Bændablaðið - 20.11.2007, Page 6
Bændablaðið | Þriðjudagur 20. nóvember 2007
Málgagn bænda og landsbyggðar
LEIÐARINN
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 5.100 en sjötugir og eldri greiða kr. 2.300.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík.
Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279 – Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. th@bondi.is – Sími: 563 0375
Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir ehg@bondi.is – Margrét Þóra Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu – Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN 1025-5621
Jólin nálgast í ríki
andstæðanna
Það er farið að halla ískyggilega í
aðventuna og eins og fyrri daginn
kemur það jafnflatt upp á fólk að
liðið sé ár frá því hún heimsótti
okkur síðast.
Eins og vaninn er verðum við
fyrst vör við að jólin séu að nálg-
ast í auglýsingum fjölmiðla. Að
þessu sinni eru það ekki hvað
síst dótabúðirnar sem hafa verið
duglegar að láta okkur vita af því
hvað í vændum er. En svo er líka
farið að verða meira spennandi
þessa dagana en venjulega að kíkja
á vöruúrval bókabúðanna.
Leikfangaæðið virðist hafa
gripið þessa þjóð svo heiftarlega
að fréttir herma frá slagsmálum við
opnun nýrra verslana. Spaugstofan
gerði þessu ágæt skil um síðustu
helgi og benti á þá athyglisverðu
staðreynd að sennilega erum það
við þessi fullorðnu sem göngum
lengst í dótaæðinu. Ekki þannig
að við séum endilega að kaupa
stjörnustríðsmusteri eða barbí-
veraldir heldur heitir dótið okkar
öðrum og virðulegri nöfnum.
Þannig hefur mátt lesa í blöðum
að undanförnu að bandarískir bílar
flæða inn í landið sem aldrei fyrr.
Ástæðan er fyrst og fremst sögð
vera lágt gengi Bandaríkjadals, en
innst inni vitum við að það er tylli-
ástæða. Hagstætt gengi er aðeins
skálkaskjól fyrir hinn íslenska
karlmann sem um langan aldur
hefur átt þann draum sætastan og
stærstan að aka um á virkilega
öflugum og umfangsmiklum amer-
ískum bensínháki.
Fjölmiðlar virðast vera sam-
mála um það hver jólagjöfin
verður í ár. Það sem alla dreymir
mest um er að eignast svonefnt
GPS-staðsetningartæki. Vissulega
má sjá nokkurt vit í því að það
þurfi slík tæki í alla nýju jeppana
og amerísku kaggana þegar eig-
endurnir fara að þenja þá upp um
fjöll og firnindi. Vonandi hefur
þetta GPS-æði líka þá ánægjulegu
hliðarverkun að færri týnast við
veiðar eða annað hálendisflakk. Þá
geta björgunarsveitirnar einbeitt
sér að því að fullnægja annarri
frumþörf hins íslenska karldýrs:
flugeldaástríðunni.
En eins og lesa mátti á forsíðu
Moggans í gær hafa ekki allir
landsmenn efni á að kaupa sér
GPS-tæki. Í miðri velmeguninni
– sem enginn endir virðist ætla að
verða á – fjölgar þeim fjölskyld-
um sem þurf að leita ásjár hjálp-
arsamtaka til þess að eiga fyrir
mat á jólunum. Mæðrastyrksnefnd
Reykjavíkur á von á því að til
hennar leiti ríflega 2.000 heim-
ili um matargjöf fyrir jólin og í
Eyjafirði er talið að heimilin verði
vel á fjórða hundraðið.
Þessi vaxandi neyð er reyndar
ekki bundin við jólin ein því þeim
fjölskyldum fjölgar einnig ört
sem þiggja vikulegar matargjafir
Mæðrastyrksnefndar í Reykjavík
allan ársins hring. Nú teljast um
400 manns til þess hóps og hefur
fjölgað um 10-15% frá því í fyrra.
Hópurinn sem á ekkert eftir fyrir
mat og öðrum lífsnauðsynjum
þegar föst gjöld hafa verið greidd
fer stækkandi.
Á sama tíma fjölgar þeim einn-
ig sem finnst GPS-tæki heldur
fánýtir smámunir og velja fremur
að gefa sínum nánustu demanta,
silfur og skínandi gull – nú, eða þá
amerískan kagga. –ÞH
Lokaskýrsla um hreint neysluvatn komin út
Bændasamtökin héldu fund fyrir nokkru um
framtíð matarverðs eins og fjölmiðlar gerðu
ágæt skil. Daginn eftir þann fund sátu 500 full-
trúar á aðalfundi dönsku bændasamtakanna –
Dansk Landbrug – og ræddu á sama hátt þróun
á matarverði. Hækkandi verðs á mjólkurvörum
er farið að gæta í verslunum. Samkeppni um
mjólk frá bændum hefur á undanförnum vikum
verið hörð. Þannig hafa bændur í Svíþjóð
og Danmörk og jafnvel norskir bændur sent
mjólkurbíla með mjólk í þýskar mjólkurstöðv-
ar sem borga hátt verð.
Umræðan á aðalfundi dönsku samtakanna
endurspeglaði líka þá staðreynd að kjötverð
hefur ekki enn hækkað svo nokkru nemi, frek-
ar lækkað. Á fundinum kom skýrt fram hve illa
það er farið að leika bænda í svínabúskap og
fleiri kjötframleiðendur. Frummælendur í mál-
stofu um búvöruverð voru samt sammála um
að kjötverð myndi hækka, þótt skiptar skoðanir
væru á aðafundinum um hve mikil hækkunin
yrði og hve lengi hátt verð myndi standa. Þeir
voru sammála um að þess yrði langt að bíða
að verðið yrðu jafnlágt og það hefur verið til
skamms tíma. Framleiðendur á korni voru hins
vegar mjög bjartsýnir á að kornverð héldist
áfram hátt.
Um ástæður þessa hefur áður verið rætt hér
í Bændablaðinu, þurrkar og ótíð víða í Evrópu
hafa valdið lélegri kornuppskeru. Á sama tíma
hefur eftirspurn eftir korni til framleiðslu á líf-
eldsneyti aukist og sömuleiðis neysla á korni
og öðrum búvörum í Kína og fleiri Asíuríkjum.
Allt er það kunnugt en á fundinum í Herning
var einnig bent á að stuðningsgreiðslur Evrópu-
sambandsins við búvöruframleiðslu gætu átt
stærri þátt í hækkun á verði mjólkur en menn
hafa hingað til talið. Nú væri að koma í ljós að
þegar beinn framleiðslustuðningur hafi verið
afnuminn hefði framleiðsla dregist saman. Verð-
ið sem framleiðendur fengju væri alltof lágt.
Sú þróun myndi halda áfram ef verðið lækkaði
á nýjan leik. Framleiðslustyrkirnir hefðu því
í raun lækkað matarverð til neytenda, líkt og
þeim var ætlað, en margir hafa fullyrt að þeir
þjónuðu ekki þeim tilgangi lengur.
Umræðan meðal danskra bænda er ekki síst
hvernig neytendur breðgast við þessari stað-
reynd. Áratugum saman hafa matarútgjöld sem
hlutfall af framfærslu fólks lækkað verulega.
Í Danmörku fara að meðaltali 10-11% af ráð-
stöfunartekjum til kaupa á mat, líkt og hér á
Íslandi. Þetta er umhugsunarefni. Hér á landi
hefur stundum verið rætt um nauðsyn þess að
aftengja stuðninginn framleiðslumagni og taka
upp grænar greiðslur. Víst er ekki með öllu
óskynsamlegt að gera slíkt hér, en það má alls
ekki rífa allt úr samhengi. Margir sjálfskip-
aðir fræðimenn um íslenskan landbúnað hafa
einmitt talið slík ráð bestu leiðina til að frelsa
bændur úr ánauð kerfisins. En líkt og í Evrópu
væru verulegar líkur á að það sama gerðist hér,
að viljinn til að framleiða hyrfi með slíkum
breytingum. Við það myndi verð til neytenda
hækka.
Atburðir á heimsmarkaði undanfarna mán-
uði hafa einmitt kennt okkur hve nauðsynlegt
er að veikja ekki á nokkurn hátt íslenskan
landbúnað. Því miður er það ekki sjálfsagt að
í útlöndum fáist endalaust ódýr matur. Svo
vitnað sé til orða Martins Haworths, sem var
gestur BÍ á fundinum á dögunum, þá bendir
allt til þess að tími hins lága matvælaverðs í
heiminum sé liðinn. Miklu frekar má nú ráða af
umræðu manna erlendis að þjóðir taki á nýjan
leik til við að efla landbúnað sinna landa í því
skyni að tryggja velferð almennings og mat-
vælaöryggi.
En hækkun á markaðsverði búrvöru á sér
líkar aðrar hliðar. Boðað er að verð á áburði
hækki nú umtalsvert á milli ára, fyrst og fremst
vegna mikillar eftirspurnar. Verð á sáðvöru
fer væntanlega sömu leið. Þar á ofan er mikil
verðbólga hér á landi farin að segja verulega til
sín í rekstri bænda með hækkunum á vörum og
þjónustu.
Í lokin er hér ein athugasemd um vísunda- og
mjólkurkúarækt Hagstofunar.
Þessa dagana eru bændur að fara yfir skrán-
ingu á atvinnuvegi sínum. Innleiðingu á nýju
atvinnugreinaflokkunarkerfi – ÍSAT 2008 – er
að ljúka, að því er segir í bréfi frá Hagstofu
Íslands og Ríkisskattstjóra til bænda. Oft getur
innleiðing á erlendum tilskipunum eða reglum
tekið á sig grátbroslegar myndir, en þessi slær
þeim öllum við. Undirritaður telst hér eftir vera
ræktandi mjólkurkúa og vísunda. Mér er hulin
ráðgáta hvers vegna ekki var hægt að gefa
atvinnugrein kúabænda nafn með öðrum hætti.
Því er stundum haldið fram að íslensk stjórn-
völd innleiði evrópskar tilskipanir án þess að
gera minnstu tilraun til að laga þær að íslensk-
um veruleika. Þetta virðist staðfesta með eft-
irminnilegum hætti að sú kenning sé rétt. HB
Af matarverði
og vísunda-
rækt
Á vegum Umhverfisstofnunar
er komin út lokaskýrsla um
átak um hreint neysluvatn sem
hófst árið 1998. Þá kom til fram
kvæmda í Evrópusambandinu
tilskipun um neysluvatn, sem
felldi úr gildi eldri tilskipun um
sama efni. Á þessum tíma var í
gildi hér á landi reglugerð um
neysluvatn frá 1995 sem tók til
Evrópuskipana um yfirborðsvatn
og neysluvatn og auk þess reglu
gerð um ölkelduvatn. Innleiðing
nýju neysluvatnstilskipunarinn
ar leiddi af sér viðamiklar breyt
ingar og var sett ný reglugerð um
neysluvatn 2001. Meðal breytinga
sem þar komu fram má nefna:
Breytingar
Breytt fyrirkomulag eftirlits og
rannsókna, breytinga á sýnafjölda,
mæliþáttum og viðmiðunargildum
þeirra. Nákvæmar skilgreind við-
brögð við menguðu neysluvatni og
upplýsingarskylda yfirvalda gagn-
vart neytendum.
Veigamesta breytingin varðaði
þó ákvæði um að allar vatnsveitur,
sem þjóna yfir 50 manns eða 20
sumarhúsum eða þjóna matvæla-
fyrirtækjum, skyldu hafa starfsleyfi
og að haft skyldi reglubundið eftir-
lit með þeim.
Víðtæk krafa neysluvatnsreglu-
gerðarinnar um starfsleyfi var aðal-
hvati þess að Umhverfisstofnun
ákvað að hrinda af stað ,,Átaki um
hreint neysluvatn.“ Annar hvati að
átakinu var vilji opinberra yfirvalda
sem fram kom eftir útgáfu reglu-
gerðarinnar til að auka samvinnu og
fá fram betri yfirsýn fjölda, gerð og
frágang vatnsveitna. Ábendingum
hafði líka verið komið á framfæri
við Umhverfisstofnun um að líklegt
væri að vatn frá minni vatnsveitum
stæðist í mörgum tilfellum ekki
mörk neysluvatnsreglugerðarinnar,
hvorki þeirrar frá 1995 né hinnar
nýju frá 2001. Átakið fór formlega
af stað um áramótin 2001/2002 og
er nú með þessari skýrslu formlega
lokið. Umhverfisráðuneytið og
tvenn heildarsamtök bænda veittu
átakinu fjárstuðning.
Vitundarvakning
Færa má rök fyrir því að fram-
kvæmd átaksins hafi með beinum
og óbeinum hætti aukið umræðu og
vitund í þjóðfélaginu um mikilvægi
hreins og öruggs neysluvatns.
Eigendur vatnsveitna hafa ráðist í
endurbætur eða slegið saman í gerð
nýrra vatnsveitna og oftar hefur
verið borað eftir vatni.
Samkvæmt ákvæðum neyslu-
vatnsreglugerðarinnar er það í hönd-
um heilbrigðisnefnda að fara með
eftirlit með ákvæðum hennar undir
yfirumsjón Umhverfisstofnunar.
S.dór