaus - 01.12.2005, Page 54
SPOLAÐ TIL BAKA Hvaö varst þú staddur í lífinu árið 1965? Ég var að gera heilmargt, var í vinsælustu hljómsveit landsins, Hljómum, og á ferð og flugi út um allt innanlands og utan, þar sem við vorum að spila út um allt land. Einnig vorum við í upptökum á fyrstu long play- ing plötu Hljóma I London þannig að það var í mörg horn að líta. Ég var einnig að spila knattspyrnu með íslandsmeisturumKefla- víkur og að byggja mér hús. Hverjar voru stærstu hljómsveitirnar, isiensk- ar og erlendar, og hvað hlustaðir þú helst á? Það voru Hljómar, Dátar, Dumbó, Mánar, Beatles, Rolling Stones, Bob Dyl- an, Jimi Hendrix, Traffic og fleiri og fleiri. Hvað var mest áberandi i tískunni? Tískan var aðallega frá Carnaby Street og Kings Road í London og það sem mamma saumaði. Áberandi voru litrík föt og sprelllif- andi tónlistarfólk með nýjar hugmyndir og nýtt frelsi í sköpun. Lumarðu á einhverri skemmtilegri sögu af þér frá þessum tima? Vinsælustu skemmtistaðirnir, hvert fórstu helst út á lifið? Glaumbær, Stapinn, Sjallinn og sveit- irnar í kring, Hvoll og Aratunga. Ég fór þar sem fólkið var afþví að þar var stuðið og friðurinn. Hvað var mest áber- andi i samfélaginu á þessum tima? Nýtt frelsi sköpunar og athafna, í ástar- málum, f riðarmálum, þjóðfélagsmálum, mótmælum gegn stríðsrekstri og einn- ig í neyslumunstri. Hverjarvoru vinsæl- ustu biómyndirnar og sjónvarpsefnið? Rebel Without a Ca- use, Giant, American Bandstand, Ed Sullivan, The Untouchables, Shin- dig og að sjálfsögðu ís- lenska. Rúnar Júlíusson "Mér er mjög minnisstætt að hafa kastað af mér vatni á næturklúbbnum Speakeasy London með Jimi Hendrix og átt langt og spjall við hann á meðan og fram eftir kvöldi." Mérer mjög minnisstætt að hafa kastað af mér vatni á næturklúbbnum Speakeasy London með Jimi Hendrix og átt langt spjall við hann á meðan og fram eftir kvöldi. Hvar sástu sjálfan þig árið 2005? Ég var ekki mikið að hugsa um það, það var vitlaust að gera, vinna og aftur skemmtileg vinna og svo hvíldi maður sig bara á milli. 54 Hvar varst þú stödd í lífinu árið 1985? Ég var með Ernu mína litla. Hún fæddist árið 1984. Ég var gift pabba Ernu, Gunnþóri Sig- urðssyni bassaleikara í Q4U. Við bjuggum á Nönnugötu og vorum mjög virk í skemmt- analífinu. Ég vann hjá foreldrum mínum einhvern part ársins en gafst upp á því og taldi þetra að vera heimavinnandi húsmóð- ir. Sem var náttúrulega algjört bull. Um og eftir páska verður mikið af frídögum og birta fer að degi þannig að svona gleðipinn- ar eins og við vorum misstum okkur gjörsam- lega í djamminu. Eiturlyf og djamm varð til þess að við Gunnþór skildum. Erna var mikið hjá foreldrum mínum í pössun og þurfti fjöl- skylda mín að fylgjast með því hvort og ef ég myndi eftir að sækja hana til dagmömm- unar þar sem hún var í pössun á daginn. I lok sumarsins tóku þau barnið af mér þar sem ég var orðin gjörsamlega ófær um að Ellý, (Elínborg Halldórsdóttir) vera með hana. Ég var alla daga og nætur að mála, djamma og naut þess að vera ung falleg og eiga nóg af aðdáendum sem mok- uðu í mig dópi. Hverjar voru stærstu hljómsveitirnar, islensk- ar og erlendar, og hvað hlustaðir þú helst á? New Order, DAV, Propag- anda, The Cure, Flock of seagulls, U2, Depeche Mo- de, SigSig spútnic og Big Coutry. félaginu á þessum tíma? Það var aldrei horft á sjónvarp.blöð lesin eða hlustað á einhverjar frétt- ir. Ég var hinsvegar í góðu sambandi við alla sem voru góðkunningjar lögreglunar og var þar af leiðandi með hina hliðina á fréttatengdu efni. Ég man ekki hvenær Villi framdi bankaránið en hann varð góður vinur minn en ég var yfir mig ástfangin af bróður hans sem var dauð- hræddur við mig. Vinsælustu skemmtistað- irnir, hvert fórstu helst út á lífið? Safari og Borgin. Þar vartón- list sem ég fílaði og fólk sem var að leita að því sama og ég. Ég man ekki hvort það voru mikið fleiri staðir. Hvað var mest áberandi í tísk- unni? Ég var ekki alveg eins og hinir. Mikið skreytt, sköllótt með alls- konar hárkollur. Netabolir, stutt pils, berbrjósta, berfætt, enallt- af með axlapúða. i Hvað var mest áberandi í sam- Lumarðu á skemmtilegri sögu þér frá þessum tima? Æ, svona sögur verða oft eitthvað svo erfiðar I endurflutning Hverjar voru vinsælustu biómyndirnar og sjón- varpsefnið? Liquid Sky. Annars fór ég ekki í bíó og horfði ekki á sjónvarp. Hvar sástu sjálfa þig árið 2005? Ert' ekki að grínast... hélt ég yrði dauð.

x

Orðlaus

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Orðlaus
https://timarit.is/publication/942

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.